Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 40
9. OKTÓBER 2014 FIMMTUDAGUR6 ● Geðhjálp Héraðsbúinn Sveinn Snorri Sveinsson var greindur með geðklofa árið 1996. Hann segist hafa reykt yfir sig af hassi og heldur einkennum sjúkdómsins niðri með hreyfingu, ljóðum og virkni í daglegu lífi. Ég var sextán ára þegar ég byrjaði að reykja hass og reykti upp á hvern ein-asta dag, svo lengi sem við félagarnir áttum efni.. Eins og aðrir krakkar sem prófa hass gerði ég mér enga grein fyrir alvarleg- um og óafturkræfum afleiðingum hassreyk- inga á hugann og sat eftir með þrálátar rang- hugmyndir og ofskynjanir,“ segir Sveinn um raunverulega orsök þess að hann veiktist af geðklofa. „Veikindin komu fyrst fram árið 1991 þegar ég fór að hafa langvarandi áhyggj- ur af því hvort fólk sæi að ég væri rauður í augum eftir hassreykingar. Næstu einkenni geðklofans voru ofskynjanir, en undir ákveðn- um kringumstæðum fannst mér eins og væri verið að snerta mig. Ég áttaði mig engan veg- inn á að um ofskynjanir væri að ræða en velti fyrir mér hvort þetta væri ímyndun í mér eða draugagangur. Við nánari athugun, árið 1996, kom í ljós að ég var haldinn geðklofa.“ Ofskynjanir Sveins höfðu staðið yfir í tæpt ár þegar hann fór snögglega yfir um við lest- ur fréttar í Morgunblaðinu. „Ég man skýrt hvernig sjúkdómurinn gerði innrás í mitt eðlilega líf og hvernig ég stóð vanmáttugur á eftir. Þetta var svipað því og að ganga fram af kletti; ég einfald- lega hrapaði og veruleiki minn og hugsanir breyttust á augabragði.“ Þennan örlagaríka dag urðu ranghug- myndir Sveins miklar ásamt geðrofi. Hann segist hafa kvalist á líkama og sál. „Ég lifði í helgreipum óttans sem gerði mig líkamlega stjarfan gagnvart öðru fólki. Smátt og smátt varð ég einangraðri og hætti loks að fara út á meðal fólks, ófær um að fara í búð eftir mat eða ganga annarra daglegra erinda.“ GEÐKLOFINN BLOSSAR UPP Ásamt hassreykingum var Sveinn Snorri hallur að flöskunni og fór í ellefu daga af- vötnun á Vogi árið 1995. „Daginn eftir útskrift af Vogi fékk ég áfall og var fluttur á geðdeild 32C. Þar náði ég miklum bata á einum og hálfum mánuði og varð næstum alveg andlega heill. Þegar ég féll svo aftur prófaði ég amfetamín í fyrsta sinn, varð ákaflega veikur og þá lagður inn á áfengisgeðdeild 33A á Landspítala.“ Á þessum árum segist Sveinn hafa verið í endurtekinni vímuefna- og áfengisneyslu og virkilega vondum málum. „Ég var í ástandi sem fólk les stundum um í fréttum í dag. Geðdeildirnar neituðu að taka við mér því ég sveik allt og alla og hélt áfram að dópa, sem á móti fékk geðklofann til að blossa upp. Ég gekk á milli lækna og svindl- aði út lyf og hafði lítið innsæi í eigið ástand. Mér leið ólýsanlega illa en gerði mér enga grein fyrir því að vímuefnin orsökuðu sjúk- dóminn. Þess í stað dópaði ég mig upp til að dópa veikindin í kaf. Það tókst vitaskuld ekki og veikindin urðu mun verri fyrir bragðið. Ég tengdi ekki saman orsök og afleiðingu.“ SAMVISKAN BANKAR Á DYR Sumarið 1996 var Sveinn Snorri sviptur sjálf- ræði í fyrsta sinn og vistaður á geðdeild. Árið eftir átti hann þrjátíu innlagnir að baki. „Ég brást mjög illa við því að vera sviptur fyrir dómi og vistaður á geðdeild gegn eigin vilja. Eftir á að hyggja var það besta og eina úrræðið. Ég hafði brennt allar brýr að baki mér og var álitinn vonlaust tilfelli þótt ég væri aðeins 24 ára á þeim tíma. Ég var einn- ig farinn að brjótast inn og náðist af lögregl- unni,“ segir Sveinn um sína verstu tíma. Eftir innlögn á Gunnarsholti 1997 var hann edrú í hálft annað ár og allan þann tíma illa haldinn af geðklofa. „Eftir fimm daga fyllerí haustið 1998 fann ég að samvisk- an leyfði ekki meira. Ég var kominn með jarð- tengingu, farinn að átta mig á eyðilegging- unni sem vímuefnin ollu og fékk ekki af mér að valda foreldrum mínum meiri sorg. Daginn eftir fór ég inn á geðdeild og hef ekki notað vímuefni síðan,“ segir Sveinn sem átti sext- án ára edrúafmæli þann 29. september. Þegar Sveinn Snorri hafði sagt skilið við neysluna tók við tólf ára tímabil þar sem hann var mjög veikur af geðklofa. „Ég átti afar erfitt með mig og þurfti iðu- lega að ganga út af fundum sem ég sótti vegna alkahólismans vegna ranghugmynda gagn- vart hinum á fundinum. Ég hélt þó áfram að mæta og smám saman fækkaði skiptunum sem ég þurfti út. Í dag hef ég ekki farið út af fundi í mörg ár og það tel ég vera vegna þess að ég hélt áfram að mæta þrátt fyrir erfiðleika og náði á endanum að yfirstíga þá.“ Sveinn sýndi einnig mikla seiglu gagnvart ótta sínum við annað fólk og rauf einangrun sína með hreyfingu og útivist. „Ég var afar óttasleginn á götum úti og fór einu sinni í „blackout“ við að mæta fólki. Því var gríðarlegt átak að fara í göngutúr þar sem mér fannst allir stara á mig. Ég stífn- aði upp og annar fóturinn varð svo stirður að ég skakklappaðist um til móts við þá sem ég mætti á göngunni. Ég lét óttann þó ekki stoppa mig, hélt áfram að fara út að hreyfa mig og var smám saman orðinn fær um að fara aftur út í búð.“ Sveinn er búsettur á Egilsstöðum og nú far- inn að hlaupa um allan bæ og hleypur oftar en ekki innan um aðra bæjarbúa á íþróttaleik- vangi Egilsstaða. „Með því að gefast ekki upp náði ég miklum bata og nú finn ég minna og stundum ekkert fyrir sjúkdómnum. Ég get allt sem mig lang- ar til að gera en var áður ekki fær um að gera einföldustu hluti.“ BIÐUR GUÐ AÐ GERA SIG HEILAN Sveinn Snorri er formaður Egilsstaðadeildar Geðhjálpar og ver lunga dagsins við skriftir smásagna og ljóða. „Þegar ég vakna heill er ég farinn að skrifa hálftíma eftir fótaferð og síðdegis fer ég út að hreyfa mig. Nú hef ég verið í framför í lang- an tíma og eftir því sem mér batnar gengur mér betur að skrifa. Ég gaf út mína fyrstu ljóðabók átján ára og vonast til að verða nógu gott skáld til að fá útgefið hjá bókaforlagi. Ég get ekki stundað almenna atvinnu því þá verð ég mjög andlega þreyttur og við það versnar geðklofinn og ranghugmyndir brjótast fram.“ Þegar Sveinn sleppur vel kemst hann í gegnum daginn án þjáninga. „Með virkum geðklofa byrja ranghugmynd- irnar yfirleitt stuttu eftir að ég fer á fætur. Varnarviðbrögð mín eru að biðja til Guðs að taka þær frá mér og gera mig heilan. Bænin veitir styrk til að þola geðklofann og með bæn- inni tek ég afstöðu gegn ranghugmyndum. Ég get ekki samþykkt að í mínu höfði séu hug- myndir sem ég lít ekki á sem mínar eigin. Því fylgir mikil vanlíðan að vera með hala- rófu ranghugmynda sem upp til hópa eru mjög svo óþægilegar. Það er innrás í eðlilegan hugs- anagang og gerist í hverri viku en á sama tíma er ástand mitt í dag svo miklu betra og lífs- gæðin miklu meiri.“ Með nýju lyfi sem Sveinn fór að taka inn árið 2009 hurfu ranghugmyndirnar tímabund- ið. „Þá öðlaðist ég eðlilega tilveru og sagði við mömmu og pabba að ég hefði misst af bestu árum lífsins, allt frá árinu 1994; tímans þegar fólk menntar sig, eignast maka og fjölskyldu og byggir upp frama í atvinnulífinu. Þá sagði pabbi þessa eftirminnilega setningu: „Við móðir þín horfðum á þetta gerast“. Það þótti mér átakanlegt og var mjög upptekinn af því þegar ég var hvað veikastur.“ Lyfið breytti lífi Sveins til hins betra og var viðurkenning á hans eigin tilgátum um sjúk- dóminn. „Við vitum nú að geðklofinn er af efna- fræðilegum orsökum í mínum heila. Annars hefðu lyfin ekki virkað. Það var staðfesting á að ég hefði haft rétt fyrir mér allan tímann; þetta voru veikindahugsanir en ekki mínar eigin.“ ÁSTIN OG FRAMTÍÐIN Þótt saga Sveins sé harmræn er hún líka flétt- uð ást og von. „Ég er ástfanginn af konu sem ég kynntist á netinu 2012. Við urðum ástfangin í einlæg- um tölvupóstum og eftir eins árs tölvusam- skipti ákvað ég að hitta hana þar sem hún býr í Dubai. Verandi með geðklofa var gífurlega stórt skref að fara einn míns liðs til Dubai að hitta konu sem ég hafði aldrei séð. Það ótrú- legasta var að enginn í fjölskyldu minni mælti því mót og meira að segja gáfu systkini mín mér veglegan farareyri í fertugsafmælisgjöf.“ Ferðin til Dubai gekk eins og í sögu og Sveinn varð lítið veikur meðan á ferðalag- inu stóð. „Þetta var dásamleg upplifun og ástin stóðst prófið því við smullum saman um leið og við hittumst. Þessi tími geymdi bestu daga míns fullorðinslífs. Mín heittelskaða kom svo til Íslands í fyrrahaust og þá settum við upp hringana. Nú er ég nýkominn heim úr ann- arri ferð minni til Dubai þar sem við bjugg- um saman í rúma tvo mánuði. Við ætlum að gifta okkur sem fyrst því við viljum eiga lífið saman og eignast börn og fjölskyldulíf.“ Unnusta Sveins Snorra vill búa með honum hér á landi en til að fá dvalarleyfi þarf Sveinn að sýna fram á 240 þúsund krónur í tekjur á mánuði. „Á sama tíma greiðir ríkið mér örorkubæt- ur sem ná ekki þeirri upphæð sem ríkið gerir kröfur til mín um. Ríkið stendur því ekki sjálft undir eigin kröfum og engu líkara en að fátækt fólk sé réttminna þegar kemur að því að stofna til hjónabands.“ FINNUR FYRIR FORDÓMUM Sveinn segist iðulega finna fyrir fordómum gagnvart sjúkdómi sínum. „Ég finn mest fyrir fordómum þegar ég kem inn á vinnustaði þar sem karlar eru í meirihluta. Sumir horfa illilega á mig, eins og ég hafi gert eitthvað á þeirra hlut og koma fram við mig eins og skítinn á götunni. Eitt sinn var ég staddur á N1-bensínstöðinni hér á Egilsstöðum þegar karl á vaktinni byrjar að kalla yfir allt og alla hvað ég væri að vilja þangað inn. Að ég væri aumingi sem væri nær að finna mér vinnu og þetta væri aum- ingjaháttur hjá mér. Á sömu stöð neitaði af- greiðslustúlka í fyrstu að afgreiða mig á kassa. Ég gerði mér ferð til að tala við mann- inn og sagði hann vera með fordóma gagnvart geðsjúkum og þaðan í frá hefur hann ekki gert þetta aftur.“ Í starfi sínu sem formaður Egilsstaðadeild- ar Geðhjálpar lauk Sveinn í vor við könnun á fjárhagslegum högum öryrkja á Austurlandi. „Helstu niðurstöðu sýndu að 77,55 prósent öryrkja á svæðinu eru með undir 200 þúsund á mánuði. Þá kom á óvart að þeir sem vinna hlutastörf með bótum til að bæta hag sinn eru ekki betur settir því skerðingar Trygginga- stofnunar eru þess valdandi að skorið er af bótunum í staðinn.“ Sveinn hefur líka staðið fyrir margs konar félagsstarfsemi í Ásheimum, sem er athvarf geðfatlaðra. „Þar hef ég meðal annars staðið fyrir myndakvöldum úr ferðum bæjarbúa til fram- andi landa og hvatt heilbrigt fólk til að koma og blanda geði við geðfatlaða. Þá höfum við gott með kaffinu svo að upplifunin verði góð og ætlum að setja kraft í starfið í vetur.“ Hassneysla orsakaði geðklofann M YN D /G U N N A R G U N N A RS SO N Varnarviðbrögð mín eru að biðja til Guðs að taka frá mér ranghugmyndirnar og gera mig heilan. Bænin veitir styrk til að þola geðklofann og með bæninni tek ég afstöðu gegn ranghugmyndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.