Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.02.2015, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 14.02.2015, Qupperneq 42
FÓLK| HÆFILEIKAFÓLK Helga segir að margt ungt fólk sé afar hæfileikaríkt og gaman sé að fylgjast með því koma fram á sjónarsviðið. MYND/ERNIR Helga starfar sem flugfreyja hjá Icelandair og segist aldrei finna fyrir skjálfta í háloftunum. „Ekki nema þessum venjulega þegar vélin lendir í ókyrrð,“ segir hún og hlær. Vegna þess hversu lítið þetta háir henni hefur hún ekki leitað til læknis. „Eflaust er hægt að gefa einhver lyf til að halda þessu í skefjun en ég þarf ekkert á þeim að halda. Í minni fjölskyldu hlæjum við bara að þessu og köllum okkur skjálfta- vaktina.“ LÖG EFTIR FORMÚLU Helga flaug til Evrópu í morgun en hún verður komin heim síðdegis og ætlar að horfa á úr- slitakeppnina í kvöld. „Ég horfi alltaf á undankeppnina. Þetta er frábært skemmtiefni og gaman að fylgjast með nýjum andlitum koma fram á sjónarsviðið. Það eru tvö lög sem ég tel að komist áfram en hef þó ekki myndað mér skoðun á því hvort þeirra vinnur. Vil heldur ekki gefa upp hvaða lög það eru sem standa upp úr. Ég hafði þó rétt fyrir mér varðandi þau lög sem héldu áfram í keppninni bæði kvöldin. Mér finnst allir þátttakendur koma sínu vel til skila en lögin misjafnlega grípandi. Ungt fólk í dag er ófeimið og opið. Það hefur líka gott tækifæri til að koma sér á framfæri, til dæmis á YouTube. En það er mikil samkeppni meðal tónlistarfólks og fáir útvaldir.“ GRÍPANDI MELÓDÍA Þegar Helga er spurð hvort keppnin hafi breyst í áranna rás, játar hún því. „Mér finnst lagahöfundar reyna of mikið að semja lög eftir ákveðinni formúlu. Íslendingar vilja hlusta á íslenska tónlist en þeir vilja líka vinna Eurovision. Íslensk tónlistarhefð er einstök en því miður taka okkar bestu lagahöf- undar ekki þátt í þessari keppni. Þótt Heyr mína bæn sé ítalskt Eurovision-lag er það um leið mjög íslensk melódía. Þess vegna hafa margir haldið að þetta sé íslenskt lag. Það er einfalt, fallegt og grípandi.“ Eurovision-dívurnar fimm sem fluttu Heyr mína bæn voru fyrir utan Helgu, Ingibjörg Stefáns- dóttir, Birgitta Haukdal, Sigrún Eva Ármannsdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir. Lagið heitir á frummálinu Non ho l’età, flutt af Gigliola Cinquetti en það var sigurlag í Eurovision 1964. Ólafur Gaukur gerði íslenskan texta við lagið sem Ellý Vilhjálms flutti ári síðar. AFTUR Í EUROVISION? Dívurnar fengu mjög góð við- brögð við flutningnum og þegar Helga er spurð hvort þær skelli sér ekki bara næst í Eurovison, getur hún ekki varist hlátri. „Jú, hvernig væri það? Finnum gott lag og skellum okkur í keppnina. Það myndi nú vekja athygli ef fimm „stútungskerlingar“ birtust á sviðinu þótt ég vilji nú ekki kalla Birgittu og Ingibjörgu því nafni. En þær eru vissulega hokn- ar af reynslu. Það hefur reyndar ekki hvarflað að mér að taka þátt í þessari keppni aftur en maður skyldi aldrei segja aldrei.“ Þegar blaðamaður hermir það upp á Helgu að nú sé hún búin að viðurkenna að hún myndi ekki skorast undan þátttöku, skellir hún upp úr. „Ja, ég myndi aldrei taka þátt ein en ef upp kæmi eitt- hvað svona skemmtilegt, þá er aldrei að vita.“ ÓGLEYMANLEGT ICY Helga hefur nokkrum sinnum tekið þátt í undankeppninni en aðeins einu sinni farið alla leið. Það var í fyrsta skipti sem Ís- lendingar voru með í Eurovision og sendu Icy-flokkinn til Noregs með Gleðibankann. „Það var ógleymanlegt ævintýri sem mun aldrei gleymast,“ segir hún. „Maður fékk að upplifa heims- frægð í heila viku. Það var mikið keppnisskap í Íslendingum og við ætluðum að vinna. Það kom því þjóðinni í opna skjöldu þegar við höfnuðum í sextánda sæti. Enn í dag sættist þjóðin á úrslit ef við lendum ofar en í sextánda sætinu. Samt eru 29 ár frá því að Gleðibankinn var fluttur. Það var mikið lagt í undirbúning, meðal annars útbúið myndband samkvæmt nýjustu tækni þess tíma sem hefur elst ágætlega. Búningarnir eru í eigu RÚV og að mínu áliti ættu þeir að fara á Poppminjasafnið í Reykjanesbæ. Ég sendi útvarpsstjóra hér með áskorun um það,“ segir Helga. ÉG OG ÞÚ Það er alltaf nóg að gera hjá Helgu. Fyrir jólin söng hún á sjö jólatónleikum. Í næsta mánuði kemur hún fram á afmælistón- leikum Gunnars Þórðarsonar ásamt Jóhanni Helgasyni. Þau mynda dúettinn Þú og ég sem hefur haft nóg að gera við alls kyns tækifæri, árshátíðir, þorra- blót, stórafmæli, brúðkaup og fleira. „Það var Gunnar sem bjó til þennan dúett á sínum tíma. Það var líka hann sem kom mér á kortið, ef svo má segja, hann tók mig í prufu þegar hann var að leita að söngkonu fyrir Þú og ég. Þá var ég að syngja með hljóm- sveitinni Celsíus,“ rifjar Helga upp. „Það kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart hvað yngra fólk þekkir lögin okkar,“ bætir hún við. Helga hefur verið í tónlistar- bransanum í 43 ár þótt hún sé ekki nema 57 ára. Hún viðurkenn- ir að það sé mikil vinna fyrir eldri poppara að halda sér á mark- aðnum svona lengi. „Fólk vill sem betur fer enn hlusta á mig,“ segir hún. „Söngurinn er hluti af mér og mér finnst alltaf gaman að syngja. Ég hef ekki mikið velt fyrir mér kynslóðabili eða æsku- dýrkun. Það fyrir utan eigum við mikið af hæfileikaríku ungu tón- listarfólki og ég fagna því.“ KÆRASTI Í FJARBÚÐ Helga á eitt barnabarn sem er 9 ára og það fær oft að fara með ömmu sinni í golf en það er hennar helsta áhugamál. Kærasti hennar til fjórtán ára, Sigurður Hafsteinsson, er golfkennari og fararstjóri í golfferðum og þau spila oft á Spáni. „Við erum ekki gift, né í sambúð, svo ég kalla hann bara kærastann minn,“ seg- ir Helga. „Stundum er þetta þægi- legt fyrirkomulag en á öðrum tímum sakna ég hans ógurlega.“ En kvíðir þú því að eldast? „Nei, mér hefur alltaf þótt allur aldur hafa sinn sjarma. Það er mikilvægt að sættast við aldur sinn og lifa lífinu lifandi. Ég hef hins vegar miklar áhyggjur af þjónustu við aldraða. Umræðan undanfarið um að aldraðir séu settir á lyf vegna manneklu þekki ég vel frá því faðir minn var á hjúkrunarheimili. Sú reynsla er ömurleg og efni í annað viðtal. Mín upplifun var að hann væri í geymslu til að deyja. Þess vegna tókum við hann heim þar sem hann lést. Ég vona að fólk berji í borðið til að koma í veg fyrir að svona sé komið fram við foreldra okkar,“ segir Helga sem verður heitt í hamsi þegar þessi mál ber á góma. En hún hlakkar til helg- arinnar, enda margt skemmti- legt að gerast í lífi hennar þessa dagana. ■ elin@365.is SÖNGURINN „Söngurinn er hluti af mér og mér finnst alltaf gaman að syngja. Ég hef ekki mikið velt fyrir mér kynslóðabili eða æskudýrkun. Þar fyrir utan eigum við mikið af hæfileikaríku ungu tónlistarfólki og ég fagna því.“ HELGIN Ný sending Ótrúlegt úrval Kjólar verð frá kr 9.900 FERMING 2015 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D 0 -0 F B 4 1 3 D 0 -0 E 7 8 1 3 D 0 -0 D 3 C 1 3 D 0 -0 C 0 0 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 1 1 2 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.