Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR / SMÁSJÁRAÐGERÐIR ar, fyrst svokallaða hornhimnusmásjá (corneal micro- scope) en síðan mörg önnur. En upphaf smásjárað- gerða og skurðsmásjáa má rekja til Uppsala árið 1921 þegar Nylén hóf fyrstur að nota smásjár við aðgerðir á eyrum (oto-microsurgery). Hann notaði eineygis- (monocular) smásjá sem fest var á aðgerðarstað (það er á höfuðið). Þessi að- ferð var síðan endurbætt og gerð víðfræg af þáver- andi prófessor, Holmgren að nafni (munnlegar upp- lýsingar frá Stefáni Skaftasyni yfirlækni). Sá notaði tvíeygis- (binocular) smásjá á standi sem framleidd var af Carl Zeiss. Jafnframt hélt hann þó áfram að nota svokallað Gullstrand-Zeiss loup (gleraugu með kíki) (8). Síðan liðu um það bil 20 ár þar til eyrnasmá- sjáraðgerðir (otomicrosurgery) voru viðurkenndar fyrir alvöru og reyndar ekki fyrr en penicillín og súlfa komu á markaðinn, vegna þess að ígerðir ýmiss kon- ar höfðu til þess tíma verið til mikilla vandræða við aðgerðir. Ýmiss konar skurðsmásjár voru framleidd- ar af ýmsum aðilum í framhaldi af þessu og náðu loks fullkomnun með skurðsmásjá frá Carl Zeiss árið 1953, svokallaðri Zeiss-Opton (Op Mi 1), fyrirmynd allra seinni tíma skurðsmásjáa frá þessu fyrirtæki. Mjög gagnleg viðbót varð árið 1961 með tilkomu tvö- faldrar skurðsmásjár sem gerði einnig aðstoðarskurð- lækninum mögulegt að fylgjast með í smásjánni. Síðan hafa verið gerðar fjölmargar umbætur eins og komið verður að síðar. Fyrir brautryðjandastarf þeirra Nylén (1921) og Holmgren (1922) öðlaðist skurðsmásjáin smám sam- an sess sem nauðsynlegt og raunar óhjákvæmilegt hjálpartæki, sérstaklega í háls-, nef- og eymalækning- um, augnlækningum, þar sem þýðing skurðsmásjár- innar kom fljótt í ljós, og í heila- og taugaskurðlækn- ingum. Upphaf smásjáraðgerða á íslandi Fyrstur til að nota skurðsmásjá við aðgerðir hér á landi mun hafa verið Erlingur Þorsteinsson, háls-, nef- og eyrnalæknir, á árunum 1962-1970. Á háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans (SHR) hófst notkun skurðsmásjár strax við opnun deildarinnar eða um áramótin 1969-1970 (munnlegar upplýsingar frá Stefáni Skaftasyni yfirlækni). Heila- og tauga- skurðlæknar spítalans tóku að nota skurðsmásjá þeg- ar árið 1971 er sú starfsemi hófst þar. Á augndeild Landakotsspítala var skurðsmásjá notuð frá og með árinu 1972. Skurðsmásjár hafa nú lengi verið notaðar á fleiri spítölum og fleiri deildum. Á þessum árum má fullyrða að þúsundir Islendinga hafi verið skornir upp með hjálp þessarar tækni sem ennþá tekur mikl- um framförum (8-10). Heila- og taugaskurðlækningar Það mun hafa verið fyrir áhrif frá bandaríska heila- og taugaskurðlækninumTheodore Kurze og háls-, nef- og eyrnalækninum William House, að árið 1957 var fyrst farið að nota skurðsmásjár við heilaaðgerð- ir. Á árunum um og eftir 1950 fengu þeir áhuga á að fjarlægja æxli á heyrnartaug (acoustic neurinoma) gegnum eyrnabeinið og notuðu við það skurðsmásjá. Það var byrjunin. En notkun skurðsmásjár breiddist hægt út og trú- lega er það ekki fyrr en eftir 1970 að notkun hennar verður almenn, í heila- og taugaskurðlækningum að minnsta kosti. Þessa síðustu þrjá áratugi hafa smá- sjáraðgerðir svo náð mikilli útbreiðslu meðal heila- og taugaskurðlækna um víða veröld og eru enn í sókn. Þessi notkun smásjárinnar virðist eiga mjög vel við flestar aðgerðir í þessari sérgrein. Skurðsmásjáin hefur gert mögulegt að endurbæta fjölmargar aðgerðir að meira eða minna leyti og jafn- vel að taka upp nýjar aðgerðir. Gott ljós og stækkun gerir að verkum að unnt er að komast af með minni skurð og minna pláss. Minna þarf þess vegna að ýta heilavefnum eða mænu og taugum til við aðgerðir. Æðar og taugar sjást mun betur en áður og því síður hætta á sköddun þeirra. Margs konar möguleikar hafa opnast og má þar nefna meðal annars eitilbrott- nám úr heiladingli (pituitary microadenectomy) og æðaþrýstingsminnkun (vascular decompression) á heilataugum. Og enn er ótalið svið þar sem skurð- smásjáin hefur gjörbreytt viðhorfum manna en það eru smásjáraðgerðir á hálsi og baki vegna brjóskloss, brottnám hryggþófa (microdiscectomy). Heila- og taugaskurðlækningar hérlendis Á Borgarspítalanum, eins og spítalinn hét þá, hófust heila- og taugaskurðlækningar haustið 1971 og það sama ár var farið að nota skurðsmásjá við aðgerðir á höfði, fyrst smásjá í eigu háls-, nef- og eyrnadeildar, OpMi 2, og síðan okkar eigin smásjá, OpMi 1. Árið 1986 eignaðist deildin nýja smásjá, OpMi 6, og enn nýja í mars 1994, þá sem notuð er í dag, OpMi CsNc. Sú skurðsmásjá er gott dæmi um þær miklu framfarir sem orðið hafa í gerð þessara tækja á undanförnum árum og áratugum. Af nýjungum má nefna sjálfvirka vinnufjarlægð og skerpu (focus), mjög fullkomna lýs- ingu (xenon), súmmun (zoom), laufléttan hreyfan- leika í armi smásjárinnar og fleira. Auk þess fylgir henni vídeómyndavél, sjónvarpsskermur og litmynda- prentari. Allt er þetta gert sérstaklega með heila- og taugaskurðlækningar í huga. Fyrsta aðgerðin með skurðsmásjá á heila- og taugaskurðlækningadeildinni var gerð 1971 vegna æðagúls (aneurysma) í heila og innanskúms- (sub- arachnoideal) blæðingar og var sett klemma á æða- gúlinn. Fjölmargar höfuðaðgerðir og aðgerðir á mænuæxlum voru svo gerðar næstu árin með skurð- smásjá. Fyrsta aðgerðin vegna brjóskloss í baki þar sem notuð var skurðsmásjá var sumarið 1981 en vegna brjóskloss í hálsi nokkru síðar og verulegur skriður komst á slíkar aðgerðir strax næsta ár. Árlega eru gerðar um og yfir 700 aðgerðir á heila- Læknablaðið 2000/86 433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.