Skessuhorn


Skessuhorn - 02.06.2010, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 02.06.2010, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ „ Þetta var fimm tug asta og fjórða ver tíð in mín. Ég hef ekki misst úr ver tíð í all an þenn an tíma . Ég byrj­ að á grá sleppu 13 ára árið 1957,“ seg ir Jó hann es Ey leifs son trillu karl á Akra nesi og út gerð ar mað ur Leifa AK­2, eða Hanni á Lög bergi, eins og hann er jafn an kall að ur. Lík lega er Jó hann es með mesta reynslu allra grá sleppukarla sem nú róa af Skag an um. Hann seg ir ver tíð ina núna senni lega þá bestu sem ver­ ið hafi á Akra nesi. „Ann ars var góð ver tíð fyr ir 10 árum og lík lega hef­ ur ver ið á líka mik ið af grá sleppu þá þótt minna hafi kom ið að landi. Það voru færri bát ar á þessu og menn voru með miklu færri net.“ Sótt um bát inn í rosa veðri Jó hann es á ekki langt að sækja sjó mann seðlið því hann er son­ ur Ey leifs heit ins Ís aks son ar, mik­ ils sjó sókn ara af Skag an um, sem þekkt ast ur var fyr ir að finna fiski­ mið stutt und an Akra nesi sem varð til þess að Ak ur nes ing ar hættu að gera út báta sína frá Sand gerði á vetr ar ver tíð um eins og ver ið hafði fram að því. Hanni ólst upp á Lög­ bergi við Mána braut ina þannig að stutt var í sjó inn og á bryggjuna. „Ég var lít ið á sjó með pabba, að­ eins sem krakki á grá sleppu. Ég var alltaf svo sjó veik ur. Hann sagði karl inn að ég yrði aldrei sjó mað ur. Svo vor um við seinna sam an á báti sem við keypt um 1963 og öðr um sem ég keypti 1972. Það gerði rosa­ veð ur þeg ar við vor um í Reykja vík að ná í þenn an bát árið 1963. Þá lentu stór ir bát ar í vand ræð um og síld ar bát ur inn Súl an EA fórst við Reykja nes ið. Við fór um suð ur með Akra borg inni og Elli Guð munds á Ferj unni ætl aði svo að draga bát inn upp á Skaga því við kunn um ekk ert á vél ina og treyst um okk ur ekki til að sigla hon um heim. Þeg ar við vor­ um á leið inni suð ur seg ir pabbi að við þyrft um að flýta okk ur að þessu því hann ætti eft ir að rjúka upp í kvöld, hann var svo veð ur glögg ur karl inn. Þeg ar ég var svo á leið inni með bát inn yfir höfn ina í Reykja vík frá Örfiris ey og yfir að kolakran an­ um rauk veðr ið upp eins og hendi væri veif að, al gjört mann skaða veð­ ur. Við fór um nú samt með bát inn upp eft ir aft an í Ferj unni. Elli fór með landi upp að Kjal ar nest öng um og skaust svo yfir Hval fjörð inn. Það sást ekki í bát inn alla leið ina og við héld um að hann væri kom inn nið ur fyr ir löngu. Þetta hafð ist þó.“ Fór ör ugg lega yfir um Jó hann es rifj ar upp þeg ar hann datt í sjó inn fram af bryggj unni, að­ eins 9 ára gam all. „Ég fór á bólakaf og mér var far ið að líða vel, ég man ekk ert eft ir mér þarna fyrst fyrr en ég var far inn að hlæja og að reyna að ná til ufsanna. Mér leið orð ið vel þarna í sjón um hjá smáufsa torf­ unni og lík lega hef ég nán ast ver­ ið kom inn yfir um þeg ar pabbi náði að veiða mig upp aft an við bát inn al veg við skrúf una og bar mig heim. Þeg ar þetta gerð ist var ég það vit­ laus að ég ætl aði að vega mig upp á bryggj una með því að krækja sting í hana en bryggj an var sleip og sting­ ur inn rann því fram af og ég með í sjó inn.“ Jó hann es seg ir þetta hafa orð ið til þess að hann varð vatns­ hrædd ur og þorði aldrei í sund. „ Jonni heit inn Berg þórs narraði mig svo með í sund þeg ar ég var tólf ára og ég var alltaf í laug inni eft ir það. Fór tvisvar á dag og tók sund próf ið upp úr tólf ára bekk. Náði þá fín ni ein kunn 8,9 og var ann ar hæst ur í skól an um.“ Alltaf á sjón um í frí tím um Hanni seg ir alla leiki hafa ver ið við sjó inn þeg ar hann var að al ast upp og þrátt fyr ir að sjó mennsk an yrði ekki hans að al starf fyrr en árið 1987 þá var hann alltaf að hluta til á sjó. „Ég var að vinna í Sem ents­ verk smiðj unni og síð an var ég alltaf eitt hvað á bátn um á kvöld in, um helg ar og í öðr um frí tím um. Mest þó með an á grá sleppu ver tíð stóð en líka tals vert mik ið með lúðu­ lóð. Pabbi var með mér í því með an hann lifði og kenndi mér á mið in,“ seg ir Hanni en hann þekk ir mik ið af þeim land mið um sem sjó menn af Skag an um not uðu áður fyrr. Jó hann es hætti svo í Sem ents­ verk smiðj unni 1987 og fór þá al veg í sjó mennsk una með nýj an plast bát Leifa AK­2, sem hann ger ir enn þá út en tals vert breytt an með al ann­ ars er búið að lengja bát inn. Bát inn lét Jó hann es smíða fyr ir sig í Hafn­ ar firði. „Ég var á öll um veiði skap, sem hægt var að stunda á svona báti; fær um, línu, lúðu lóð, þorska­ net um og ekki síst grá slepp unni. Einna minnst hef ég þó ver ið á fær­ un um.“ Lúð urn ar eru marg ar og stór­ ar sem hann hef ur inn byrt en sú stærsta var 300 punda lúða sem Jó hann es og pabbi hans drógu. „ Pabbi fékk einu sinni rosalúðu. Það var eng in smá skepna. Hún var 462 pund og hann kom henni ekki um borð í bát inn. Hann varð að slefa henni í land. Það komu fleiri manns ofan úr Heima skaga hús inu til að toga í spott ann þeg ar hann kom með hana að landi en pabbi var líka að vinna í Heima skaga þá.“ Ekki þorska net í sjó á há ver tíð Jó hann es seg ist aldrei hafa haft neinn kvóta að ráði því hann hafi vant að við mið un þeg ar kvót inn var sett ur á um það leyti sem hann byrj­ aði út gerð af al vöru. „ Þetta voru örfá tonn. Ég hef ver ið að leigja kvóta að und an förnu en það hef ur ver ið gott verð fyr ir fisk inn þannig að þetta hef ur bjarg ast. Núna er ég með eitt ýsutonn og eitt þorsktonn. Ég gerði ekk ert út á ýsu í fyrra, það hækk aði svo mik ið leigu verð ið á henni.“ Hanni seg ir vel hafa fiskast að und an förnu. „Það er nóg af fiski í sjón um og þetta eru ekki nema 2­3 bát ar hérna á Skag an um sem eru með þorska net. Lík lega hef ur það aldrei gerst áður að eng inn bát­ ur væri með þorska net í sjó héð an á há vetr ar ver tíð í apr íl eins og var núna. Ég skil ekki af hverju ekki er bætt við kvót ann, það er full ur sjór af fiski. Það er ekki nokk ur stjórn á þessu hel víti. Þetta er al veg fer­ legt.“ Jó hann es seg ist hafa alist upp við smá báta sjó mennsku í fjöl skyld­ unni og ekki bara hjá pabba sín um. „Þeir voru nátt úru lega trillukarl­ ar eldri bræð ur mín ir, Guð mund­ ur og Ár sæll. Mað ur fylgd ist með þeim. Svo var mað ur að snigl ast á verk stæð inu hjá Inga á Mel, báta­ smið, þeg ar hann var á Mána braut­ inni. Hann smíð aði nú flest ar trill­ urn ar hérna.“ Sjó slys ið 1993 var mik ið á fall Jó hann es seg ir það hafa ver ið mik ið á fall þeg ar tveir smá bát ar frá Akra nesi fór ust rétt við Suð ur flös­ ina í aftaka veðri árið 1993 og með þeim þrír menn. „ Þetta var rosa­ legt slys og erfitt. Það skall skart á al veg snar brjál að veð ur. Ég var að draga net hérna rétt utan við róðra baujuna þeg ar ég sá bakk­ ann koma. Ég var bú inn að draga fjög ur net og hætti að draga. Sneri bara á þessu og lagði aft ur. Lór an­ inn datt út þeg ar élið skal yfir, það var svo svört snjó koma og ég fann ekki baujuna, sást ekki í botn eða neitt. Ég keyrði svo ró lega á fram og fann eina neta bauju sem ég vissi hver átti. Ég hélt mig bara við hana, lón aði þar upp í og hlust aði á tal­ stöð ina. Þeir voru að koma til lands stóru bát arn ir, Vík ing ur, Bjarni Ó lafs son og fleiri loðnu bát ar. Þeir sögðu okk ur á trill un um að bíða bara. Við vor um þrír þarna rétt hjá hver öðr um; ég, Odd ur á Hliði og Berg þór á Ökrum. Það þýddi ekki fyr ir okk ur að reyna neitt það var svo kol brjál að veð ur, suð vest an og stór hríð. Svan ur inn var svo við Reykja vík og var alltaf að til kynna í tal stöð inni að það liðu tíu mín út ur á milli élja. Ég var alltaf að kíkja út og at huga hvort það væri glufa. Svo allt í einu kom gamli vit inn í ljós. Ég komst þá í land en svo þeg ar ég var við bryggj una og byrj að ur að gera að þá heyri ég að Skarp héð inn Árna son kall ar í tal stöð ina og bið­ ur um sjúkra bíl á bryggj una því það hafi orð ið slys. Hann hafði þá náð þeim tveim ur sem voru á Mark­ úsi AK, sem sökk, upp í bát inn hjá sér en þeir voru látn ir þeg ar hann kom í land. Það var enga á falla hjálp eða neitt að fá þarna og þetta var að brjót ast fram í mönn um mörg um árum seinna. Þetta var aga legt á fall og ég veit um menn sem hafa aldrei náð sér eft ir að hafa orð ið vitni að þessu,“ seg ir Jó hann es. Trillu saga Skag ans í mynda albú m um Við rifj um upp sögu smá báta á Akra nesi með því að skoða mynda­ albúm Jó hann es ar. Hann á ó grynni mynda sem eru mikl ar sögu leg ar heim ild ir um trillu út gerð á Akra­ nesi. Fjög ur stór albúm full af mynd um og flest ar eru þær merkt­ Hanni á Lög bergi hef ur ver ið á grá sleppu í meira en hálfa öld Ólst upp við trillu báta út gerð og hef ur ver ið við loð andi sjó inn alla tíð Drífa og Jó hann es heima á Dal braut inni. Við beitn inga skúr inn á horni Báru götu og Vest ur götu. Með sult ar dropa í nefi fer Hanni mjúk um hönd um um væna grá sleppu, enda eins gott að vera ekki harð hent ur svo hrogn­ in spraut ist ekki úr henni. Á grá sleppu mið un um um borð í Leifa AK­2 rétt norð ur af Akra nesi á ný lið inni ver tíð. Hanni skoð ar hert an stein bít í beitn inga skúrn um. Sjómannadagurinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.