Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2001, Side 44

Læknablaðið - 15.06.2001, Side 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PERSÓNUVERND OG FRIÐHELGI EINKALÍFS Heimilislæknirinn og gagnagrunnurinn Friðrik Vagn Guðjónsson Erindi flutt á málþingi Lögmannafélags íslands og Læknafélags Islands 27. apríl síðastliðinn. Millifyrirsagnir eru Læknablaðsins. Höfundur er heimilislæknir á Akureyri. Ég skil hlutverk mitt á þessu málþingi svo að mér sé ætlað að gera grein fyrir ástæðum þess að ég hef í bréfi, sem bráðum verður tveggja ára gamalt, lýst því yfir við yfirboðara mína að ég treysti mér ekki til að starfa lengur sem heimilislæknir á heilsugæslu- stöðinni minni fari svo að gagnagrunnslögin nýju leiði til þess að upplýsingar úr sjúkraskrám skjól- stæðinga minna verði fluttar í miðlægan gagnagrunn, án þess að fyrir liggi upplýst og skriflegt samþykki skjólstæðinganna eða umboðsmanna þeirra. Vegna eðlis umræðuefnisins og vegna gerðar persónuleika míns þá fer ekki hjá því að greinargerð þessi verður huglægs eðlis, persónuleg og tilfinninga- söm enda byggð á því siðviti og þeirri húmanístísku lífssýn sem mér var innrætt í æsku og ógerlegt er að breyta með lagasetningum. Fram að 22. desember 1998 fann ég ágætan samhljóm með siðferðiskennd minni og þeim lögum og reglum sem giltu um skráningu og hirðingu á samtölum lækna við skjólstæðinga þeirra. Ég hef alla tfð litið svo á að sjúkraskráin sé hjálpartæki, eða öllu heldur samsafn minnispunkta úr trúnaðarsamtali læknis við skjólstæðing, sem sé ætlað til þess að koma skjólstæðingnum til hjálpar í heilsuvanda hans. Þetta hjálpartæki eða þessa minnisbók álít ég persónulega sameign skjólstæðing- sins og læknisins enda smíðuð af þeim báðum og byggð á persónulegu trúnaðarsamtali þeirra. Skjól- stæðingur minn hefur treyst mér fyrir varðveislu á þessari sameign okkar og ég tel mig ekki hafa nokkurn siðferðislegan rétt til þess, undir nokkrum kringumstæðum, að láta hana af hendi til þriðja aðila, hvort sem er að hluta eða í heild, nema til komi skriflegt samþykki eða beiðni um slíkt frá við- komandi sameignaraðila nu'nurn eða umboðsaðila hans. Mér er vel ljóst að sumir skjólstæðinga minna og ýmsir læknar líta mikilvægi trúnaðarins í sam- skiptunum ekki sömu augum og ég geri. Jafnljóst er hins vegar að fyrir mörgum skjólstæðingum er trúnaðargildið svo mikilvægt að með tilkomu nýju gagnagrunnslaganna treysta þeir ekki heilbrigðis- kerfinu lengur og veigra sér við að opna hug sinn varðandi heilsuvanda sinn af ótta við upplýsingaleka. Slíkt vantraust torveldar mjög störf viðkomandi lækna við sjúkdómsgreiningar og meðferð. Innihald sjúkraskrár Áður en lengra er haldið tel ég nauðsynlegt að reyna að útskýra margþætta þýðingu hugtaksins sjúkraskrá. Hvað er í sjúkraskránni? Er sjúkraskráin samsafn harðra staðreynda um sjúkdóma unnin á vísinda- legan hátt eða er hún samsafn huglægra minnis- punkta læknisins? Margir læknar, vísindamenn, stjórnmálamenn og stór hluti almennings líta á sjúkraskrána sem lista yfir sjúkdómsgreiningar hjá einstaklingum sem nota megi sem vísindagagn sé listunum safnað saman í einn pott og geti þannig nýst til að stuðla að framförum í læknavísindum og þar með til almenn- ingsheilla og aukinnar efnahagslegrar velsældar. Vissulega er það rétt að hin alþjóðlegu skrán- ingarkerfi, sem ég og aðrir læknar vinna sjúkra- skrárnar eftir, hafa til að bera ákveðin tölvutæk tákn fyrir allar hugsanlegar sjúkdómsgreiningar, slitgigt, kyndeyfð, MS-sjúkdóm, geðklofa, niðurgang, kvíða, lekanda og svo framvegis. Hins vegar innihalda skráningarkerfin einnig sams konar tákn fyrir hvers kyns atferli viðkomandi einstaklinga, félagslegt samskiptamunstur þeirra og hegðun, tilfinningar, hugsanir og ástand þeirra til líkama og sálar í bráð og lengd. Sjúkraskráin inniheldur að sjálfsögðu líka texta sem er afar breytilegur og einstaklingsbundinn að gerð eftir því hvaða læknir á í hlut í hverju tilviki. í sjúkraskrá heimilislæknisins eru einnig aðsend gögn frá öðrum læknum og heilbrigðisstofnunum sem viðkomandi hefur leitað til. Og hvað af þessu öllu saman þóknast grunninum miðlæga svo að taka til sín úr sjúkraskránni? Öllum er kunnugt að trúnaðarsamtöl læknis og skjólstæðinga hans innihalda oft á tíðum afar við- kvæmar upplýsingar um persónuleg málefni, upp- lýsingar sem eru alveg jafn viðkvæmar hvort sem þær eru á textaformi í sjúkraskrá eða tölvutæku talna- formi, sama hvað líður öllum heimsins öruggustu dulkóðunum. Því hefur verið haldið fram að í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði fari ekki annað en dul- kóðaðar upplýsingar um sjúkdómsgreiningar en texti í sjúkraskrám verði látinn í friði og því eigi hætta á misnotkun persónulegra upplýsinga að verða lítil. Nú er það hins vegar svo að í mörgum við- kvæmum tilfellum skrái ég, og eflaust margir aðrir læknar, sjúkdómsgreininguna eða atferlið aðeins á tölvutæku formi en takmarka eða sleppi alveg texta- færslu í þeim tilgangi, hélt ég, að vernda trúnaðinn. Þetta getur átt við þegar um er að ræða ýmsar 544 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.