Læknablaðið - 15.06.2001, Page 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / UNGAR KONUR í LÆKNASTÉTT
skemmtilegt, þær hlökkuðu til að mæta, þátt fyrir
annríki og þegar námskeiðið var búið var þegar farið
að huga að því að leita að nýju námskeiðis sem fylgdi
þessu eftir. En hvað var það einkum sem þeim fannst
gagnlegt?
Sigríður: „Námskeiðið var byggt upp á mjög
almennan hátt og kemur því að mjög víðtækum
notum. Pað var fjallað um hvernig koma ætti sínum
málum á framfæri, til dæmis með því að æfa
raddbeitingu ..."
Hulda: „... samningatækni og hvernig er hægt að
fylgja hagsmunamálum sínum eftir.“
Finuið þið fyrir því að þurfa frekar að láta að
ykkur kveða en eldri starfsbrœður?
Sigríður: „Pað kemur fyrir, það er sérstaklega
eldra fólkið sem á erfitt með að sjá ungar stelpur fyrir
sér sem lækna, heldur er læknir í þeirra augum
virðulegur eldri maður. Við vorum um daginn að
útskýra ítarlega niðurstöður úr rannsóknum fyrir
gamalli konu og kynntum okkur auðvitað fyrir henni,
en hún var sífellt að spyrja: Já, en hvenær kemur
læknirinn, hvenær kemur sjálfur læknirinn.“
Óraunverulegt að sjá annað
fyrir sér en jöfnuð
Hulda: „Mér fannst viss áskorun felast í því að fara í
starf þar sem karlar voru ríkjandi. Maður finnur það
vel að þeir eru í meirihluta enn, til dæmis á deildinni
okkar, en þetta er að breytast, ekki síst með okkar
kynslóð. Mér hefur alltaf fundist sjálfsagt að geta gert
það sem ég vil, án þess að hugsa um það að ég sé
stelpa. En hins vegar erum við að rekast á það núna
að með tímanum þykir kannski ekki sjálfsagt að við
fáum stöður til jafns við karla þegar við komum úr
sérnámi, alla vega er möguleiki á að svo verði. Samt
finnst mér það ekki vera raunverulegt."
Eruð það ekki einmitt þið sem œtlið að breyta því,
ekki er það náttúrulögmál?
Hulda: „Nei, það er það ekki, en tölurnar tala sínu
máli. Hins vegar er aðalmálið að vera að gera það
sem maður vill gera. Ég hefði ekki séð það fyrir mér
að ég, svona stelpuskjáta, yrði umsjónarlæknir á
Landspítalanum rétt komin úr námi.“
Sigríður: „En það er merkilegt, að í seinni tíð hafa
frekar verið konur í því starfi. Ég heyrði reyndar um
daginn að það væri engin tilviljun. Konur hafa þótt
skipulagðari og henta betur í þetta starf.“
Spjallið við Huldu og Sigríði gefur tilefni til fullrar
bjartsýni á framtíð kvenna í læknastétt, og þær benda
sjálfar á að hlutverkaskipting kynjanna hafi breyst
verulega, og fjölgun kvenna í stéttinni vinni með
þeim. Munurinn á kynjunum er að þeirra mati síður
en svo til að hafa áhyggjur af, aðalatriðið er að allir
eigi það val að stunda það nám og leita í þau störf
sem áhugi þeirra stendur til. Og það hafa þær hugsað
sér að gera.
aób
Leiðrétting
Með umfjöllun um forsíðumyndina á maíhefti
Læknablaðsins, Lítil stúlka eftir Önnu Hrefnudóttur,
birtist Ijóð sem er hluti af verkinu. Við birtingu féll
niður síðari hluti ljóðsins. Ljóðið birtist hér í réttri
mynd.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Læknatalið selt í
yfir 1000 eintökum
Læknatalið, Læknar á íslandi, fjórða úgáfa, sem út kom á síðasta ári, hefur nú
selst í yfir 1000 eintökum. Ritið er í þremur bindum og hefur að geyma
æviágrip meira en 2000 lækna frá 17. öld og til ársins 2000. í formála þess eru
ýmsir skemmtilegir fróðleiksmolar, en ítarlegar æviskrár lækna eru vitanlega
aðalefni þess. Þeir sem enn eiga eftir að eignast ritið og hafa hug á því að gera
það geta nálgast það hjá bókaútgáfunni Þjóðsögu í Húsi verslunarinnar. Sími
þar er 511 1777. Bókin mun einnig fáanleg í einhverjum bókaverslunum og
hefur verið seld á krónur 26.900. Full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða
þetta fróðlega rit og athuga hvort ekki er ástæða til að eignast það.
LÍTIL STLILKA
Einu sinni var lítil stúlka
sem sat oft ífjörunni
og dreymdi um óskalöndin hinum megin.
Seinna hinum megin,
hlógu öldurnar og sögðu:
Haltu áfram,
óskalandið er enn
handan sjóndeildarhringsins.
Ég er ennþá á leiðinni.
AH
556 Læknablaðið 2001/87