Fréttablaðið - 14.02.2015, Síða 6

Fréttablaðið - 14.02.2015, Síða 6
14. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 ORKUMÁL Líkurnar á því að lagð- ur verði jarðstrengur sem hluti af raflínu frá Akureyri um Eyja- fjörð í átt að Kröflu hafa aukist með úttekt verkefnishóps á vegum Landsnets á lagningu háspennu- strengja á Íslandi. Úttektin bend- ir til að kostnaðartölur við fram- kvæmdina séu innan þeirra kostnaðarmarka sem drög að þingsályktunartillögu um lagn- ingu flutningslína í jörðu miða við. Spurður um niðurstöður sér- fræðingahópsins segir Guð- mundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Lands- nets, að líkurn- ar hafi aukist að því leytinu til að með jarðstreng sé hægt að fara styttri leið en með loftl ínu, sem leysi öryggismálin og ákveðna umhverfislega þætti, fyrir svip- aða upphæð og loftlínu. Þó þarf að leggja annan jarðstreng síðar vegna aukningar á flutningsþörf, en heildarkostnaðurinn af þeirri framkvæmd væri líklega innan ramma þingsályktunarinnar. „Það hlýtur að auka líkurnar á að menn telji þetta skynsamlegt,“ segir Guðmundur sem vill stíga varlega til jarðar. Ástæðan er ekki síst sú að stjórnvöld séu enn að ræða stefnumörkun í jarðstrengjamál- um og enginn viti hver niðurstaðan af því verði. Guðmundur Ingi bendir á að vinna sérfræðingahóps Lands- nets hafi beinst að því að ná niður kostnaði við lagningu jarðstrengja á öllum sviðum. Bæði verðinu á strengjunum sjálfum sem hefur lækkað vegna aðstæðna á markaði, og hins vegar að finna hagkvæm- ustu kosti við jarðstrengjalögn- ina sjálfa og frágang. „Það er ekki síst þar sem við höfum náð góðum árangri,“ segir Guðmundur Ingi. Bæði Akureyrarbær og Eyja- fjarðarsveit hafa til þessa gagn- rýnt áform Landsnets um loftlínu- lögn yfir þetta viðkvæma svæði sem um ræðir. Hafa sveitarfélögin talið hag sínum betur borgið með því að leggja jarðstreng á þeim hluta sem var til athugunar hjá verkefnishópnum, og farið fram á að samráð verði haft um fram- kvæmdina. Áhyggjur af flugör- yggi við Akureyrarflugvöll hafa verið nefndar og umhverfismál við útivistarsvæði í nágrenni bæj- arins, ekki síst Eyjafjarðará og Kjarnaskóg. Landsnet hefur til þessa bent á kostnaðinn sem því fylgir að velja jarðstrengjalausn í stað loftlínu og takmörkunum sem lagarammi setur fyrirtækinu – eða að ætíð sé hagkvæmasti kosturinn valinn. svavar@frettabladid.is Líkur á jarðstreng við Akureyri aukast Úttekt Landsnets á kostnaði við jarðstrengi bendir til að strengir á hárri spennu séu að verða raunhæfur kostur á viðkvæmum svæðum. Stefnumörkun stjórnvalda er einn óvissuþáttur. Gæti þýtt sáttafarveg í deilum Akureyringa og Landsnets. Í skýrslu sérfræðingahópsins er bent á að stofnkostnaður tveggja jarð- strengja með samtals 600 megavoltampera (MVA) flutningsgetu á fyrstu 12 kílómetrum leiðarinnar milli Akureyrar og Kröflu sé um 2,6 milljarðar króna. Stofnkostnaður loftlínu á sömu leið með sömu flutningsgetu er til samanburðar metinn ríflega 1,2 milljarðar. Stofnkostnaður strengs með helmingi minni flutningsgetu er sambærilegur stofnkostnaði við lagningu loftlínunnar sem er til samanburðar en loftlínuleiðin er nokkrum kílómetrum lengri en strengleiðin. „Hagkvæmt gæti því verið að áfanga- skipta jarðstrengsframkvæmdum, þ.e. að leggja annan strenginn fyrst og bíða með þann síðari á meðan forsendur um flutningsþörf leyfa,“ segir í skýrslunni. Loftlína og jarðstrengur nálgast í verði VIÐ EYJAFJÖRÐ Áform um línulögn yfir útivistarsvæði og við flugvöllinn á Akureyri hafa valdið deilum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNNGUÐMUNDUR I. ÁSMUNDSSON Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Frá kr. 107.900 s rð i fe rð fe r ás ki lja r r ér sé t t ét t é eee il ll ii tétré tété ið r iðii aa g a nggnggngnggtinnnnnnnnnnnnnnnntint Verona Hotel Mastino Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi á hotel Mastino. 23. apríl (sumardaginn fyrsta) í 4 nætur með afslætti. 23.-27. apríl Sveitarstjórar í háskólastarfshóp 3 NORÐURLAND Sveitarstjórar Borgarbyggðar og sveitar- félagsins Skagafjarðar hafa verið skipaðir af kjörnum fulltrúum til að sitja í starfshópi menntamála- ráðherra um framtíðarskipan háskóla í Norðvesturkjördæmi. Byggðarráð beggja sveitar- félaga skipuðu sveitarstjóra á síðasta byggðarráðsfundi sínum í vikunni. Hugmyndum ráðherra um hugsanlega sameiningu hefur verið fálega tekið af rektorum skólanna og Bjarni Jónsson, bæjarráðsmaður í Skagafirði, lét á síðasta fundi bóka harða gagn- rýni sína á hugmyndina. Kalkþörungaverk- smiðja til Súðavíkur 2 SÚÐAVÍK Íslenska kalkþörunga-félagið áformar að hefja kalk- þörungavinnslu í Súðavík á næstu misserum. Fyrir rekur fyrirtækið kalkþörungavinnslu á Bíldudal. Ef allar hugmyndir um kalkþörunga- vinnslur verða að veruleika í Ísa- fjarðardjúpi verða þrjár verksmiðjur starfræktar á Vestfjörðum á næstu árum, á Bíldudal, í Bolungarvík og á Súðavík. Verksmiðja er ekki komin í gagnið í Bolungarvík en fjár- festar eru að skoða möguleikann á starfsemi þar. Vinnslur sem þessar gætu þegar fram líða stundir skapað verðmæt störf á svæðinu. Minnka lokað eldgosasvæði 1 HÁLENDIÐ Almannavarn-ir hafa minnkað lokað svæði norðan Vatnajökuls vegna eldgoss í Holuhrauni. Áfram er þó skilgreint hættusvæði þar sem ferða- langar þurfa að fara með ýtrustu varkárni, ætli þeir sér að ferðast á fjöll. Athygli vekur að Jökulsár- gljúfur sunnan Ásbyrgis er enn lokað og umferð aðeins leyfð með sérstakri heimild lögreglu þrátt fyrir að lík- urnar á hamfarahlaupum hafi minnkað gríðarlega síðustu vikur og mánuði. LANDBÚNAÐUR Riðuveiki greindist nýverið á bænum Neðra-Vatnshorni á Norðvesturlandi. Þetta er fyrsta tilfelli hefðbundinnar riðu sem greinist á landinu frá árinu 2010. Riðan greindist í sýnum úr tveim- ur kindum frá bænum en þar er fjöldi fjár hátt í 500. Sýnin voru tekin samkvæmt skimunaráætlun Matvælastofnunar við slátrun síð- astliðið haust. Sýnin voru rannsök- uð á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, að því er fram kemur í frétt Matvælastofnunar. Um er að ræða hefðbundna gerð riðusmitefnisins, sem ekki hefur greinst hér á landi síðan árið 2010. Fram til ársins 2010 greindist riða á nokkrum bæjum á landinu á hverju ári en engin tilfelli hefðbundinnar riðu greindust á árunum 2011, 2012 og 2013. „Riðuveikin er því á undan- haldi en þetta tilfelli sýnir að ekki má sofna á verðinum,“ segir í frétt- inni. Héraðsdýralæknir vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýs- inga og úttektar á búinu til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Því næst fer málið í hefðbundið ferli hvað varðar gerð samnings um niðurskurð. - shá Fyrsta tilfelli sauðfjársjúkdómsins riðuveiki hefur greinst frá því árið 2010: Riðuveiki greinist á einum bæ Í SVEITINNI Riðuveiki þýðir aðeins eitt – niðurskurð á öllu fé á viðkomandi býli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Save the Children á Íslandi LANDIÐ 1 2 3 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C F -D 9 6 4 1 3 C F -D 8 2 8 1 3 C F -D 6 E C 1 3 C F -D 5 B 0 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 1 2 s C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.