Fréttablaðið - 09.10.2014, Qupperneq 44
9. OKTÓBER 2014 FIMMTUDAGUR10 ● Geðhjálp
AKUREYRI
Draupnisgötu 5
462 3002
EGILSSTAÐIR
Þverklettum 1
471 2002
REYKJAVÍK
Skeifunni 5
581 3002
REYKJAVÍK
Skútuvogi 12
581 3022
– fyrir kröfuharða ökumenn
www.dekkjahollin.is
Skoðaðu úrvalið á vefnum okkar:
/dekkjahollin
Verum örugg á veginum
Dekkin skipta
öllu máli!
Þú færð þau í Dekkjahöllinni.
Erla Kristinsdóttir, formaður
samtakanna Gefðu gjöf sem yljar, sér
til þess að allir sem þurfa að dvelja á
geðdeild á aðfangadag fái jólagjöf.
J ólin 2012 las Erla Kristinsdóttir pistil eftir blaðamanninn Erlu Hlynsdóttur sem bar yfirskriftina Jól á Kleppi. Þar
lýsti hún því hvernig er að vera á vakt á að-
fangadagskvöld á Kleppi. Í pistlinum kom
fram að spítalinn hafi á árum áður gefið
sjúklingum litla gjöf en að það hafi verið
lagt af í sparnaðarskyni. Sumir vistmenn
áttu engan að og fengu því engar gjafir.
„Pistillinn hreyfði við mér,“ segir Erla.
„Ég á litla systur sem hefur glímt við þung-
lyndi og dvalið á Kleppi. Mín hugsun var sú
að hún eða einhver annar nákom-
inn gæti verið í þeirri stöðu
að þurfa að dvelja á geðdeild
um jól. Mér fannst skítt að
í okkar ríka samfélagi væri
fólk sem fengi enga jólagjöf
og langaði að leggja mitt af
mörkum til að bæta úr því.“
Erla setti sér í kjölfarið það
áramótaheit að jólin 2013 myndi hún
sjá til þess að allir sem þyrftu að dvelja á
geðdeild á aðfangadag fengju jólagjöf. „Til
að skjalfesta heitið setti ég það á Facebook
og fékk strax mjög góð viðbrögð og lýstu
margir því yfir að þeir vildu hjálpa til.“
Síðastliðið haust fór Erla ásamt fylktu liði
af stað með átakið Gefðu gjöf sem yljar og
var útkoman betri en hún þorði að vona. „Við
gáfumst upp á að telja gjafirnar en þær voru
á bilinu tvö til þrjú hundruð. Langstærstur
hluti gjafanna kom frá einstaklingum en
eitthvað var um gjafir frá fyrir-
tækjum líka. Gjafirnar fóru á
geðdeildir Landspítalans við
Hringbraut, Klepp, inn á fjög-
ur sambýli fyrir geðfatlaða og
athvörf fyrir heimilislausa.
Á suma staði fóru tvær gjaf-
ir og afganginn fórum við með
í Kvennaathvarfið,“ upplýsir Erla.
Hún segir hópinn í raun ekki hafa
gert sér grein fyrir umfanginu fyrr en
undir lokin og áætlaði því bara einn dag
í innpökkun. „Við gerum það ekki aftur,“
segir Erla og hlær. Henni tókst að fá tvo
starfsmenn frá Kleppi til liðs við sig á loka-
metrunum. „Það munaði miklu. Þeir hand-
tíndu í poka fyrir skjólstæðinga sína enda
höfðum við eðlilega ekki upplýsingar um
hverjir lágu inni. Við fengum líka mikið af
prjónadóti sem við gáfumst upp á að pakka
inn enda erfitt að velja á fólk sem þú þekkir
ekki. Þetta fór niður á Klepp þar sem starfs-
fólkið úthlutaði gjöfunum.“
Erla mun halda ótrauð áfram með átak-
ið, en hún stofnaði samtök í kringum átak-
ið í vor. „Þau voru stofnuð 5. maí á afmælis-
degi systur minnar. Við erum fimm í stjórn
og höldum úti síðunni Gefðu gjöf sem yljar
á Facebook, sem við munum keyra upp nú
í tengslum við afmæli Geðhjálpar. Eins er
hægt að senda póst á gefðugjofsemyljar@
gmail.com.
En hvað ættu þeir sem eru aflögufærir
að gefa? „Við mælum með snyrtivörum með
litlum ilmi og afþreyingu eins og bókum,
mynddiskum og geisladiskum. Eins leik-
hús- og tónleikamiðum. Þá koma sængur-
föt, handklæði, fatnaður og fylgihlutir sér
alltaf vel.
Sér til þess að allir fái jólagjöf
Gjafirnar fóru
á geðdeildir
Landspítalans
við Hring-
braut, Klepp,
inn á fjögur
sambýli fyrir
geðfatlaða og
athvörf fyrir
heimilislausa.
Það var pistill blaðakonunnar Erlu Hlynsdóttur, Jól á
Kleppi, sem varð til þess að Erla Kristinsdóttir fór af stað
með átakið. Í pistlinum kom fram að sumir vistmenn á
Kleppi fengju engar jólagjafir. MYND/ERNIR
Linda Dögg Hólm starfar sem
ráðgjafi hjá Geðhjálp og aðstoð-
ar bæði fólk með geðraskanir og
aðstandendur þeirra.
„Þjónusta ráðgjafans nær yfir
nokkur svið. Ég veiti stuðnings-
og matsviðtöl, til að skilgreina
vanda, veita upplýsingar og leið-
beiningar um úrræði og með-
ferð. Ég veiti eftirfylgni bæði
gegnum síma, í viðtölum eða í
tölvupósti og veiti stuðningsvið-
töl fyrir þá sem þess óska. Ég
tek einnig við kvörtunum vegna
þjónustu,“ segir Linda Dögg sem
tók við hlutverki ráðgjafa Geð-
hjálpar í nóvember í fyrra.
„Þetta fór hægt af stað en
hefur aukist jafnt og þétt. Það
sem af er ári hafa borist til mín
yfir fimm hundruð erindi,“ segir
Linda og bendir á að ráðgjöfinni
sé ætlað að vera leiðbeinandi en
hún sé ekki hugsuð sem meðferð.
„Viðtölin hafa verið stærsti
hluti starfsins en að jafnaði
er fólk að koma frá einu upp í
fjögur skipti. Stundum oftar
til dæmis þegar fólk er að bíða
eftir að komast í meðferð,“ segir
Linda Dögg.
Ástæður viðtalanna eru
margs konar. „Oft eru þetta
praktísk mál á borð við það að
sækja um endurhæfingarlíf-
eyri eða fylla út skjöl á netinu.
Stundum þarf fólk bara stuðn-
ing í læknisheimsókn og þá fer
ég með í hana,“ segir Linda og
telur að fólk kunni vel að meta
slíkt.
„Það eru svo margir sem eiga
ekki aðstandendur til að leita til
og mér finnst mjög gefandi að
geta hjálpað.“
MIÐLAR AF EIGIN REYNSLU
Linda Dögg er með BS-gráðu í
sálfræði og hún er einnig fyrr-
verandi notandi geðheilbrigðis-
þjónustunnar. „Ég greindist með
geðhvörf í kringum aldamótin.
Ég þurfti að leggjast inn og fara
á endurhæfingarlífeyri. Ég upp-
lifði hvernig er að vera sjúkling-
ur og það hefur nýst mér ótrú-
lega vel að hafa þá reynslu.“
HVERNIG Á AÐ HAFA SAMBAND?
Viðtöl eru veitt virka daga. Þeir
sem óska eftir slíku viðtali geta
annað hvort hringt í Geðhjálp í
síma 570 1700 frá 9 til 15 á virk-
um dögum eða sent póst á Lindu
Dögg á linda@gedhjalp.is.
„Svo er auðvitað alltaf hægt
að koma við hjá okkur í Borgar-
túni 3 frá níu til þrjú, þó ekki sé
nema til að fá kaffisopa,“ segir
Linda Dögg en öruggast er að
panta tíma.
Linda tekur fram að hún sé
bundin þagnarskyldu líkt og lög
um málefni fatlaðra taki til.
Veitir stuðning og
hjálpar við praktísk mál
Linda Dögg Hólm starfar sem ráðgjafi
hjá Geðhjálp. MYND/VILHELM