Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 18
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Seðlabankinn telur skuldaleiðrétt- ingu ríkisstjórnarinnar geta leitt til aukinnar lántöku heimila upp á allt að 47 milljarða króna. Um tveir þriðju af svigrúminu sem skapist við leiðréttinguna verði því mögulega nýttir til frekari lántöku. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem Seðlabankinn hélt í gær til að kynna nýtt hefti skýrslunn- ar Fjármálastöðugleiki. „Það er ákveðinn hópur af ein- staklingum sem mun fara úr því að skulda yfir 80 prósent af virði fasteigna sinna og niður fyrir 80 prósentin sem mun gera það að verkum að þeir geta veðsett aftur upp í fullt rými eigna sinna eða tekið meiri lán. Við búumst því við að allt að tveir þriðju af þeim 72 milljörðum sem fara í leiðrétt- inguna eigi eftir að mynda aukið veðrými og geti því verið endur- skuldsettir,“ segir Sigríður Bene- diktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðla- bankans. Í skýrslu bankans kemur fram að eigna- og skuldastaða íslenskra heimila hefur haldið áfram að batna. Skuldirnar námu í júní síð- astliðnum um 99 prósentum af vergri landsframleiðslu og lækkuðu þá um 4,6 prósentustig milli ára. „Nýjustu tölur benda því til að skuldalækkun heimila sem hófst snemma árs 2009 sé enn í gangi,“ segir í skýrslunni. Sigríður segir það mat bankans að leiðréttingin eigi ekki eftir að lækka verulega hlutfall skulda heimilanna af landsframleiðslu. „Við erum ekki frá því að við séum komin í ákveðið jafnvægi. Skuldastaða íslenskra heimila, sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu, er í raun ekki mikil miðað við önnur lönd sem eru með líf- eyrissjóði og húsnæðiseignir eins og við erum með. Við erum til dæmis með mun minni skuld- setningu en bæði Hollendingar og Danir. Skuldir heimilanna leita í ákveðið jafnvægi og þegar þær eru lækkaðar leita skuldirnar aftur upp í það jafnvægi,“ segir Sigríður. haraldur@frettabladid.is Leiðréttingin fari að mestu í nýjar skuldir Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar gæti að mati Seðlabankans leitt til aukinnar lántöku heimila fyrir allt að 47 milljarða króna. Skuldastaðan heldur áfram að batna og við erum nú með minni skuldsetningu en bæði Danir og Hollendingar. STAÐAN BATNAR Með aðgerðum ríkisstjórnarinnar til lækkunar verðtryggðra íbúðalána á að færa lánin niður um 72 milljarða króna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Skuldir heimilanna leita í ákveðið jafnvægi og þegar þær eru lækkaðar leita skuldirnar aftur upp í það jafnvægi Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika- sviðs Seðlabankans. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði 3,1 pró- sent á þessu ári samanborið við 3,5 prósent í fyrra. Síðan er spáð 3,2 prósenta hagvexti á næsta ári og 2,9 prósenta vexti á árinu 2016. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Íslandsbanka sem var birt í gær. Samhliða þessu muni hagur fyr- irtækja og heimila halda áfram að batna. Hagvöxtur í ár verði byggð- ur á miklum vexti í innlendri eft- irspurn, sem mun jafnframt halda áfram að aukast allhratt á næstu tveimur árum þó að nokkuð dragi úr vextinum. Greining segir að framleiðslu- slakinn sé nú nánast horfinn úr íslensku efnahagslífi. Hagvöxtur næstu tveggja ára verði það mikill samkvæmt spánni að framleiðslu- spenna fari að myndast í hagkerf- inu á tímabilinu. Því muni fylgja aukin verðbólga sem Seðlabank- inn muni bregðast við með hækk- un stýrivaxta. Einnig muni þrótt- mikill hagvöxtur birtast í því að atvinnuleysi minnkar frekar og staða vinnumarkaðarins batnar. „Á næsta ári spáum við að verðbólga aukist nokkuð frá yfir- standandi ári, og enn mun bæta í verðbólgutaktinn árið 2016. Auk- inn gangur í efnahagslífinu mun væntanlega endurspeglast í hrað- ari hækkun launa og áframhald- andi raunhækkun fasteignaverðs. Verðbólgan verður engu að síður í grennd við verðbólgumarkmið Seðlabankans á spátímanum,“ segir í spánni. - jhh Greining Íslandsbanka segir að framleiðsluslakinn sé nánast horfinn úr efnahagslífinu á Íslandi: Reikna með þriggja prósenta hagvexti Á FJÁRMÁLAÞINGI Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar, kynnti þjóð- hagsspá á Hilton Reykjavík Nordica. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Innflutnings- og framleiðslufyr- irtækið ÍSAM ehf. (Íslensk-amer- íska) hefur keypt allt hlutafé í Fastus ehf. Fastus hefur staðið í innflutn- ingi á tækjum og rekstrarvörum fyrir heilbrigðisgeirann og hótel- og veitingamarkaðinn. Í fréttatil- kynningu ÍSAM um kaupin segir að nú sé unnið að gerð áreiðan- leikakönnunar vegna kaupanna og leitað verði samþykkis Sam- keppniseftirlitsins og birgja félagsins. - hg Þarfnast frekara samþykkis: ÍSAM kaupir allt hlutafé Fastus Fyrsti áfangi örþörungaverk- smiðju Algalífs á Ásbrú var form- lega tekinn í notkun í gær. Átta mánuðir eru liðnir frá undirritun fjárfestingarsamnings fyrirtæk- isins og ríkisins. Verksmiðjan verður fullkláruð um mitt ár 2015 en í henni verða ræktaðir örþörungar til útflutn- ings. Áætlaður kostnaður við uppbyggingu fyrirtækisins er um tveir milljarðar króna. Algalíf er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. - hg Verksmiðjan opnuð í gær: Algalíf tekur til starfa á Ásbrú Sala á miðum á tónleika Slash hófst í vikunni. Miðarnir eru í þremur verð- flokkum, 9.990, 13.990 og 38.990 krónur. Tónleikarnir fara fram í Laugar- dalshöllinni þann 6. desember en Slash kemur fram með söngvaranum Myles Kennedy og hljómsveitinni The Conspirators. Guðbjartur Finnbjörnsson, sem stendur að tónleikunum, segir að það séu ekki margir miðar í boði á 38.990 krónur. Það séu einungis VIP-mið- ar. „Það er svona um helmingur þeirra farinn,“ segir hann spurður um málið. Hann segist ekki vilja greina frá því hve margir miðar í heild eru farnir. „En salan gengur ágætlega,“ segir hann. - jhh Miðasala á tónleika Slash hófst núna í vikunni: Dýrustu miðar á nær 40 þúsund SNILLINGUR Gítarleikarinn Slash heldur tónleika hér í desember. NORDICPHOTOS/GETTY Stjórn N1 gerir ekki athugasemd- ir við áframhaldandi störf Mar- grétar Guðmundsdóttur, stjórnar- formanns fyrirtækisins. Í tilkynningu frá N1 segir að fyrirtækið hafi ráðfært sig við Kauphöll Íslands og er þar vísað til reglna fyrir útgefendur fjár- málagerninga. Margrét er ásamt öðrum fyrrverandi stjórnar- mönnum SPRON ákærð fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til fjárfestingafélagsins Exista. - jhh Ákærð fyrir umboðssvik: Margrét mun sitja í stjórn N1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.