Fréttablaðið - 14.02.2015, Side 84

Fréttablaðið - 14.02.2015, Side 84
14. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 48TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Davíð Ósvaldsson útfararstjóri Óli Pétur Friðþjófsson útfararstjóri 551 3485 • www.udo.is Útfararþjónusta í 20 ár Hinrik Valsson Svanhildur Eiríksdóttir Gísli G. Guðmundsson Vistvænar íslenskar kistur, krossar og duftker Þjónusta allan sólarhringinn Hinrik: Sími 892 0748 / Gísli: Sími 482 4300 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR Ó. GUÐMUNDSDÓTTIR lést miðvikudaginn 11. febrúar á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þóroddur Þórarinsson Guðm. Helgi Þórarinsson María Hlíðberg Óskarsdóttir Kristján Theodórsson Pála María Árnadóttir Soffía Theodórsdóttir Sveinbjörn Sveinbjörnsson Hálfdán Theodórsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA PÉTURSDÓTTIR Kirkjulundi 6, Garðabæ, lést á dvalarheimilinu Ísafold laugardaginn 31. janúar. Útför hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hennar. Elísabet Einarsdóttir Róbert G. Einarsson Steinunn Gunnarsdóttir Erna Einarsdóttir Edda J. Einarsdóttir Jan Hansen Pétur A. Einarsson Vala Björg Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. GUNNAR SIGURÐSSON Dvergabakka 12, áður bóndi á Ljótsstöðum 1, Vopnafirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk 9. febrúar. Útför fer fram frá Langholtskirkju 20 febrúar kl. 13. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Blindrafélag Íslands eða hjúkrunarheimilið Mörk. Aðstandendur Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Útfararþjónusta síðan 1996 Okkar ástkæra JÓNÍNA RAGNARSDÓTTIR Ráðagerði, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu þann 10. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 17. febrúar og hefst athöfnin kl. 13.00. Finnur Jónsson Grétar Elías Finnsson Hildur Elín Geirsdóttir Freyja Finnsdóttir Henrik Andersen Arnar, Sara Natalía, Stefán Breki, Finnur Kári, Balder og August Jón. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, JÓNS ÞÓRS JÓNSSONAR Álfhólsvegi 32. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans og Karitasar hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu. Guðmundur Ingi Guðnason Þórir E. Jónsson Marianne B. Jonsson Hörður Jónsson Oddfríðarson Guðrún Björk Birgisdóttir Margrét Ásta Jónsdóttir Sigurður Finnur Kristjánsson Jón Benjamín Jónsson Andrea Þ. Guðnadóttir barnabörn og systkini hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR BRÍETAR TORFADÓTTUR Krókamýri 78, Garðabæ, sem lést 26. desember. Sérstakar þakkir fær Sóley Ingadóttir hjúkrunarfræðingur og starfsfólks Dynjanda á Ísafold fyrir umhyggju og hlýhug í hennar garð. Andrés Ingi Magnússon Torfi Helgi Leifsson Margrét Sigurðardóttir Magnús Andrésson Rósa Þórarinsdóttir Andrés Andrésson Elfa Sif Jónsdóttir Margrét Sif Andrésdóttir Einar Þór Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. „Mér hefur alltaf verið heldur vel við afmælisdaga,“ segir rithöfund- urinn Jóhanna Kristjónsdóttir sem í dag fagnar 75 ára afmæli sínu. Auk þess að fagna sínu eigin afmæli þá á Fatímusjóðurinn sem Jóhanna stofnaði árið 2005, líka tíu ára afmæli í dag. Sjóðinn stofnaði hún til þess að styðja börn í Jemen til náms en síðan hefur sjóðurinn komið að margvíslegum mannúðarverk- efnum í Miðausturlöndum og Afríku. Nafn sjóðsins kemur frá unglings- stúlkunni Fatimu sem Jóhanna kynntist í Jemen þegar hún vann að bók sinni Arabíukonur. Fatíma var þá 14 ára og hafði hætt í skóla vegna þess ekki voru til peningar til þess að halda úti skóla í þorpinu sem hún bjó í og hún þurfti einnig að taka við lítilli búð sem systir hennar hafði rekið. Sjóðinn stofnaði Jóhanna á 65 ára afmælisdaginn. „Tilefnið var að ég hafði fengið verðlaun Hagþenkis. Þau voru ekkert rosalega há en ég ákvað að nota helminginn af þeim peningum til þess að stofna sjóð vegna menntunar stúlkna í Jemen.“ Upphæðin sem hún lagði inn í sjóð- inn í byrjun var 325 þúsund. Síðan þá hefur sjóðurinn staðið fyrir fjöl- mörgum viðburðum og styrkt hundr- uð barna til náms í Jemen auk þess að greiða laun kennara og leggja fram fé til að kaupa tæki og búnað til skólastarfs. Sjóðurinn hefur einnig styrkt fullorðinsfræðslu og sauma- námskeið fyrir konur í Jemen. Síðan 2011 hefur óöld ríkt í Jemen 2011 og skólahald að mestu legið niðri. Fatimusjóðurinn beindi því kröftum sínum að fleiri verkefnum í þágu barna og kvenna í samvinnu við UNICEF, Rauða krossinn og Hjálp- arstarf kirkjunnar. Jóhanna ætlar að afþakka allar afmælisgjafir en biður þá sem vilja gefa henni gjöf að styrkja fremur sjóðinn. „Ég vil ekki fá svo mikið sem eitt blóm. En ef fólk vill gefa mér andvirði nokkurra blóma, kon- fektmola eða einhvers slíks þá lang- ar mig að biðja fólk frekar að leggja þá upphæð inn á reikninginn. Öll framlög skipta máli hversu stór eða smá þau eru.“ Jóhanna hefur verið á spítala und- anfarna daga en lætur það ekki aftra sér frá því að skipuleggja söfnunar- átak í þágu sýrlenskra flóttabarna í samvinnu við Unicef. „Nú er ég að hugsa um að við þurfum endilega að koma á fót einum skóla eða svo í flóttamannabúðum Jórdaníu fyrir sýrlenska flóttakrakka.“ Fyrir þá sem vilja leggja Fatimu- sjóðnum lið þá er reikningsnúm- erið: 0512-04-250461 og kennitala: 680808-0580. Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á Facebook-síðu hans. viktoria@frettabladid.is Afþakkar allar gjafi r Jóhanna Kristjónsdóttir fagnar í dag 75 ára afmæli sínu og 10 ára afmæli Fatimusjóðsins. Hún afþakkar allar afmælisgjafi r en biður fólk frekar að styrkja sjóðinn sem hyggst koma á fót skóla fyrir sýrlensk fl óttabörn í samvinnu við Unicef. TVÖFALT AFMÆLI Jóhanna deilir afmælisdeginum með Fatimusjóðnum sem hún stofnaði á 65 ára afmælisd- aginn sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nú er ég að hugsa um að við þurfum endilega að koma á fót einum skóla eða svo í flóttamannabúðum Jórdaníu fyrir sýrlenska flóttakrakka.“ 13 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 C F -C F 8 4 1 3 C F -C E 4 8 1 3 C F -C D 0 C 1 3 C F -C B D 0 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 1 1 2 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.