Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2001, Side 46

Læknablaðið - 15.06.2001, Side 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PERSÓNUVERND OG FRIÐHELGI EINKALÍFS framförum og eru því ónothæfar sem slíkar, jafnvel þótt einhver óskilgreindur hluti þeirra væri kominn í miðlægan pott sem einhverjir hefðu fengið starf við að hræra í. I sjöundu grein nýju gagnagrunnslaganna segir svo: „Starfsmenn viðkomandi heilbrigðisstofnana eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna skulu búa upplýsingar til flutnings í gagnagrunn á heilbrigðissviði.“ Athyglisverð orð en algjörlega óraunhæf hvað heimilislækninn mig varðar vegna þeirra forsendna sem ég hef gengið út frá við sjúkraskrárgerðina og ég hef þegar lýst. Lagaákvæði þetta er ekki síður óraunhæft þegar horft er til þeirrar alvarlegu manneklu sem ríkir og mun ríkja næstu árin í heimilislæknastétt: einhver verður að sjá um sjúklingana á meðan heimilislæknarnir eru að vinna við undirbúning gagnaflutningsins. Ásókn í heilsufarsupplýsingar Andmælendur mínir í gagnagrunnsmálinu bera mér gjarnan á brýn að andstaða mín gegn flutningi sjúkraskrárgagna í miðlægan grunn hljóti að byggjast á fjárhagslegri öfund eða persónulegri óvild til þeirra sem vilja koma miðlægum gagnagrunni á fót. Einnig er ég látinn heyra að með háttalagi mínu standi ég í vegi fyrir læknisfræðilegum framförum. Fyrrnefndu ávirðingarnar eru ekki svara verðar. Hvað varðar þær síðarnefndu þá hef ég þegar lýst vísindalegu gagnsleysi þeirra sjúkraskráa sem ég hef unnið á starfsferli mínum auk þess sem reglulega berast fréttir af læknisfræðilegum áfangasigrum íslenkra erfðavísindamanna þrátt fyrir þá staðreynd að enn fyrirfinnst enginn miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði. Ég fæ því ekki séð að miðlægur gagnagrunnur sé forsenda þess að framfarir geti orðið í læknavísindum. I læknisstarfi mínu síðustu árin verð ég var við síaukinn áhuga ýmissa aðila utan heilbrigðiskerfisins á heilsufarsupplýsingum um skjólstæðinga mína. Pessi áhugi er út af fyrir sig ekki óeðlilegur í mörgum tilvikum. Líftryggingafélög, nú orðið mörg hver erlend, vilja upplýsingar um tryggingaþega, atvinnu- rekendur um launþega og svo framvegis. Þarna eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Umbeðnar upplýsingar um skjólstæðinga mína læt ég að sjálfsögðu ekki af hendi nema að fengnu upplýstu leyfi þeirra. Ég get ekki með nokkru móti varist ótta við að ef og þegar trúnaðarupplýsingar úr sjúkraskrám skjólstæðinga minna verða komnar í miðlægan gagnagrunn í eigu þriðja aðila verði erfiðara að standa vörð um trúnaðinn, sama hvað öllum dulkóðunum og öðrum yfirlýstum öryggiskröfum líður. Trúnaðarsamtalið verður þá orðin fjárhagsleg eign aðila sem eðli málsins samkvæmt hljóta að freistast til að líta á eignina út frá eiginhagsmuna- legum fjárhagssjónarmiðum frekar en út frá persónulegum hagsmunum þeirra sem leggja til efnið í grunninn. Alveg á sama hátt og nú er mikil ásókn í heilsufarsupplýsingar frá einstökum læknurn um skjólstæðingana hlýtur að verða ásókn í sambæri- legar upplýsingar úr miðlægum gagnagrunni. Par með er efnt til harkalegs áreksturs fjármagnsafla annars vegar og siðferðiskenndar hins vegar. Það er mín trú að aldrei nokkurn tímann muni mannskepnunni takast að finna upp dulkóðanir sem standast mátt Mammons. Að mínu áliti myndu „dreifðir" gagnagrunnar, sem hver læknir ynni á vísindalegum forsendum fyrir sína skjólstæðinga og væri ábyrgur fyrir, nýtast miklum rnun betur sem vísindagagn heldur en miðlægur grunnur auk þess sem hætta á trúnaðarrofi milli lækna og skjólstæðinga og misnotkun á persónulegum upplýsingum yrði mun minni. Víst er ég breyskur sem aðrir menn og ekki ónæmur fyrir Mammoni og vissulega er hægt að brjótast inn í minn „dreifða“ gagnagrunn jafnt sem miðlægan. Munur- inn er hins vegar sá að ábyrgðin á leka úr mínum grunni hvílir á mér persónulega en ekki á fjármagns- hlutafélagi sem hefði takmarkaðan hag, ef þá nokkurn, af því að reyna að bæta orðinn skaða á trúnaðarsambandi einhverra óviðkomandi einstak- linga við heimilislækni sinn. Úr „dreifðum“ gagnagrunnum, sem þannig væru unnir á vísindalegum forsendum og með fyrirfram upplýstu samþykki sjúklinganna, mætti hugsanlega í framtíðinni byggja miðlægan grunn sem stæðist bæði vísindalegar og siðferðislegar kröfur enda þótt misnotkunarhættan væri áfram fyrir hendi. Lokaorð Ég vona að mér hafi tekist að koma því til skila með þessum orðum að andstaða mín gegn flutningi upp- lýsinga úr sjúkraskrám skjólstæðinga minna í mið- lægan gagnagrunn, án skriflegs og upplýsts sam- þykkis þeirra, byggist fyrst og fremst á því að slíkur gjörningur stríðir gegn samvisku minni og siðferðis- kennd. Dugi ekki lengur það siðvit, sem þorpið hans Jóns úr Vör innrætti mér í bernsku og ég hef hingað til lifað og starfað eftir, til þess að ég geti sinnt heimilislæknisstörfum áfram í sátt við íslenskt lagaumhverfi, þá á ég ekki annarra kosta völ en að taka pokann minn. 546 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.