Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NÝJUNGAR f LÆKNANÁMI Vandamiðað nám - Stöðug þekkingaröflun Rætt við Stewart R Mennin Stewart P. Menning prófessor við The University ofNew Mexico School of Medicine í Albuquerque. Á SÍÐUSTU ÁRUM HEFUR RUTT SÉR TIL RÚMS bæði austan hafs og vestan ný aðferðafræði við kennslu í læknisfræði. Aðferðin nefnist á ensku Problem-based Learning eða vandamiðað nám (hefur einnig verið nefnt lausnaleit á íslensku). Vandamiðað nám byggir á því að nemandinn sjálfur leiti lausna á vandamálinu með því að nýta þá þekkingu og reynslu sem hann hefur þegar aflað sér og uppgötvi þannig hvar skór- inn kreppir, hvar þekkingu brestur og hvaða spurn- inga þarf að spyija til að leita nauðsynlegrar, áfram- haldandi þekkingar. Nýlega var staddur hér á landi í boði lækna- deildar Háskóla Islands Stewart P. Mennin pró- fessor við The University of New Mexico School of Medicine, en það er einn þeirra háskóla sem tekið hefur upp aðferðir vandamiðaðs náms við menntun læknanema. Mennin hélt námskeið í þessari nýju kennsluaðferð fyrir kennara lækna- deildar auk fyrirlestra og sýnikennslu fyrir nem- endur og kennara. Prófessor Mennin sagði í samtali við Lækna- blaðið að markmiðið með komu sinni hingað væri að stuðla að kynningu innan læknadeildar á ákveðnum hugmyndum og aðferðum sem beitt hefur verið við kennslu læknanema, aðferðum sem byggja á virkni nemenda sjálfra í kennslunni og því að nemendur beiti gagnrýninni framsetn- ingu við lausn vandamála. Námið er skipulagt þannig að nemendur vinna í litlum hópum og vinna með raunveruleg, lifandi sjúkratilfelli. Þekk- ingarferlið er mikilvægt, ferli þess hvernig þekk- ingin verður til, hvernig unnt er að auka við hana og á hvern hátt nemendur geta sannreynt þekking- argrundvöll sinn. - í kennslu legg ég áherslu á að nemendur spyrji sig ákveðinna spurninga, segir Mennin. Hvað kunna nemendur þegar að vita um þetta ákveðna tilfelli, frá námi sínu, reynslu og lífi. Nem- endur uppgötva stöðugt hvar þekking þeirra liggur og hvar mörkin eru. Ennfremur uppgötva nem- endur að þeir verða að auka við þekkinguna til að komast lengra, og þá spyr ég: hvað þurfið þið læra? Hvað skortir? Á þennan hátt geta nemendur stöðugt, raunar allt lífið, haldið áfram að læra til að auka færni sína og þekkingu. - Ert gerir þetta nemendur að betri lœknum? - Við þeirri spurningu er ekkert einfalt svar. Hvernig á að vera unnt að mæla það? Verða sjúk- lingarnir hraustari eða lífið betra? Eg vildi gjarnan geta sagt já, en get það ekki vegna þess að engar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar. Setji ég á hinn bóginn fram spurningarnar: eru nemendur ánægð- ari í skólanum, líður þeim betur, læra þeir meira, sýna þeir meiri færni við útskrift og á þjálfunar- Læknablaðið 2000/86 449
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.