Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 64
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 44 Nú er formlega komið haust, eins og allir ættu að hafa tekið eftir, og þá fer hið árlega kvef og kuldahrollur að láta á sér kræla. Fátt hlýjar manni eins mikið og matarmikil og heit súpa. Þessi upp- skrift er tilvalin í kvöldmatinn á köldu haustkvöldi. Hlýleg haustsúpa (fyrir 4) 500 g kjúklingalundir, skornar í bita 1 msk. ólífuolía 1 msk. kókosolía 150 g bankabygg 2–3 hvítlauksrif 3 cm engiferkubbur, rifinn 1,5 l vatn 2 kjúklingakraftskubbar 3 vorlaukar, sneiddir sjávarsalt og nýmalaður pipar Hitið ólífuolíuna og kókosolíuna í potti og steikið kjúklingalundirnar. Takið þær frá og steikið byggið í stutta stund, bætið hvítlauk og engifer saman við og steikið. Hellið vatni smám saman saman við ásamt kjúklingakrafti og látið malla í 30-35 mínútur. Bætið kjúklingnum saman við ásamt vorlauknum og kryddið með salti og pipar. Uppskrift Hlýleg haustsúpa Hermanna- grænt haust Einn heitasti liturinn á tískupöllunum fyrir veturinn var hermanna- grænn. Fallegur litur sem tónar vel við haustlitina úti. „Okkur langaði að gera eitthvað stílhreint og fagurt. Hringar hafa alltaf verið á sama stað á fingr- inum, en við vildum gera hringa sem þú getur staflað út um allt og ráðið sjálf hvar á fingrinum þeir eru,“ segir Kolbrún Ýr Gunnars- dóttir fatahönnuður. Hún og sam- starfskona hennar, Helga Mogen- sen skartgripahönnuður, gerðu saman skartgripalínuna Iidem. Í línunni er að finna hringa úr messing, kopar og gegnheilu silfri. „Hringarnir eru í öllum stærðum, þannig að þú getur raðað þeim á fingurna að vild og haft þá hvar á fingrinum sem er,“ segir Kolbrún. Þær reka saman verslunina Kirsuberjatréð ásamt níu öðrum listamönnum, en hug- myndin að samvinnunni kviknaði þegar þær fóru saman í ferð til Akureyrar. „Við eyddum dágóð- um tíma í bílnum á leiðinni og ræddum um ýmislegt, þá aðal- lega lífið og tilveruna. Helga er heilari og við höfum gaman af því að spjalla um andlega hluti. Þannig að við kynntumst mun betur en áður og urðum nánari,“ segir Kolbrún. „Út frá þessari „andlegu“ ferð kom upp sú hug- mynd að við ættum að vinna saman að einhverju fallegu.“ Hringarnir eru eins og áður sagði úr messing, kopar og gegn- heilu silfri. „Þeir eru fjölbreytt- ir en flestir mjög stílhreinir, en allir mismunandi. Silfurhring- arnir eru bæði til snúnir og flatir. Suma erum við búnar að smíða, eða þannig að þeir eru flatir og þunnir. Það skemmir ekki fyrir að koparinn leiðir orku inn í lík- amann og þess vegna gott að hafa hann með og blanda öllu saman.“ Kolbrún segir að nafnið á hring- unum hafi vafist fyrir þeim. „Við lágum lengi yfir nafninu, en á endanum kom það og við erum mjög ánægðar með það. Hringar sem ná ekki alveg niður á fing- urinn eru kallaðir kjúkuhringar (knucklerings) og Iidem þýðir kjúka á latnesku. Okkur fannst orðið líka fallegt og það passaði vel.“ adda@frettabladid.is Heilari og hönnuður hanna hringa Samstarfskonurnar Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir fatahönnuður og Helga Mogensen skartgripahönnuður höfðu unnið saman lengi áður en þær fór í „andlegt“ ferðalag saman, en það varð innblástur að fallegri skartgripalínu sem þær sköpuðu í sameiningu. ISABEL MARANT ISABEL MARANT BALMAIN BALMAINBALMAIN HÖNNUÐIR IIDEM Helga Mogensen skartgripahönnuður og Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir fatahönnuður. FALLEGAR MYNDIR Kolbrún leitaði lengi áður en hún fann réttu fyrirsætuna fyrir myndirnar. M YN D IR/IN G RID KARIS LÍFIÐ 9. október 2014 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.