Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 39
Geðhjálp ●FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 5
fannst mér ég ekki eins reið þá. Svo komu
fleiri efni og á endanum var ég í öllum
efnum sem til eru á Íslandi, nema spraut-
um. Ég slapp við þær sem betur fer.“
Einu skiptin sem Sunneva hætti að
drekka og dópa tímabundið var til að fá
að koma heim. „Það er svo margt sem
maður kann ekki að meta nema maður
hafi lifað án þess. Til dæmis að fara í
sturtu, fá að borða og finna þvottaefnis-
lykt.“
Frá febrúar og fram í júní á þessu
ári var Sunneva djúpt sokkin. „Ég var
á svakalegri keyrslu og var meira og
minna vakandi allan sólarhringinn. Ég
var búin að brjóta allar brýr að baki mér.
Mamma var búin að loka á mig, ég var 46
kíló en er 167 cm á hæð, búin að bráka í
mér rifbeinin og það var búið að reyna að
selja upp á mig. Þá var dópið líka hætt að
virka og ég gat ekki flúið hugsanir mínar
þótt ég væri vakandi og dópandi í marga
daga.“
Þegar hér var komið við sögu reyndi
móðir Sunnevu að fá hana heim með lof-
orði um að hún ætti pláss í Hlaðgerðar-
koti. „Það var reyndar ekki alveg rétt en
þau voru búin að ítreka þá beiðni mörg-
um sinnum. Ég var því hjá ömmu og afa
um tíma að bíða eftir plássi en fannst ég
vera að deyja. Ég sagði mömmu að ef
ég kæmist ekki inn strax myndi ég kála
mér.“
Loks fékk hún inni í Hlaðgerðarkoti.
„Ég var ekkert ákveðin í að verða edrú
en þarna inni gerðist eitthvað. Ég fann
minn æðri mátt og fékk andlega vakn-
ingu um að þetta gengi ekki lengur og að
leiðin lægi bara niður á við,“ segir Sunn-
eva og finnst Hlaðgerðarkot besta með-
ferðarstofnun sem hún hefur farið á.
Hún segir lífið í dag ótrúlegt. „Það er
yndislegt. Ég er orðin skýr aftur, að fá
tilfinningar aftur og farin að geta elsk-
að fólk af því ég elska sjálfa mig. Ég get
borið virðingu fyrir fólki af því ég ber
virðingu fyrir mér. Ég get hleypt fólki að
mér og er farin að taka ábyrgð, tek lyfin
mín og veit að ég þarf á þeim að halda,“
segir Sunneva sem mætir á fundi hjá tólf
spora samtökum daglega og sækir kirkju.
Hún segir móður sína í skýjunum yfir
að endurheimta dóttur sína. „Þetta er búin
að vera stöðug barátta hjá henni frá 2009,“
segir hún og finnst gaman hvað allir eru
stoltir af henni. Nú tekur við endurhæfing
þar sem Sunneva fær þjálfun í því að tak-
ast á við sitt nýja líf.
Það er svo margt sem maður kann ekki
að meta nema maður hafi lifað án þess.
Til dæmis að fara í sturtu, fá að borða og
finna þvottaefnislykt.
Á ráðstefnu Geðhjálpar
og Olnbogabarna þann
23. október munu þessar
ungu konur deila reynslu
sinni og koma með sínar
hugmyndir um hvers
konar úrræði henti
best ungmennum með
tvíþættan vanda upp í
25 ára aldur. Frá vinstri:
Glódís Tara Fannarsdóttir,
Sunneva Ýr Sævarsdóttir,
Sara Helena Bjarnadóttir
Blöndal og Súsanna Sif
Jónsdóttir.
MYND/VALLI
Málþing Geðhjálpar og Olnbogabarna um
Börn og ungmenni með tvíþættan vanda
Hvernig kemur heilbrigðis- og velferðaþjónusta til móts við börn og ungmenni með geðrænan- og vímuefnavanda?
Hvað er í veði? Höfum við villst af leið? Hvað gerum við nú?
Gullteigur, Grand Hótel 23. október 2014.
Fundarstjóri Helgi Seljan.
10.00 – 10.15 Inngangsávarp
Lilja Sigurðardóttir, formaður Olnbogabarna.
10.15 – 10.30 Hvernig er ungmennum upp í 25 ára aldur með geðrænan- og vímuefnavanda sinnt í íslensku samfélagi?
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra.
10.30 – 10.45 Mannleg reisn í reikulum heimi
Jón Ásgeir Kalmansson, heimspekingur.
10.45 – 11.00 Samspil geðrænna erfiðleika og vímuefnanotkunar
Kjartan J. Kjartansson, yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH).
11.00 – 11.30 Upplifun mín af tvíþættum vanda, kerfinu. Hvað hjálpaði mér mest við að ná jafnvægi/bata?
Ungmenni.
11.30 – 12.00 Upplifun mín af því að eiga barn með tvíþættan vanda (barnið /kerfið). Hverju þarf að breyta í þjónustu við þennan hóp/foreldra?
Foreldrar.
12.00 – 12.15 Hvernig hjálpar Fjölskylduhús fjölskyldum barna með tvíþættan vanda?
Kristín Snorradóttir, meðferðarráðgjafi hjá Fjölskylduhúsi.
12.15 – 12.45 Hádegishlé - veitingar
12.45 – 13.00 Hvernig er þörfum barna með geðrænan og/eða vímuefnavanda sinnt í úrræðum á vegum Barnaverndarstofu?
Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðarsviðs Barnaverndarstofu.
13.00 – 13.15 Eru sveitarfélögin fær um að sinna þörfum barna/ungmenna með geðrænan og/eða vímuefnavanda?
Sandra Hlíf Ocares lögfræðingur og fyrrverandi formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkurborgar.
13.15 – 13.30 Hvernig sinnir Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) þörfum barna/ungmenna undir 18 ára aldri
með geðrænan og/eða vímuefnavanda?
Vilborg Guðnadóttir deildarstjóri legudeildar og Unnur Heba Steingrímsdóttir þjónustustjóri göngudeildar
Barna- og unglingageðdeildar LSH.
13.30 – 14.00 Hvernig sinnir Landspítalinn ungmennum frá 18 til 25 ára með geðrænan- og vímuefnavanda?
Hjördís Tryggvadóttir, sálfræðingur og teymisstjóri á Teigi, dagdeild fyrir áfengis- og vímuefnameðferð.
Manda Jónsdóttir, aðstoðardeildarstjóri, sérhæfðrar endurhæfingargeðdeildar á Kleppi, og Nanna Briem,
geðlæknir á endurhæfingardeildinni Laugarási.
14.00 – 14.15 Kaffihlé
14.15 – 14.30 Er Vogur í stakk búinn til að sinna ungmennum frá 13 til 25 ára með tvíþættan vanda?
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi.
14.30 – 14.45 Hvaða þjónustu veita fangelsin ungum föngum upp í 25 ára með tvíþættan vanda?
Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni.
14.45 – 15.00 Hvers konar úrræði henta best ungmennum með tvíþættan vanda upp í 25 ára aldur?
Ungmennin sjálf (sjá ofar) kynna hugmyndir sínar að nýjum leiðum.
15.00 – 15.45 Pallborð
Þátttakendur í pallborði: Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, Pétur Broddason, forstöðumaður meðferðarheimilisins
að Laugalandi, Stefán Eiríksson, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Kjartan J. Kjartansson, yfirlæknir fíknigeðdeildar
LSH, Guðrún Marinósdóttir deildarstjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur og Súsanna Sif Jónsdóttir.
15.45 – 16.00 Samantekt – lok
Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar.
Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á málþingið með því að senda tölvupóst með nafni þátttakanda og nafni og kennitölu greiðanda
verkefnisstjori@gedhjalp.is. Aðgangseyrir kr. 1.500, frítt fyrir félaga í Geðhjálp og Olnbogabörnum. Hægt er að skrá sig í Geðhjálp á www.gedhjalp.is.
Hægt er að skrá sig í Olnbogabörn www.olnbogabornin.is.