Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / UNGAR KONUR í LÆKN ASTÉTT Framsæknar, ungar og í skemmtílegu starfi Hulda Einarsdóttir og Sigríður Björnsdóitir eru nýútskrifaðir læknar, Hulda lauk kandídatsári sínu á síðasta ári og Sigríður ári fyrr. Pær starfa nú sem umsjónarlæknar á lyflækningadeild Landspítala Hringbraut og eru farnar að huga að sérnámi. Það er í mörg horn að líta hjá þeim um þessar mundir, þar sem það er í þeirra verkahring, auk daglegra starfa á deildum og á vöktum, að skipuleggja vaktaskema deildarinnar fyrir hvern mánuð, fundahöld og annað slíkt. Nýr útskriftarárgangur er að koma til starfa þessa dagana og þá þarf að endurskipuleggja allt upp á nýtt. Vinnuálag unglækna hefur verið nijög til umræðu að undanförnu og þegar litið er á daglegar skyldur þeirra Sigríðar og Huldu og fylgst með þeim í starfi dagspart er ljóst að sú umræða er ekkert út í bláinn. En hvernig upplifa þær þetta vinnuálag: Hulda: „Álagið jókst mikið þegar ég byrjaði á deildarlæknisárinu, og var þó mikið fyrir. Eg var allt í einu komin í umsjónarlæknisstöðu, kennslu og fleira. Þá varð eiginlega alger sprenging..." Sigríður: „Maður hugsar kannski ekki svo mikið um þetta, það er eins og ósjálfrátt sogist maður inn í þetta mikla vinnu og átti sig ekki á henni fyrr en út úr henni er komið. Þegar ég fór í barneignafrí þá allt í einu sá ég þetta betur.“ Unglæknar minna á sig á ýmsum stöðum Hafið þið veríð virkar í baráttu unglœkna að undanförnu? Sigríður: „Við höfum verið virkar í umræðunni og undirbúningnum og þá sérstaklega innan spítalans." Hulda:, ,Svo höfum við tekið þátt í könnunum um þessi mál og talað um þau við yfirmenn okkar." Sigríður: „Og vonandi hefur það skilað einhverju." Að tala við sjúklinginn og sinna pappírsvinnunni Þrátt fyrir álagið finnst þeim ástæðulaust að barma sér og vilja frekar reyna að hafa áhrif á það sem þeim þykir þurfa að breyta til betri vegar. Starfið er ánægjulegt og lærdómsríkt að mati þeirra, ekki síst þeir þættir er varða skipulagningu og stjórnun. Sigríður: „Þetta er mjög skemmtilegt starf en ég vildi hafa miklu meiri tíma til að lesa fræðin, en ég hef. Það er hvetjandi að geta nýtt sér það sem maður er búinn að læra inni á spítalanum. Svo erum við að vinna með skemmtilegu fólki og í starfinu hittum við ótrúlega fjölbreyttan hóp fólks.“ Er starfið í einhverri líkingu við það sem þið áttuð von á? Hulda: „Eg varð dálítið hissa þegar ég gerði mér grein fyrir því hve mikil pappírsvinna er fólgin í því.“ Ofmikil? Hulda: „Það er alltaf spurning af hverju má taka. Nú er ég til dæmis að vinna rannsóknarvinnu, fara í gegnum gamlar sjúkraskrár, og það er mjög erfitt að sjá hverju er hægt að sleppa, því auðvitað skiptir máli að allt sé vel og rétt skráð.“ Sigríður: „En ef litið er á mannlega þáttinn í starfinu, þá skiptir hann auðvitað mjög miklu máli og það er alltaf verið að benda okkur á mikilvægi þess að staldra sem mest við hjá sjúklingnum, tala beint við hann, frekar en að vera að tala um hann frammi eða skrifa um hann. En auðvitað fer alltaf einhver hluti af tíma okkar í skriffinnsku, það er eðli starfsins." Stærri hluti framhaldsnáms hér heima Hvaða hugmyndir hafið þið um framhaldsnám? Sigríður: „Eg held ég sé ákveðin í að fara í lyflækningar, en það sem ég er að velta fyrir mér núna er hvert ég á að fara, og er að skoða alla möguleikana í stöðunni. Við höfum verið að ræða það okkar á milli á spítalanum að það væri mjög gott fyrir unga lækna að hafa þann möguleika að geta tekið hluta af náminu hérna heima. Það þyrfti auðvitað að vera skipulagt þannig að fólk færi í gegnum ákveðið námsferli sem skilaði einhverju, til dæmis alþjóðlegu, stöðluðu prófi. Háskólasjúkra- húsið þyrfti helst að vera í samstarfi við eitthvert erlent sjúkrahús, því ég held að allir hafi gott af því að fara utan einhvern hluta námstímans. Aðstæður fólks eru auðvitað misjafnar og ég held að ef hægt væri að taka stærri hluta námsins hér heima þá væri það mjög jákvætt. Hér á landi eru mjög færir sérfræðingar og það er full ástæða til að nýta það og stytta náms- tímann erlendis. Það er bara spurning um tíma, hvenær stærri hluti af sémáminu kemur inn í landið. En auðvitað er þessi þróun byrjuð, bæði með kennslu í heimilislækningum og geðlækningum." Hulda: „Svíþjóð og Ameríka eru helstu kostirnir sem ég er að hugsa um. Fjölskylda mín býr í Svíþjóð, svo það togar sterkt í mig að fara þangað. Hins vegar hef ég ekki ákveðið í hvaða sérnám ég ætla, þótt ég sé komin með nokkrar grunnhugmyndir." 554 Læknablaðið 2001/87 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.