Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2000, Side 51

Læknablaðið - 15.06.2000, Side 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NÝJUNGAR f LÆKNANÁMI Vandamiðað nám - Stöðug þekkingaröflun Rætt við Stewart R Mennin Stewart P. Menning prófessor við The University ofNew Mexico School of Medicine í Albuquerque. Á SÍÐUSTU ÁRUM HEFUR RUTT SÉR TIL RÚMS bæði austan hafs og vestan ný aðferðafræði við kennslu í læknisfræði. Aðferðin nefnist á ensku Problem-based Learning eða vandamiðað nám (hefur einnig verið nefnt lausnaleit á íslensku). Vandamiðað nám byggir á því að nemandinn sjálfur leiti lausna á vandamálinu með því að nýta þá þekkingu og reynslu sem hann hefur þegar aflað sér og uppgötvi þannig hvar skór- inn kreppir, hvar þekkingu brestur og hvaða spurn- inga þarf að spyija til að leita nauðsynlegrar, áfram- haldandi þekkingar. Nýlega var staddur hér á landi í boði lækna- deildar Háskóla Islands Stewart P. Mennin pró- fessor við The University of New Mexico School of Medicine, en það er einn þeirra háskóla sem tekið hefur upp aðferðir vandamiðaðs náms við menntun læknanema. Mennin hélt námskeið í þessari nýju kennsluaðferð fyrir kennara lækna- deildar auk fyrirlestra og sýnikennslu fyrir nem- endur og kennara. Prófessor Mennin sagði í samtali við Lækna- blaðið að markmiðið með komu sinni hingað væri að stuðla að kynningu innan læknadeildar á ákveðnum hugmyndum og aðferðum sem beitt hefur verið við kennslu læknanema, aðferðum sem byggja á virkni nemenda sjálfra í kennslunni og því að nemendur beiti gagnrýninni framsetn- ingu við lausn vandamála. Námið er skipulagt þannig að nemendur vinna í litlum hópum og vinna með raunveruleg, lifandi sjúkratilfelli. Þekk- ingarferlið er mikilvægt, ferli þess hvernig þekk- ingin verður til, hvernig unnt er að auka við hana og á hvern hátt nemendur geta sannreynt þekking- argrundvöll sinn. - í kennslu legg ég áherslu á að nemendur spyrji sig ákveðinna spurninga, segir Mennin. Hvað kunna nemendur þegar að vita um þetta ákveðna tilfelli, frá námi sínu, reynslu og lífi. Nem- endur uppgötva stöðugt hvar þekking þeirra liggur og hvar mörkin eru. Ennfremur uppgötva nem- endur að þeir verða að auka við þekkinguna til að komast lengra, og þá spyr ég: hvað þurfið þið læra? Hvað skortir? Á þennan hátt geta nemendur stöðugt, raunar allt lífið, haldið áfram að læra til að auka færni sína og þekkingu. - Ert gerir þetta nemendur að betri lœknum? - Við þeirri spurningu er ekkert einfalt svar. Hvernig á að vera unnt að mæla það? Verða sjúk- lingarnir hraustari eða lífið betra? Eg vildi gjarnan geta sagt já, en get það ekki vegna þess að engar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar. Setji ég á hinn bóginn fram spurningarnar: eru nemendur ánægð- ari í skólanum, líður þeim betur, læra þeir meira, sýna þeir meiri færni við útskrift og á þjálfunar- Læknablaðið 2000/86 449

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.