Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 4
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
431.000 manns munu byggja Ísland
árið 2016, segir Hagstofa Íslands.
Þá verða 65 ára og eldri hlutfallslega
mun fleiri en fólk á vinnualdri í dag.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Vordís Eiríksdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
NORÐANKALDI næstu daga og fer kólnandi fram að helgi. Vindur þó yfirleitt
fremur hægur, 3-10m/s og áfram bjartviðri sunnan heiða en skýjað og von á einhverri
úrkomu A- og N-lands, rigningu eða slyddu og síðan éljum N-lands um helgina.
4°
7
m/s
7°
8
m/s
5°
5
m/s
7°
4
m/s
NA-læg
5-10m/s
Fremur
hæg
NA-læg,
3-8m/s
Gildistími korta er um hádegi
18°
30°
13°
18°
20°
13°
24°
15°
15°
25°
16°
29°
28°
23°
21°
24°
17°
20°
8°
5
m/s
9°
12
m/s
7°
8
m/s
6°
6
m/s
5°
4
m/s
5°
6
m/s
1°
7
m/s
6°
4°
4°
1°
5°
3°
4°
2°
3°
1°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
LAUGARDAGUR
Á MORGUN
STJÓRNSÝSLA Atvinnuvegaráðu-
neytið staðfesti í gær úrskurð Heil-
brigðiseftirlits Vesturlands um
bann við sölu Hvalabjórs brugg-
hússins Steðja.
Heilbrigðiseftirlitið stöðvaði sölu
bjórsins en Sigurður Ingi Jóhanns-
son umhverfisráðherra ákvað samt
sem áður að heimila sölu á bjórnum
sem seldist upp nokkrum dögum
síðar. Niðurstaða ráðuneytisins er
að Hvalur hf. hafi ekki haft starfs-
leyfi fyrir framleiðslu hvalamjöls í
matvæli. - ih
Ráðherra heimilaði söluna:
Sala hvalabjórs
stóðst ekki lög
Vinnuvernd ehf.
Brautarholt 28
105 Reykjavík
s: 5780800
www.vinnuvernd.is
vinnuvernd@vinnuvernd.is
VINNUVERNDehf
LEIÐRÉTT
Vegna fréttar síðastliðinn laugardag
um breytingar á þjónustu Íslandspósts
í dreifbýli skal tekið fram að þjónusta
fyrirtækisins á Kópaskeri og Raufar-
höfn verður ekki skert. Hins vegar gæti
dregið úr tíðni póstdreifingar á bæjum
þar í kring um þorpin.
DÓMSMÁL Hæstaréttarlögmenn-
irnir Ragnar Hall og Helgi Sig-
urðsson telja að við rannsóknir á
umboðssvikum í efnahagsbrota-
málum hafi verið vikið frá hefð-
bundnum sjónarmiðum um skýr-
leika refsiheimilda.
Þetta kemur fram í bréfi sem
þeir Ragnar og Helgi sendu Ragn-
hildi Hjaltadóttur, ráðuneytis-
stjóra í innanríkisráðuneytinu, í
vor. Bréfið hefur ekki verið birt
opinberlega áður, en eins og fram
hefur komið hefur ráðuneytis-
stjóri, fyrir hönd ráðherra, óskað
eftir því við réttarfarsnefnd að
athugasemdir lögmannanna verði
teknar til skoðunar. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins fund-
uðu verjendurnir með Ragnhildi
Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og
tveimur skrifstofustjórum í ráðu-
neytinu.
Ragnar Hall hefur áratugalanga
reynslu af lögmannsstörfum og
hefur hin síðari ár meðal annars
verið verjandi Ólafs Ólafssonar,
sem var hluthafi í Kaupþingi. Helgi
Sigurðsson var framkvæmda-
stjóri lögfræðisviðs Kaupþings og
er núna verjandi í Landsbanka-
málinu sem er fyrir dómi. Í bréfi
sínu segja þeir meðal annars að
rannsóknir á meintum umboðs-
svikum séu umfangsmesti þáttur-
inn í starfsemi embættis sérstaks
saksóknara. „Við þær rannsókn-
ir hefur að okkar áliti verið vikið
frá hefðbundnum sjónarmiðum um
skýrleika refsiheimilda, huglæga
afstöðu meints brotamanns um að
afla sér eða öðrum fjárhagslegs
ávinnings og að hann hafi skapað
umbjóðanda sínum verulega fjár-
tjónshættu. Þá virðist engu máli
skipta þótt meintur brotamaður
hafi fengið samþykki eftirá fyrir
tiltekinni ráðstöfun,“ segir í bréfi
þeirra Ragnars og Helga.
Þá segja þeir að sú spurning
hljóti að vakna hvort fjöldi þeirra
umboðssvikamála sem séu til
rannsóknar sé tilkominn vegna
nýrrar túlkunar á umboðssvika-
ákvæðinu og hvort lögskýring-
ar sem út úr því hafi komið séu
í samræmi við það sem viður-
kennt er í þeim löndum sem við
berum okkur saman við. „Þá
hlýtur það að vera áleitin spurn-
ing hvort þessi útvíkkun á gild-
issviði ákvæðisins sé tilkomin
vegna þrýstings um að ákæra
fyrir glæpi vegna hrunsins. Við
teljum að ráðuneytið þurfi að
skoða hvort ástæða sé til þess að
afmarka ákvæðið og leggja frek-
ari áherslu á skilyrði ákvæðisins,“
segir í bréfinu. jonhakon@frettabladid.is
Funduðu í ráðuneyti vegna
meðferðar hrunmálanna
Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar Hall og Helgi Sigurðsson fengu fund með ráðuneytisstjóra í innanríkisráðu-
neytinu vegna málsmeðferðar á sakamálum sem tengjast hruninu. Þeir Ragnar og Helgi telja meðal annars að
í rannsóknum á umboðssvikum sé vikið frá hefðbundnum sjónarmiðum um skýrleika refsiheimilda.
GERÐU ATHUGASEMDIR Verjendur spyrja hvort fjöldi umboðssvikamála sé til-
kominn vegna breytinga á umboðssvikaákvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
RAGNAR
HALL
HELGI
SIGURÐSSON
■ Ákvæði um umboðssvik
Vikið frá hefðbundnum sjónar-
miðum um skýrleika refsiheim-
ilda.
■ Ákvæði um markaðsmisnotkun
Ákært fyrir markaðsmis-
notkun vegna viðskipta sem séu
í samræmi við reglur, áralangar
viðskiptavenjur á markaði sem
allir hafa þekkt og eftirlitsaðilar
ekki gert athugasemdir við.
■ Samskipti lögmanna og verjenda
Innan sömu dómstóla séu dóm-
arar sem gera naumast ráð fyrir
samskiptum verjenda og vitna
og hins vegar dómarar sem telja
ekkert óeðlilegt við slík samskipti.
■ Framsetning dóma
Í sumum dómum sé atvikalýsing
alfarið tekin upp úr greinargerð
ákæruvaldsins. Rök og varnir
ákærðu séu ekki rakin í forsend-
um dóms. Því geti almenningur
ekki kynnt sér röksemdir beggja
aðila.
■ Símhlustanir
Beiðnir ákæruvaldsins um heim-
ildir til símhlustunar séu nær
undantekningarlaust samþykktar
af dómstólum. Setja þurfi skýrari
reglur um framkvæmd hlustana.
■ Húsleitir
Húsleitir hafi verið gerðar vegna
meintra brota mörgum árum eftir
að þau voru framin. Í langflestum
tilvikum hafi verið hægt að ná í
gögn með viðurhlutaminni hætti.
Leitað hafi verið á lögmanns-
stofum.
■ Sönnunarbyrði
Reglum um sönnun og sönnunar-
byrði sem mótast hafi á löngum
tíma hafi verið vikið til hliðar.
EFTIRFARANDI ATHUGASEMDIR GERA LÖGMENNIRNIR Í BRÉFINU
LÖGREGLUMÁL Engar formlegar
yfirheyrslur hafa farið fram yfir
manninum sem grunaður er um
að hafa orðið konu sinni að bana í
Stelkshólum 27. september. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
er meðal annars beðið eftir niður-
stöðum úr krufningu sem og rann-
sókn tæknideildar lögreglunnar.
Búist er við að skýrslutaka yfir
manninum verði öðruhvorumegin
við helgina. Hann neitar enn að
hafa orðið konu sinni að bana og
segir hana hafa svipt sig lífi. - hó
Yfirheyrslur ekki hafnar:
Heldur enn
fram sakleysi
GRUNAÐUR Maðurinn situr í gæsluvarð-
haldi á Litla-Hrauni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FJÖLMIÐLAR 365 miðlar ehf. högnuð-
ust um 746 milljónir árið 2013. Hagn-
aður ársins 2012 var 305 milljónir og
því eykst hagnaður fyrirtækisins
um 441 milljón milli ára.
EBITDA-hagnaður fyrirtækisins
var 1.463 milljónir og nemur sala
Póstmiðstöðvarinnar um þriðjungi
af þeirri upphæð, samkvæmt til-
kynningu frá 365 miðlum.
Hlutabréfaflokkar A og B hjá
365 miðlum voru sameinaðir fyrr
á þessu ári. Nýr hlutabréfaflokk-
ur var gefinn út að nafnverði 445
milljónir og hefur það fé verið
greitt til félagsins. Þessir hlutir eru
allir í eigu Ingibjargar S. Pálma-
dóttur.
365 miðlar hafa einnig keypt hlut
Fjölmiðils ehf. og hluta af bréfum
Ara Edwald, fyrrverandi forstjóra.
Ef Samkeppniseftirlitið heimilar
samruna Tals og 365 miðla munu
hlutafjáreigendur í Tal fá 19,03 pró-
senta hlut í A-flokki hlutabréfa 365
sem mun þá hækka um 354 millj-
ónir króna.
- ih
Hluthafar í Tali munu eignast hlut í 365 miðlum gangi samruni félaganna eftir:
Hagnaður 365 eykst milli ára
SKILUÐU HAGNAÐI Þriðjungur af
EBIDTA-hagnaði 365 var vegna sölu
Póstmiðstöðvarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
BANDARÍKIN Samskiptamiðillinn
Twitter hyggst lögsækja banda-
rísku alríkislögregluna og dóms-
málaráðuneyti Bandaríkjanna.
Twitter vill fá að segja frá beiðn-
um yfirvalda um aðgang að gögn-
um um notendur miðilsins. Twitter
er nú óheimilt að upplýsa um þessi
samskipti.
Twitter telur það stangast á við
ákvæði bandarísku stjórnarskrár-
innar um tjáningarfrelsi.
Málsóknin kemur í kjölfar upp-
ljóstrana Edwards Snowden um
njósnir yfirvalda vestanhafs. - ih
Vilja fá að upplýsa notendur:
Twitter í mál
við yfirvöld