Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Síða 33

Læknablaðið - 15.06.2001, Síða 33
FRÆÐIGREINAR / VIÐ RUMSTOKKINN I Fimmtíu og fímm ára kona með sögu um risafrumuæðabólgu í átta mánuði og nú vaxandi kyngingarörðugleika og heilataugalömun Brynjar Viðarsson, Kjartan B. Örvar, Eyþór Björgvinsson, BjarniA. Agnarsson, Friðbjörn Sigurðsson Fundur á Hótel Loftleiðum 6. janúar 2001 á vegum Fræðslustofnunar lækna. GlaxoSmithKline eru færðar þakkir fyrir að gera þennan fund mögulegan. Umsjón Arnór Víkingsson, Ásbjörn Sigfússon, Jón Gunnlaugur Jónasson, Kjartan B. Örvar, Óskar Einarsson Kynning sjúkratilfellis Kjartan B. Örvar St. Jósepsspítala Hafnarfirði: Fimmtíu og fimm ára kona með þekkta risafrumu- æðabólgu (temporal arteritis, TA) er lögð inn. Konan hefur 10 daga sögu um hálssærindi, hita, hósta með slímuppgangi, hæsi og vaxandi kyngingarerfiðleika. Atta mánuðum fyrr var hún lögð inn á annað sjúkrahús með tveggja mánaða sögu um almenna vanlíðan, lystarleysi, ógleði, kviðverki og niðurgang. Hún hafði þá lést á stuttum tíma um 5 kg og kennt nætursvita í tvær til þrjár vikur. Hún fann fyrir verk í mjóbaki, hægri mjöðm og herðum og var með slæman höfuðverk hægra megin. Hún hafði fyrri sögu um höfuðkúpu- og kinnbeinsbrot eftir bflslys 1969 og brjósklosaðgerð 1982. Hún var nýhætt að reykja eftir 40 ára reykingar. Lyf við komu: Spasmerin og Estrofem Forte. Skoðun þá: Blóðþrýstingur 120/70, púls 90 og hiti 38° C. Engar eitlastækkanir, kviður mjúkur og án líffærastækkana, en dreifð eymsli. Vöðvar á hálsi og við hrygg aumir við þreifingu. Niðurstaða helstu blóðrannsókna sjást í töflu I. Blóðsökk var gríðarlega hátt, 125 mm/klukkustund. Rafdráttur prótína sýndi fjölstofna (policlonal) IgA hækkun. Aðrar blóð- rannsóknir, (blóðsölt, blóðsykur, lifrarpróf, ANCA (Anti Neutrophilic Cytoplasmic antigen Antibody)), hjarta- og lungnamynd, beinaskann og tölvusneið- mynd af kviði sýndu ekkert óeðlilegt nema blöðrur í lifur 0,5-1,5 cm í þvermál. Sýni frá gagnaugaslagæð var dæmigert fyrir risafrumuæðabólgu með bólgu- frumuíferð, bólguhnúðum (granuloma) og fjölda margkjarna risafrumna. Sjúklingur var því talinn hafa risafrumuæðabólgu sem gæti útskýrt öll einkennin væga lifrarbólgu og nýrnagauklabólgu og hafin var meðferð með predni- sólóni. Einum mánuði síðar er líðan sjúklings mun betri og blóðrannsóknir hafa lagast, en þremur mánuðum síðar, þá á 10 mg af prednisólóni, kennir sjúklingur aukins nætursvita og versnandi höfuðverks. Blóðsökk, sem hafði lækkað verulega, var nú 44 mm/- klukkustund og prednisólón- skammturinn því aukinn í 20 mg á dag. Mánuði fyrir núverandi innlögn höfðu ógleði, kviðverkir og niðurgangur byrjað aftur. Þá kom sjúklingur á göngudeild þar sem skoðun var eðlileg utan dreifðra eymsla um allt kviðarhol. Lyf þá, prednisólón 20 mg á dag, Losec 20 mg á dag og Estrofem Forte auk HUSK trefjadufts. Niðurstaða helstu blóðrannsókna þá sjást í töflu I. Speglun af efri hluta meltingarvegar sýndi þindar- slit og væga vélindabólgu og við ristilspeglun voru ofvaxtar- (hyperplastic) separ fjarlægðir. Við útskrift var sjúklingur talinn hafa, auk risafrumuæðabólgu, iðraólgu og ef til vill vægan bakflæðissjúkdóm. Tíu dögum fyrir núverandi innlögn fékk sjúklingur hálssærindi, hæsi og hósta með slímuppgangi og hita. I fyrstu greint sem hálsbólga en síðar lungnabólga þegar lungamynd sýndi íferð. Sjúklingur fékk amoxicillín, en þrátt fyrir þá meðferð var konan með viðvarandi hálsbólgueinkenni. Rétt fyrir innlögn fór að bera á kyngingarerfiðleikum, fyrst á fasta fæðu en síðar átti sjúklingur einnig erfit með að kyngja vökva. Þegar konan leggst inn nú er hún hitalaus, blóð- þrýstingur 150/70, púls 90. Rödd mjög hás en ekki þurr. Það þreifast engar eitlastækkanir. Sjúklingur er með greinilega lömun hægra megin í koki og lamað hægra raddband. Þegar sjúkingur kyngir vatni kemur það samstundis út um nef. Skoðun að öðru leyti eðlileg nema áfram eymsli í kviði. Niðurstaða helstu blóðrannsókna má sjá á töflu I. Auk þess er afbrigðilegum (atypical) eitilfrumum lýst í blóðstroki og prótínrafdráttur sýnir hækkun á IgA, 21,6 gr/L. Vélindaþrýstingsmæling sýnir lækkaðan efri hring- vöðvaþrýsting og minnkaðan vöðvasamdrátt í þverrákótta hluta vélinda. Á hjarta- og lungnamynd Tafla 1. Niðurstöður helstu btóðrannsókna frá upphafi veikinda (átta mánuðum frá núverandi innlögn). Átta mánuöum fyrir innlögn Sjö mánuóum fyrir innlögn Einum mánuöi fýrir innlögn Núverandi innlögn Blóðrauði 99 145 155 148 Hvít blóðkorn 12300 10600 11400 9700 Sökk 125 8 35 56 Alkalískur fosfatasi 616 196 135 114 GGT 236 58 34 49 LDH 440 768 Albúmín 28 36 Haptóglóbín 6,85 0,92 CRP 268 <6 IgA 5,64 21,6 Þvagskoðun 25-50 rbk. 2-5 rbk Læknablaðið 2001/87 533
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.