Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 52
UMRÆÐA & FRETTIR / NYJUNGAR I LÆKNANAMI tíma, geta þeir haldið áfram að læra allt sitt líf, leita þeir oftar en aðrir vinnu á stöðum þar sem raunveruleg þörf er fyrir menntun þeirra, þá er svarið játandi við öllum spurningunum. - En aðferðafræði vandamiðaðs náms ein- skorðast ekki við kennsluna heldur hlýtur hún einnig að taka til þess hvernig menntunin er metin. Hér til dæmis geta nemendur staðið sig vel á próf- um en ekki endilega þegar út í raunveruleikann er komið. Þeir geta fengið háar einkunnir takist þeim að skrá mikinn fjölda staðreynda. Að koma stað- reyndunum saman í heildstæða einingu og nýta þær til lausnar vandamála er hins vegar allt annar handleggur. - Ef við ætlum að kenna nemendum á þann hátt að nota ákveðin vandamál sem uppsprettu þekk- ingar þá verðum við að prófa þá með vandmálum, með raunverulegum sjúklingum, uppsettum stöðl- uðum tilfellum eða tilbúnum á pappírnum. Það er ekki nóg að vita, nemendur verða að vita hvernig og þeir verða einnig að sýna hvernig. Við viljum að bæði nemendur og kennarar geti sagt: ég veit þetta, en hvernig beiti ég þekkingunni, hvernig nýtist hún mér til lausnar á því vandamáli sem fyrir liggur? Á þennan hátt ættu próf að vera kennslu- efni en ekki einungis próf. Þannig að nemendur geti lært af prófinu hvers þeir eru megnugir og hvar þekkingu brestur, hvar þarf að bæta við sig. Þannig verður prófið einskonar kynning á færni, á samskiptum við sjúklinga, lýsing á hugmyndum nemanda, þar sem hann verður að verja álit sitt, hvers vegna grípa skal til ákveðinnar meðferðar og hvaða upplýsingar og staðreyndir liggja til grundvallar. í stuttu máli: samspil hvaða þátta get- ur útskýrt vandamál þess sjúklings sem prófið byggir á og hvers vegna valdi nemandinn þá með- ferðarleið sem valin var. Þetta er mjög ólíkt fram- setningu prófa sem byggja á staðreyndaupptaln- ingu. Á þennan hátt verður prófið eðlilegur hluti námsefnisins, ef námsefni er breytt verða kennslu- aðferðir jafnframt að breytast í takt. - Mjög mörg háskólasjúkrahús hafa frábæra rannsóknaaðstöðu og meðferðarmöguleika en leggja ekki jafn þunga áherslu á menntunarþáttinn og aðferðirnar við kennslu. Markmiðið er hins vegar að nota kennslufræðina til jafns við vísinda- og rannsóknavinnu. Mennin kvað þetta vera hluta þess sem hann hefði fjallað um í fyrirlestrum sínum og á fundum með kennurum læknadeildar. Hann kvaðst enn- fremur hafa átt ánægjulegt samtal við landlækni þar sem meðal annars bar á góma hvernig þessi framgangsmáti við kennslu læknanema gæti orðið heilbriðgisþjónustunni og læknisfræðinni í landinu til góða. Runólfur Pálsson lektor í lyflæknisfræði við læknadeild Háskóla Islands, sem sat fund Lækna- blaðsins með Mennin, kvaðst afar ánægður með komu hans hingað. Sjálfur kynntist hann aðferð- um vandamiðaðs náms í framhaldsnámi sínu í Bandaríkjunum og sagði álit sitt það að breytinga væri og hefði lengi verið þörf innan læknadeildar. Báðir vildu þeir leggja áherslu á að þessi aðferð við uppfræðslu örvaði bæði nemendur og kennara við þekkingaröflun. Nemendur fá gríðarlega hvatningu til að læra, ekki síst vegna þess að þeir bera sjálfir ábyrgð á lærdóm sínum. Þeir verða að gera sér grein fyrir hvers þeir þarfnast í náminu, aðferðin hefur nemandann sem útgangspunkt og nemendum líkar þetta vel. Lokaorðin voru þau að með þessu væri endurvakin gleðin yfir því að vera í skóla. -bþ Heimasíða Læknafélagsins er á slóðinni http://www.icemed.is 450 Læknablaðið 2000/86 X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.