Fréttablaðið - 14.02.2015, Side 102

Fréttablaðið - 14.02.2015, Side 102
14. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 66 www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ PI PA R\ A R\ PIPI TB W A • A W A BWBTBT • S ÍA • ÍA 1 43 14 43 14 1 111 Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. SPORT SUND Hafnfirðingurinn Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er á sínu öðru ári í Arizona State-háskólanum og finnur sig ekki bara vel í skólan- um og hitanum í Arizona heldur er hún einnig farin að bæta sig mikið í lauginni. Um síðustu helgi synti hún sig inn á úrslitamót NCAA við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna en til þess þurfti hún að bæta sinn besta tíma um hálfa sekúndu. Ingibjörg Kristín tryggði sér sætið með því að synda 100 jarda baksund á 52,96 sekúndum á „dual“-móti en þar keppa tveir skól- ar sem keppa hvor á móti öðrum þar sem sundfólkið safnar stigum. „Á þessu dual-móti vorum við að keppa við hinn skólann hérna í Ari- zona og það er alltaf mikill rígur á milli okkar svo það var ákveð- in pressa að standa sig vel,“ segir Ingibjörg. „Ég byrjaði á því að synda 50 jarda baksund og vann það og var aðeins 10/100 frá mínum allra besta tíma. Eftir 50 jarda baksundið tal- aði ég við þjálfarana mína og yfir- þjálfarinn spurði mig hvort ég gæti byrjað svona hratt í 100 og ég sagði bara já ég skal gera það. Ég man lítið eftir sundinu sjálfu en ég man að eftir fyrsta 50 var ég orðin langt á undan svo ég vissi að ég var að fara hratt en ekki hversu hratt,“ segir Ingibjörg. Sá ekki tímann fyrir sólinni „Þegar ég snerti bakkann þá urðu þvílík fagnaðarlæti en tímataflan er fyrir aftan okkur og út af sólinni þá sá ég ekki tímann og þurfti að synda aðeins út í laugina til að sjá. Þegar ég sá tímann þá fékk ég smá sjokk, ég bjóst alls ekki við þessu og vissi eiginlega ekki hvernig ég átti að haga mér. Þetta var bæting á mínum besta tíma um hálfa sekúndu og ég á eftir að hvíla fyrir stærsta mótið. Ég var einnig búin að tala við þjálf- arana um hvað ég þyrfti að synda hratt til að komast inn á NCAA og við vorum sammála um að til að vera örugg þyrfti ég að fara undir 53.00 en í fyrra þurfti 53.20 til að komast inn. Ég fór á 52.96 svo ég ætti að vera örugg inn á mótið en fyrst mun ég keppa á Pac 12 sem er deildarmeistaramótið, svo tveimur vikum eftir það fer ég á NCAA,“ segir Ingibjörg sem er búin að gera betur en í fyrra. „Í fyrra náði ég ekki inn á NCAA, ég missti af því með 25/100, svo ég var ákveðin eftir það að ég myndi fara á næsta ári sem er að verða að veruleika. Það er stelpa hérna í liðinu sem náði heldur ekki inn á í fyrra með aðeins 21/100 svo við höfum verið að minna hvor aðra á hvað markmiðið okkar er dagsdag- lega ásamt því að við lyftum saman sem er mjög góð hvatning af því við höfum sama markmið,“ segir Ingi- björg. Allar sundgreinarnar mælast í jördum en ekki metrum. „Það var erfitt að venjast jördunum, í fyrra þegar ég kom vissi ég ekki hvað tímarnir mínir þýddu. Ég æfði alltaf í 50 metra laug heima en 25 jardar eru um 22 metrar svo þetta er skrítið. Núna er þetta orðið miklu betra, ég er miklu meðvitaðri um allt, sem hjálpar mjög mikið,“ segir Ingibjörg. Á hækjum í tvær vikur Tímabilið byrjaði þó ekki vel hjá henni. „Í október rann ég á start- blokkinni á æfingu og þurfti að vera á hækjum í tvær vikur og mátti ekki synda neitt. Ég var frá sundi í þrjár vikur en það fékk mig til að hugsa mikið um hvað ég elsk- aði sund mikið og hvað ég vildi gera í sundinu,“ rifjar Ingibjörg upp. „Ég fékk að fara á handahjól og lyfta sitjandi og svo fékk ég að fara ofan í sundlaugina með fótinn allan teipaðan en gat ekkert synt. Eftir að ég gat byrjað að synda var eins og ég væri ný manneskja,“ segir hún. „Við kepptum meðal annars á móti Kaliforníu sem er eitt besta liðið í Bandaríkjunum og þar keppti ég á móti Missy Franklin sem er margfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari. Ég keppti á móti henni í 50 jarda baksundi og vann hana sem var mjög skemmtileg reynsla,“ segir Ingibjörg en Missy Franklin, sem er kölluð eldflaugin (e. Missy the missile), er nífaldur heimsmeistari og fjórfaldur Ólymp- íumeistari. Hún er óumdeild sem besta baksundkona heims. „Ég hef tekið hausinn á mér algerlega í gegn og þjálfa hann alveg eins og ég þjálfa líkamann sem skiptir greinilega miklu máli. Að fá að keppa á NCAA þýðir það að ég fæ að keppa á móti bestu sundmönnum í heiminum, þetta er rosalega sterkt og gott mót og það mun gefa mér mikla reynslu sem ég get nýtt mér á heimsmeistara- mótinu í sumar,“ segir Ingibjörg sem kann vel við sig í Arizona. Eins og að lifa í draumi „Að vera í skóla í Arizona er eins og að lifa í draumi. Ég get samein- að háskóla og sund sem væri mjög erfitt að gera á Íslandi. Aðstaðan hérna er til fyrirmyndar, ég er með fjóra sundþjálfara og einn þrek- þjálfara. Útisundlaug og veðrið er alltaf gott. Í þessari viku er spáð 28 stiga hita og sól og hitinn fer hækk- andi. Það er ekki annað en hægt að vera glöð þegar ég mæti á æfingu, það er sól úti, 40 aðrir sundmenn tilbúnir að synda hratt og allir að keppa hver við annan,“ segir Ingi- björg. ooj@frettabladid.is Fljótari en bandaríska eldfl augin Sundtímabilið byrjaði ekki alltof vel hjá Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur í Arizona í Bandaríkjunum en það lítur út fyrir að það ætli að enda miklu betur. Vann sund á móti Ólympíumeistaranum Missy Franklin í vetur og er komin inn á úrslitamót NCAA í mars. BÆTIR SIG Í SÓLINNI Í ARIZONA Ingibjörg Kristín Jónsdóttir stendur sig mjög vel með sundliði Arizona State-háskólans og er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt í úrslitamóti bandaríska háskólasundsins í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Stefán Gíslason, leik- maður Breiðabliks og fyrrverandi landsliðsmaður, hefur ákveðið að hætta knattspyrnuiðkun eftir langa baráttu við meiðsli. Stefán, sem lék sem atvinnumaður með sjö félögum í fimm löndum, er 34 ára gamall og lék á sínum tíma 32 A-landsleiki yfir sjö ára tímabil. „Síðasta árið eða svo hef ég í raun verið stanslaust meiddur,“ sagði Stefán í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Ég hef getað spilað með en aldrei verið 100 prósent heill. Ég gat til að mynda lítið æft síðasta sumar.“ Stefán hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa og aftan í læri og segir líklegt að þau eigi sér upptök í mjöðm eða baki. „Það er búið að skoða þetta í langan tíma og reyna ýmislegt. Ég hef lagt á mig mikla vinnu síðan í nóvember til að ná mér góðum en líkaminn segir bara stopp. Það er erfitt að ham- ast í þessu, ekki síst andlega, en ég hef verið lengi í þessu og nota líkamann mikið. Þetta er leiðinlegt og maður hefði viljað enda ferilinn öðruvísi en síðasta tímabil fór [hjá Breiðabliki],“ sagði Stefán en Blik- ar enduðu í sjöunda sæti Pepsi- deilar karla í haust. Hann segir það furðulega til- hugsun að knattspyrnuferlinum sé lokið en Stefán mun nú snúa sér að þjálfun. „Ég hef verið að melta þetta síðan í síðustu viku og til- finningin er vissulega skrítin. En ég er ánægður með minn feril. Ég hef yfirleitt spilað mikið hjá þeim félögum sem ég hef verið hjá og spilað með mörgum liðum í mörgum löndun,“ segir Stefán sem mun áfram starfa sem þjálfari hjá Breiðabliki. „Ég hef verið að taka gráð- urnar hjá KSÍ og hef starfað í 2. flokki með þeim Palla [Páli Ein- arssyni] og Dean [Martin]. Ég er afar áhugasamur og hef metnað til að klára að mennta mig í þjálfara- fræðunum.“ - esá Hefði kosið annan endi á ferlinum Stefán Gíslason hættur vegna þrálátra meiðsla. Í LANDSLEIK Stefán Gíslason í land- sleik gegn Hollandi árið 2008. Hann lék 32 landsleiki á ferlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 C F -D 9 6 4 1 3 C F -D 8 2 8 1 3 C F -D 6 E C 1 3 C F -D 5 B 0 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 1 2 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.