Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 38
FRÆÐIGREINAR / S J Ú K R ATI L F E L L I MÁNAÐARINS Sjúkratilfelli mdnaðarins Risafrumuæxli í hálshrygg Guðrún Guðmundsdóttir Garðar Guðmundsson Frá heila- og taugaskurðlækn- ingadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. Fyrirspurnir, bréfa- skipti: Garðar Guðmundsson, heila- og taugaskurðlækninga- deild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Netfang: gardarg@shr.is Lykilorð: risafrumuœxli, hálshnykkur. Key words: giant cell tumor, whiplash injury. Sjúkratilfelli Sautján ára stúlka lendir sem ökumaður í aftaná- keyrslu í maí 1997 og fær við það hálshnykk. Frá þeirri stundu er hún með stirðleika og verki við hreyfingar í hálsi og verki í hnakka og herðum. Leitar til slysa- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, einkennin samrým- ast vægum hálshnykk og boðið er upp á bólgueyðandi lyf og endurkomutíma. Einkennin fara hægt minnk- andi en hverfa þó ekki alveg. í september er hún far- þegi í bíl, sem hemlar skyndilega og hún lendir með höfuðið í framrúðunni. Við þetta versna einkennin verulega og hún fær verki fram í hægri handlegg og tekur eftir dofa í fyrsta til þriðja fingri. Viku seinna er hún stödd á dansleik og dettur og fær enn á ný áverka á hálsinn. Nú bætist við máttleysi í hægri hendi, sem truflar skriftir. Þetta kraftleysi leiðir til þess, að þegar hún í leikfimitíma reynir að fara á handahlaupum, getur hún það ekki og fær enn á ný áverka á hálsinn. Sjúkraþjálfun ber engan árangur og taugasjúk- dómalæknir finnur einkenm frá vöðvum tengdum C8-Thl taugum í formi vægrar kraftminnkunar, eng- ar rýrnanir eru til staðar en öll taugaviðbrögð dauf, einnig finnast eymsli við þreyfingu á taugastofnum ofan viðbeins hægra megin. Rannsóknaferlið hefst á taugaleiðnimælingu, sem sýnir truflun á starfsemi C8-Thl tauga hægra megin utan mænu. Tölvusneiðmynd af heila og röntgen- mynd af lungum eru eðlilegar. Röntgenmynd af hálsi sýnir samfall á grófbjálkuðu C7 liðbol (mynd 1). Segulómun sýnir það sama, en einnig að klemma er til staðar aftur á við að mænu (mynd 2). Talið er að um æðaæxli (hemangioma) í hryggjarliðbol sé að ræða og stúlkunni er vísað til taugaskurðlæknis. Æðamyndataka af hálsæðum reynist nokkuð óvænt vera eðlileg, en hugmyndin var sú að reyna að loka æðaæxlinu með inndælingu (embóliseringu). Vaxandi lömun í þríhöfða (triceps) hægra megin og vaxandi verkir, þrátt fyrir notkun hálskraga leiddu síðan til aðgerðar. I aðgerðinni finnst að liðbolurinn að framanverðu er algjörlega samfallinn og frá að- lægum vöðvum beggja vegna er hægt að kreista út grautarkenndan vef, sem reynist vera vefjadrep og frystiskurðarsvar reynist vera: góðkynja æxli. Liðbol- urinn og aðlægar brjóskplötur eru fjarlægðar og bein grætt í frá mjaðmarkambi. Til að tryggja stöðugleika, er málmplata lögð yfir og skrúfuð föst (mynd 3). Allur æxlisvefur er talinn íjarlægður og þriggja mán- aða röntgeneftirlit sýnir góðan gróanda á svæðinu og segulómun sex mánuðum eftir aðgerðina sýnir engin merki endurvaxtar á æxlinu (mynd 4). Vefjagrein- ingin reyndist erfið og leitað var álits hjá Mayo Clinic í Rochester og svarið þaðan var, að án efa sé þetta risafrumuæxli. Eftir aðgerðina hurfu verkirnir fljótt og lamanir í hægri handlegg gengu að miklu leyti til baka og sjúkraþjálfun hefur skilað góðum árangri. Umræða Risafrumuæxli í beinum eru sjaldgæf góðkynja æxli, sem oftast finnast í löngu beinum líkamans, svo sem lærlegg, sveif og sköflungsbeinum. Æxlið finnst vana- lega í kasti (epiphysu) fullorðinna, en í nærkasti (metaphysu) barna (1). Erlendar heimildir sýna að risafrumuæxli í beinum eru 5-7% allra æxla í beinum (2). Hérlendis hafa einungis greinst 10 æxli frá upp- hafi skráningar árið 1955 (3). Þau eru mjög sjaldgæf í hrygg en geta þá verið hvort heldur sem er, í liðboln- um sjálfum, sem er algengara, og/eða í bakboga (laminu) hryggjarliðar. Tölur erlendis frá sýna 1,8- 9,3% risafrumuæxla vera staðsett í hrygg (4). Aðeins eitt risafrumuæxli í hrygg hefur greinst hérlendis, fyrir utan það sem hér er til umræðu, en það var árið 1962 (3). 1 hrygg eru þau flest í spjald- hrygg og hefur æxlið minni og jafna sókn í brjóst-, háls- og lendhrygg (5). Þetta er sjúkdómur ungs fólks, en meðalaldur er 20-30 ár, oftar konur (4,5) og al- gengara meðal fólks af asískum uppruna (2). Þrátt fyrir góðkynja vefjagreiningu er hegðan risa- frumuæxla í beinum óútreiknanleg. Þau geta sýnt ill- kynja hegðun staðbundið, vaxið ífarandi aðlæga vefi og í stöku tilfelli meinverpst til lungna. Ekki hefur enn tekist að spá fyrir um hegðun sjúkdómsins með útliti á myndrannsóknum, vefjagreiningu eða öðrum mælingum (6). Fyrstu einkenni risafrumuæxla í hrygg eru sársauki, en meira en helmingur sjúklinga hefur einkenni um taugaskaða við fyrstu komu til læknis (4,7). Röntgenmynd af æxlinu sýnir úrátu (lýtíska skemmd) án herslis (sclerosis) á brúnum liðbola. Þá er lítill hluti sjúklinga með sjúkleg (pathologic) brot við fyrstu komu (5). Taka ætti tölvusneiðmynd til frekari kortlagningar af æxlinu, þar sem þau geta vaxið út í aðlæga vefi og í sumum tilfellum er hjálp að fá frá æðamyndum. Mynda þarf lungun, gjarnan með sneiðmynd, þar sem 2-6% æxlanna meinverpast til lungnanna (5,6). Einkenni lungnameinvarpa eru mæði og blóð- 436 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.