Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Síða 35

Læknablaðið - 15.06.2001, Síða 35
FRÆÐIGREINAR / VIÐ RÚMSTOKKINN I Mynd 3. I’elta er T1 mynd úr segulómrannsókn aflteila. Pessi rannsókn er án skuggaefnis og í miðlínu. Heilastofn sést vel. Langa örin bendir á hnakkabeinsklif (clivus), þar er bein með auknu segulskini. Stutta örin bendir á vökva t fleygbeinsholu (sphenoidal sintts). Mynd 4. Þetta er einnig segulóm-miðlínusneið. Hér hefur verið gefið gadólíneum-skuggaefni og verður hnakkabeinsklif (clivus) mjög segulskært og einnig eykst segulskinið í fleygbeinsholu (sphenoidal sinus). Þetta bendir til bólgubreytinga. mynd) aðlægt fleygbeinsholu, sem vekur spurningu um bjúg (aukið vökvainnihald). Þetta aukna segul- skin neðst í fleygbeinsholunni sést einnig á T1 myndum. Það er fátt sem er segulskært bæði á T1 og T2 myndum, helst blæðing eða prótínútfelling. Eftir gadólínum-skuggaefnisgjöf í æð (mynd 4) eru beinin í hnakkabeinsklifi, í kringum fleygbeinsholu ásamt íferðinni hvít. Þetta eru merki um aukið blóðflæði, bólgu eða ífarandi vöxt. (Til fróðleiks má geta þess að segulómrannsókn er nokkuð tímafrek og reynir á úthald sjúklingsins. Ein rannsókn af heila tekur um það bil 25-40 mínútur, sjúklingurinn er inni í seglinum allan þann tíma!) Umræða um sjúkratilfelli Brynjar Viðarsson: Við skulum fyrst ræða upphafsgreininguna, risafrumuæðabólgu. Þau mörgu og margvíslegu einkenni sem sjúklingurinn hefur á þeim tíma eiga mjög vel við þá greiningu. Risafrumuæðabólga er æðabólga í stórum slagæðum frá hálsslagæð og fylgja gjarnan almenn einkenni eins og hiti, nætursviti og megrun. Hækkun á alkalískum fosfatasa er einnig algeng í risafrumuæðabólgu og hækkað sökk passar vel, en í læknadeildinni var okkur kennt að það væru aðallega þrír sjúkdómar sem hækkuðu sökk yfir 100; risafrumuæðabólga, myeloma multiplex og krabba- mein í nýra. I blóðhag er að sjá bólgusvarsblóðleysi (normochromic normocyte anemia, anemia of chronic inflammation). Þá halda átfrumur fast í járnið og það nýtist ekki við myndun nýrra blóð- korna. Þetta er dæmigert fyrir risafrumuæðabólgu. Þá eru afmynduð rauð blóðkorn og rauðblóðkorna- afsteypur í þvagi, sem þýðir að blóðið kemur frá nýrunum. Þetta getur sést í risafrumuæðabólgu. Svar við sterameðferð er einnig gott sem er dæmigert fyrir risafrumuæðabólgu. Það eru samt ákveðnir hlutir sem passa ekki alveg við risafrumuæðabólgu svo sem kviðverkir og kyngingarörðugleikar, þótt tyggingarverkir (claudi- cation) sjáist í risafrumuæðabólgu. Mismunagrein- ingar eru aðrar æðabólgur, sem þó eru ólfklegar: Takayasu er sjaldgæfur sjúkdómur og í slagæðum frá ósæð, aðallega hjá ungum konum; Wegeners granulomatosis sést í öndunarvegi (lungum, afholum nefs) og nýrum, en neikvætt ANCA útilokar nánast þá greiningu; Churg-Strauss sjúkdómur veldur lungnaíferðum með astmalíkum einkennum og eósínófíl blóðkornum (eosinophilia). Aðra sjúk- dóma, er gætu komið fram sem æðabólga (vasculitis) (hluti af sjúkdómsmynd), ber einnig að hafa í huga, og má þar nefna iktsýki, herslismein (scleroderma), heilkenni Sjögrens og rauða úlfa. Þessir sjúkdómar valda samt frekar leukocytoclastic æðabólgu í arteriolum (slagæðlingum) og venulum (bláæð- lingum). Ég er því sáttur við upphafsgreininguna risafrumuæðabólgu. Meðferðin er samkvæmt bók- inni, prednisólon 1 mg/kg, og er mikilvægt að hefjast handa þegar í stað, jafnvel áður en greining liggur fyrir, þar sem annars getur verið hætta á blindu. Góð en aðeins tímabundin meðferðarsvörun er áhyggjuefni. Sökk fer aftur hækkandi og á sama tíma aukast einkenni frá kviði, sem hurfu reyndar aldrei alveg. Sjúklingur er því lagður inn á ný til rannsókna á þessum kviðareinkennum og reynist einnig hafa kyngingarerfiðleika samrýmanlega oro-pharyngeal dysphagia (gúlpast út um nef strax aftur) og lömun í koki og á raddbandi hægra megin. Blóðhagur er eðlilegur, (jafnvel hækkun á Hb þar sem vanalega sést vægt blóðleysi samfara langvinnri bólgu). A Læknablaðið 2001/87 535
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.