Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2001, Page 23

Læknablaðið - 15.06.2001, Page 23
FRÆÐIGREINAR / ÖNDUNARVÉLARMEÐFERÐ grímunum, þá sérlega á nefrót, en nú má segja að það heyri sögunni til. Meðferðarheldni ræðst að stórum hluta af gæðum grímu og höfuðbúnaðar, en aðrir þættir geta valdið sjúklingi óþægindum. Loft- blásturinn getur orsakað ertingu á slímhúð í munni og nefi og lýsir sér sem munnþurrkur, nefrennsli, þrálátur hnerri eða nefstíflur. Koma má í veg fyrir stóran hiuta þessara einkenna með notkun hita- rakagjafatækis, sem hita- og rakamettar loftið í öndunarvélinni (mynd 2a). Lögð er mikil áhersla á stuðning við sjúklinga og þeim fylgt þétt eftir í upphafi, bæði með símtölum og göngudeildarviðtölum. Sjúklingar með öndunarvél heima njóta aðstoðar fagfólks á lungnadeild Landspítala Vífilsstöðum ef vandamál eru til staðar, auk þess sem þeim er fylgt eftir reglulega á göngudeild. Við upphaf meðferðar er veitt fræðsla til sjúklings, ntaka og annarra aðstandenda eftir því sem við á. Rannsóknin tók til allra sjúklinga á lungnadeild Vífilsstaða sem notuðu að staðaldri öndunarvél heima þann 30. aprfl 1999 vegna annarra öndunar- truflana í svefni en kæfisvefns eingöngu. Sjúkraskrár þeirra voru yfirfarnar með tilliti til aldurs, kyns, tíma- lengdar meðferðar, blóðgasa, niðurstöðu blásturs- prófa, súrefnismeðferðar og aðalsjúkdómsgreininga. Tölfræði: Gildi eru birt sem meðalgildi með einu staðalfráviki (SD). Tvíhliða t-próf notað til saman- burðar á samfelldum breytum. Niðurstöður Alls reyndust 54 sjúklingar vera með öndunarvél í heimahúsum þann 30. aprfl 1999 af öðrum ástæðum en kæfisvefni eingöngu. Enginn þeirra lá inni á lungnadeild Vífilsstaða á þeim tíma. Eingöngu voru tveir sjúklingar með rúmmálsstýrðar vélar en 52 með þrýstingsstýrðar. Ekki hafði verið framkvæmdur barkaskurður á neinum. Meðaltími frá upphafi með- ferðar var 41 mánuður (staðalfrávik 33 mánuðir), eða rúm þrjú ár og höfðu þrír sjúklingar haft heima- öndunarvél lengur en í 10 ár. Samkvæmt tímamæli sem er í öllum vélunum þá notaði þessi sjúklinga- hópur öndunarvélarnar að meðaltali í 7,4 klukku- stundir á sólarhring. Hópurinn samanstóð af 33 körlum og 21 konu. Eins og sjá má í töflu I var meðal- aldur 61 ár (staðalfrávik 18) og aldursbil var 8-84 ár, en tveir voru yngri en 16 ára og þrír yfir áttrætt. Meðalaldur karla var 60 ár (staðalfrávik 20) og kvenna 63 ár (staðalfrávik 17) (p=0,52). Yngstu einstaklingarnir voru í hópi sjúklinga með vöðva- og/eða taugasjúkdóma (tafla I). Stærsti hópurinn, eða 21 einstaklingur, var með sambland af langvinnri lungnateppu og öndunartruflunum í svefni. Hjá 11 sjúklingum, sem voru með vöðva- og/eða taugasjúk- dóma og einnig hjá þeim sex sem þjáðust af afleið- ingum mænuveiki og/eða hryggskekkju, var Figure 2. a) A typical home ventilator, heated humidifter and tubes. b) Nasal mask with a chin strip c) aface mask. Læknablaðið 2001/87 523

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.