Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 10
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN
eldris, sérstaklega móður, og barns er vel þekkt (6).
Barnalæknar bæði á einkastofum og sjúkrahúsun-
um sinna miklvægum hluta þeirrar þjónustu sem
börn fá vegna geðheilsuvanda, sérstaklega þegar um
þroskafrávik er að ræða.
Það er því ekki hlutverk sérhæfðrar sjúkrahús-
þjónustu eins og þeirrar sem veitt er á BUGL að
koma með beinum hætti að vanda allra barna og ung-
linga með geðraskanir. Til staðar þarf að vera lag-
skipt þjónusta þar sem fyrst er leitað til þeirra fagað-
ila sem líklegastir eru til að þekkja aðstæður bamsins
svo sem til heilsugæslunnar, sálfræðiþjónustu skóla
og félagsþjónustunnar sem síðan þurfa að eiga greið-
an aðgang að sérfræðiþjónustu utan og innan sjúkra-
húsanna. Mesta misræmið er í sérfræðiþjónustu utan
stofnana við börn og unglinga með geðraskanir sam-
anborið við fullorðna, þjónusta sálfræðinga er ekki
niðurgreidd og framboð á þjónustu bamageðlækna
er afar takmarkað en hins vegar er þjónusta sjálfstætt
starfandi barnalækna umtalsverð. Þetta endurspegl-
ast meðal annars í því sem fram kemur í grein í síð-
asta hefti Læknablaðsins (7) að á einu ári komu 54%
tilvísana til ofvirkniteymis barna- og unglingageð-
deildarinnar frá barnalæknum, 13% frá barnageð-
læknum en aðeins 8% frá heimilislæknum. Niður-
stöður þeirrar rannsóknar, ítarleg yfirlitsgrein um
stöðu þekkingar á ofvirkniröskun sem birt er í þessu
tölublaði Læknablaðsins (8) ásamt niðurstöðum
starfshópa þeirra sem nefndir eru að ofan, endur-
spegla aukna vitund og þekkingu á þeim vanda sem
við er að kljást. Ekki síður mikilvægt er að geta sýnt
fram á að sú þjónusta sem læknar standa fyrir hér á
landi er byggð á þekkingu sem grundvallast á viður-
kenndum vinnubrögðum læknisfræðinnar.
Heimlldir
1. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Stefnumótun í mál-
efnum geðsjúkra. Skýrsla starfshóps; ÍO. október 1998: 93-4.
2. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Forgangsröðun í
heilbrigðismálum, rit 2,1998, áherluatriði: 8.
3. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Drög að heilbrigðis-
áætlun til ársins 2005, vinnuhandrit; 18. mars 1999: 34.
4. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Skýrsla nefndar um
stefnumótun í máíefnum langveikra barna; júní 1999:22-3.
5. Skýrsla starfshóps Landlæknis. Börn og ungmenni með geðræn
vandamál - þjónusta utan sjúkrastofnana; maí 2000: 5.
6. Tamplin A, Goodyer IM, Herbert J. Family functioning and
parent general health in families of adolescents with major
depressive disorder. J Affective Disorders 1998; 48:1-13.
7. Baldursson G, Magnússon P, Guðmundsson ÓÓ. Greiningar
og meðferðarúrræði 102 barna og unglinga sem komu til barna-
og unglingageðdeildar Landspítalans vegna ofvirknieinkenna
frá 1. júní 1998 til 31. maí 1999. Læknablaðið 2000; 86:337-42.
8. Baldursson G, Guðmundsson ÓÓ, Magnússon P. Ofvirkni-
röskun. Yfirlitsgrein. Læknablaðið 2000; 86:413-20.
r
r
410 Læknablaðið 2000/86