Fréttablaðið - 14.02.2015, Side 92

Fréttablaðið - 14.02.2015, Side 92
14. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 56 Í dag er frumsýnt í Þjóðleikhús- inu barnaleikritið Kuggur eftir Sigrúnu Eldjárn, myndlistar- konu og rithöfund. Sigrún hefur verið að skrifa og myndskreyta barnabækur lengi eða allt frá því að fyrsta bók hennar, Allt í plati, kom út árið 1980. Síðan þá hefur Sigrún skrifað og myndskreytt á fimmta tug barnabóka og er hún því kynslóðum barna og foreldra að góðu kunn. Hér er hins vegar á ferðinni fyrsta leikrit Sigrúnar sem er orðin spennt fyrir frum- sýningu dagsins. „Þetta er óneitanlega rosalega spennandi en það er frábært fólk í öllum stöðum, leikarar, leik- stjóri, hönnuðir og hreinlega hvar sem er á litið þannig að ég er óskaplega glöð með þetta og veit að þetta er allt saman í góðum höndum.“ Sem höfundur hefur Sigrún alla tíð fengist við að skrifa og myndskreyta barnabækur en eins og hún segir sjálf þá er þessi nálgun eflaust afleiðing þess að rætur hennar liggja í myndlist- inni. „Ég var búin að vera að mynd- skreyta bækur í talsverðan tíma þegar ég ákvað að prófa að skrifa líka. Ég er einhvern veginn allt- af að vinna með þetta samspil mynda og texta. Myndirnar eru svo stór þáttur í því sem ég geri að barnabækurnar urðu sjálf- krafa að mínu formi. Það væri þó gaman að skrifa einhvern tíma myndskreytta bók fyrir fullorðna en það er þó ekkert endilega á döfinni.“ Sigrún leggur mikla áherslu á hversu mikilvægt starf það sé að skrifa fyrir börn. „Þetta er starf sem skiptir máli. Það skiptir máli að börn lesi og það er hlutverk barna- bókanna að ala upp komandi kynslóðir lesenda vegna þess að lestur er mikilvægur. Ég hef hins vegar aldrei leitast við að hafa boðskap í mínum verkum, forð- ast það eiginlega frekar en hitt, því ég er ekkert fyrir predikan- ir. Ef það er boðskapur í viðkom- andi verki þá er það eitthvað sem gerist bara vegna þess að ég er meira fyrir sögur, ævintýri og gleði. Það er það sem ég vil miðla í mínum verkum. Ég er líka svo mikið barn í mér og hef eflaust aldrei vaxið alveg upp úr því.“ - mg Myndirnar eru svo stór þáttur í því sem ég geri að barnabækurnar urðu sjálfkrafa að mínu formi. Meira fyrir ævintýri en predikanir Þjóðleikhúsið frumsýnir um helgina nýtt leikrit eft ir Sigrúnu Eldjárn sem sameinar myndlistina og ritstörfi n í barnabókum sínum. MIKILVÆGT STARF Það er hlutverk barnabókanna að ala upp kynslóðir lesenda segir Sigrún Eldjárn, barnabókahöfundur og nú leikskáld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tónleikar hópsins Camerarctica í Norræna húsinu á morgun klukk- an 15.15 hefjast á Trio Pathétique eftir rússneska tónskáldið Mikhael Glinka sem var uppi á fyrri hluta nítjándu aldar og er oft nefndur faðir rússneskrar tónlistar. Því næst er hressilegt Tríó eftir Nino Rota sem er hvað þekktastur fyrir kvikmyndatónlist sína, meðal ann- ars úr Guðföðurnum, og tónleikun- um lýkur með hinu þekkta Gassen- hauer-tríói op. 11 eftir Beethoven. - gun Ljóðrænt og litríkt Camerarctica leikur í Norræna húsinu á morgun. CAMERARCTICA Tónleikar hópsins taka um klukkutíma. Í dag kl. 14 verður efnt til mál- þings um gildi líffæragjafa í tengslum við sýningu Siggu Heim- is hönnuðar og Ella Egilssonar myndlistarmanns sem nú sýna glerlistaverk og teikningar af líf- færum í húsakynnum Hannesar- holts. Á meðal þátttakenda verða bæði líffæraþegar og líffæragjaf- ar og einnig Steinunn Rósa Einars- dóttir, móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar, sem lést í janúar á síðasta ári og varð líffæragjafi daginn eftir. Sigga Heimis hönnuður er á bak við málþingið og hún legg- ur áherslu á að þetta verði opið og óformlegt. „Við erum fyrst og fremst að fara að koma saman og ræða þessi mál enda brenna þau á mörgum og það eru allar skoðan- ir velkomnar. Frændi minn, Sindri Sindrason sjónvarpsmaður, ætlar að koma og stjórna umræðunum og það verða í raun engin fram- söguerindi. Ég byrjaði sjálf að hugsa um þessi mál út frá glerlistinni en 2007 var haft samband við mig frá Corning Museum of Glass sem er stærsta glerlistasafn í heimi. Þau voru að falast eftir hugmyndum að verkum frá mér og þá æxlaðist það þannig að ég fór að hugsa um líkindin á milli glers og líffæra. Bæði búa yfir þessum eiginleik- um að geta verið í senn gríðarlega sterk og ákaflega viðkvæm, allt eftir því hvernig með þau er farið og þau eru meðhöndluð. Ég byrjaði að prófa mig áfram og í framhald- inu hef ég kynnt mér þetta mikil- væga málefni sem líffæragjafir eru og viljað vekja athygli á því sem víðast. Ég sýndi þessi verk í Stokkhólmi fyrir um ári og þeir gáfu mér í rauninni öll verkin með þeim for- merkjum að ég má ekki selja þau áfram. Þau fá því öll að fylgjast að í heild og það gleður mig. Mig langaði til þess að sýna þessi verk hérna heima og vissi af Ella og því sem hann er að gera. Það eru afskaplega fallegar mynd- ir og hann alveg yndislegur. Í framhaldinu hafði ég samband við Hannesarholt og þau hafa opnað dyr sínar fyrir okkur endurgjalds- laust þar sem við sýnum bæði og höldum málþingið í dag á sjálfan Valentínusardaginn. Okkur finnst fara afskaplega vel á því að vera með þetta í dag á þessum degi málefna hjartans – þessa sterka en viðkvæma líffæris. Að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir.“ magnus@frettabladid.is Sýnir hjarta úr gleri og fl eiri líff æri á degi elskenda Sigga Heimis hönnuður og Elli Egilsson sýna líff æralist og halda málþing um líff æragjafi r í Hannesarholti í dag kl. 14. VIÐKVÆMNI OG STYRKUR Sigga Heimis hönnuður segir margt líkt með líffærum og glerverkum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ KUGGUR OG FÉLAGAR Ragnheiður Steindórs dóttir, Gunn ar Hrafn Kristjánsson og Edda Arnljóts dóttir fara með hlutverkin í fyrsta barnaleikriti Sigrúnar Eldjárn. Við erum fyrst og fremst að fara að koma saman og ræða þessi mál enda brenna þau á mörgum og það eru allar skoðanir velkomnar. 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 C F -D E 5 4 1 3 C F -D D 1 8 1 3 C F -D B D C 1 3 C F -D A A 0 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 1 1 2 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.