Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 32
FÓLK|TÍSKA
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir sem er alltaf kölluð Heiða byrjaði snemma að hanna og sauma eigin föt. Hún á og rekur hönn-
unarfyrirtækið Ísafold og á einnig verslunina
og vinnustofuna Ræmuna á Nýbýlavegi ásamt
vinkonu sinni, Svövu í Evuklæðum. Heiða hannar
og framleiðir alls konar töskur og fylgihluti úr nátt-
úrulegum hráefnum eins og selskinni, ull, refa- og
hreindýraskinni og endurvinnur mikið úr gömlum
leðurfatnaði.
Ertu tískumeðvituð varðandi eigin klæðaburð?
Já, en ég er ekkert alltaf að pæla í því samt. Er
voða praktísk þegar kemur að fatavali.
Hvernig klæðir þú þig hversdags? Ég vel mér
helst þægileg föt úr góðum efnum. Ég er mikil
kjólakerling en er svolítið að detta í buxurnar
núna. Svo fer þetta svolítið eftir því hvað ég er að
fara að gera í vinnunni þann daginn.
Hvernig klæðir þú þig spari? Þá nota ég kjólana
mína og poppa þá upp með flottum sokkabuxum
og kúl hálsmenum eða aukahlutum.
Hvernig lýsir þú stílnum þínum? Afslappaður
með smá rokki í bland.
Hvar kaupir þú fötin þín? Ég er svo heppin að ég
þarf ekki að fara langt til þess, þar sem ég starfa
með svo frábærum fatahönnuði og kaupi flest
mín föt í versluninni okkar, Ræmunni. Ef ég fer til
útlanda þá kaupi ég kannski eina og eina flík og
vanda þá valið og fæ mér eina vandaða í staðinn
fyrir margar ódýrar.
Eyðir þú miklu í föt? Nei, ekki nóg. Þarf eitthvað
að fara að bæta úr því!
Hver er uppáhaldsflíkin þín? Gærukraginn og
nýju grænu skórnir.
Uppáhaldshönnuður? Hin hollenska Cora Kemp-
erman. Svo hef ég alltaf haldið upp á og fylgst með
Vivienne Westwood.
Bestu kaupin? Án efa leðurstígvélin sem ég keypti
fyrir sjö til átta árum og nota enn!
Verstu kaupin? Þau eru nokkur. Óþarfi að vera að
núa mér því um nasir!
Hverju verður bætt við fataskápinn fyrir vetur-
inn? Ég er með nokkrar óskaflíkur. Ein af þeim er
dásamleg, litrík ullarslá frá Evuklæðum í Ræmunni
Hverju ertu helst veik fyrir þegar kemur að
tísku? Eins og flestar konur – skóm.
Hvers konar fylgihluti notarðu? Ég er sjálf fylgi-
hlutahönnuður svo ég á ansi gott úrval. Mest nota
ég þó „Foxý“-hálsmen úr grænlenskum perlum
með kögri og refadúsk. Leðuraxlabönd og kögur-
kraga. Svo er gærukraginn aldrei langt undan.
Áttu þér tískufyrirmynd? Nei, enga sérstaka. Ég
reyni að vera trú sjálfri mér þótt ég sæki auðvitað
innblástur í allar áttir.
Kjóll, pils eða buxur? Já.
Stutt eða sítt? Núna sítt.
Háir hælar eða flatbotna? Hælar spari, annars
flatir.
Hvað er annars helst að frétta? Allt gott! Er núna
á fullu að hanna og framleiða nýjar vörur fyrir jóla-
vertíðina og svo erum við Ræmuskvísur að undir-
búa eins árs afmælið okkar sem við munum halda
upp á þann 23. október með tískusýningu og til-
heyrandi partístandi.
MIKIL KJÓLAKERLING
TÍSKA Heiða klæðist yfirleitt þægilegum fötum úr góðum efnum. Hún notar
kjóla mikið en leðurstígvél sem hún keypti fyrir átta árum eru bestu kaupin.
FULLT AF
FYLGIHLUTUM
Heiða hannar
fylgihluti þannig
að hún á gott úrval
af þeim. Gæru-
kraginn er mikið
notaður.
MYND/STEFÁN
Fylgist með okkur á facebook.com/Parisartizkan
Skipholti 29b • S. 551 0770
Basler er með þýskar vörur í stærðum 36-48. Erum með 5 merki frá tískurisanum
Max Mara má nefna Penny Black, Weekend, Code, Marina Rinaldi og Persona.
Vandaðar og
flottar vetravörur
komnar í glæsilegu
verslun okkar!
Verið velkomin.
TUPPERWARE
LAGERSALA
í Háholti 23, Mosfellsbæ
Frábærar vörur í miklu úrvali
Allt að 60% afsláttur!
Opið alla virka daga í október kl. 13:00-18:00
Mirella ehf – heildverslun
Háholt 23, 270 Mosfellsbær
Sími: 586 8050 / Netfang: mirella@simnet.is
Verð
13.900 kr.
Einn litur: svart
Stærð 34 - 56
Opið virka daga kl.
11–18.
Opið laugardaga k
l. 10–16.Kík
ið
á
m
yn
di
r o
g
ve
rð
á
Fa
ce
bo
ok
Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516
Bæjarlind 6 • S. 554 7030
Við erum á Facebook
Flottir kjólar
kr. 11.900.-
Str: 40-56/58
Litir:svart og fjólublátt