Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Síða 63

Læknablaðið - 15.06.2001, Síða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEIMILISLÆKNI NGAR þörfum þjóðfélagsins ekki síður en sjúklinganna. Umfram allt verðum við að andæfa gegn brotsjóum hinnar læknisfræðilegu súrsunar. Verklagsreglur er nauðsynlegt að taka upp í ríkum mæli, en til að þeim sé fylgt, verða þær helzt að vera samdar af sömu læknum og eiga að fara eftir þeim. Að sjálfsögðu er mikið gagn að miðstýrðri aðstoð í þeirri vinnu, en sú leiðsögn ætti þó fyrst og fremst að vera aðferða- fræðilegs eðlis. Fagna ber frumkvæði landlæknis- embættisins í þessari viðleitni, sem ber að þakka og stórefla. Því miður hafa undirtektir okkar og nýting þessarar leiðsagnar borið svipuðum eldmóði vott og finna má hjá uppgefnum gangnahesti á réttardegi. Til að finna tóm til þessara starfa á heilsugæzlustöðvun- um verðum við að breyta forgagnsröðun daglegra verkefna og nýta samstarfsfólk með öðrum hætti en verið hefur, ef fjölgun í stéttinni lætur á sér standa. 3. Aukið ijárniagn og uppbygging: Að tveimur framangreindum liðum afgreiddum hygg ég, að róðurinn muni léttast og meiri líkur séu á því, að stjórnvöld telji eflingu heilsugæzlu og heimilis- lækninga arðbæra fjárfestingu. Að sjálfsögðu verða Islendingar að fara að dæmi nágranna sinna á Norðurlöndum og launa heimilislækna betur en aðra sérfræðinga, sérstaklega í dreifbýli. Hins vegar verðum við að standa undir þeim launamun með fagmennsku í starfi. Þetta hafa sænsk stjórnvöld skilið og mun þar stórum fjárhæðum verða varið til að efla heilsugæzluna á næstu árum með fjölgun heilsugæzlustöðva og tilheyrandi fjölgun heimilis- lækna og annars starfsliðs. Einnig verða heimilis- læknisfræðistofnanir á háskólastigi stórefldar þar til að veita hina faglegu leiðsögn. Með sama hætti geta íslenzk stjórnvöld ekki búizt við að geta stöðvað uppdráttarsýki heilsugæzlunnar nema með mjög myndarlegum fjárveitingum og víðtækum aðgerðum til uppbyggingar hennar, sem einkum miði að því að gera störf innan hennar áhugaverð og eftirsóknar- verð. 4. Áherzlubreyting í læknanámi. Trúlega má breyta innihaldi læknanáms þannig, að meiri áherzla sé lögð á sjúklingsviðmiðaða læknisfræði í stað sjúkdómsviðmiðaðrar. Einnig á lýðheilsufræði og vandamiðaða kennslu. Með því að kenna nemendum snemma í læknanámi að leysa raunveruleg vandamál (problem oriented learning) ganga þeir að námi sínu og síðar starfi með allt öðru hugarfari en því, að miða nám sitt við að ná prófum eða leysa skammtíma- vanda. Læknisefnum verða með þessu móti ljósari þarfir þjóðfélagsins og væntanlegra skjólstæðinga og mætti þannig hugsanlega glæða áhuga þeirra á því að verða þjóð sinni til gagns. Með bættri fræðilegri, faglegri og kjaralegri stöðu heilsugæzlunnar gætu þeir jafnvel séð möguleika innan hennar á að svala framaþrá sinni og og jafnvel einnig að sinna hinu göfuga tómstundagamni unglækna, hlutabréfa- viðskiptum. 5. Kaunhæf þjálfun unglækna: Lengja þarf þjálfunartíma kandídata í heilsugæzlu í hálft ár, því á skemmri tíma ná þeir ekki að skilja innihald fagsins eða setja sig í þær stellingar, að þeir taki eftir því, sem fram fer í kringum þá. Þetta gildir einkum um starf í dreifbýli, þar sem ákveðinn lífsstíll er hluti af starfinu. Gera þarf heilsugæzlustöðvunum fjárhagslega kleift að taka vel á móti þessum kandídötum og veita þeim þá handleiðslu og verklegu kennslu sem nauðsynleg er, til að þeir fái áhuga á heimilis- eða dreif- býlislækningum. Mikilvægt er að góð samvinna náist milli heilsugæzlunnar, háskóladeilda og kennslu- spítala varðandi kennslu og þjálfun. 6. Skipulegt framhaldsnám: Unnin voru fyrir nokkrum árum drög að skipulagi námsbrautar í dreifbýlis- (landsbyggðar-) lækningum sem og mið- stöð símenntunar dreifbýlislækna og -hjúkrunar- fræðinga, sem vera skyldi í tengslum við Háskólann á Akureyri. Engin alvara virðist hafa legið að baki þessum áformum af hálfu heilbrigðisyfirvalda, því ekkert bólar á fjárveitingum til þess arna. Með því að standa myndarlega að því máli myndi vafalítið verða að nýju hægt að koma af stað því flæði milli framhaldsnáms, heimilislæknisstarfa í dreifbýli og síðar í þéttbýli, sem vel gafst fyrir tveimur áratugum og hleypti grósku í heilsugæzluna jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. Að sjálfsögðu þarf að styðja áfram við framhaldsmenntun í heimilislækningum í þéttbýli með þeim áherzlum, sem að ofan greinir. 7. Rannsóknastarfsemi og þróunarverkefni: Sjálf- stæða þekkingaröflun, vísindastarfsemi og grúsk þarf að stórauka í heilsugæzlunni og gera það að sjálf- sögðum þætti starfsins og yrði að því hin bezta geðbót. Þróun síðari ára hefur verið með þeim hætti, að þeim heimilislæknum sem fást við slíkt hefur heldur fækkað, en rannsóknavinnan orðið faglegri og akademískari. Viðfangsefnin hafa þó verið æði hefðbundin. Rannsóknastarfsemi heimilislækna háir skortur á tómi, fjarlægð frá akademísku samfélagi í dagsins önn með tilheyrandi skorti á hvatningu, skortur á handleiðslu og ónóg kunnátta í aðferða- fræði. Ur seinni tveimur atriðunum hefur prófessor- inn í heimilislækningum árum saman reynt að bæta með mikilli eljusemi. Sjálfsagt er að hefja samvinnu við rannsóknafyrirtæki eins og íslenzka erfðagreiningu og Urði, Verðandi, Skuld, svo framar- lega sem það sé gert með siðlegum hætti og án allra blekkinga. 8. Fjölbreyttari rekstrarform: Reyna þarf nýjar leiðir og rekstrarform í heilsugæzlunni. Það að stokka upp spilin og virkja lækna og annað starfsfólk í hugmyndafræðilegri umræðu og skipulags- umræðum gæti komið blóðinu á hreyfingu að nýju. Ein leið er að vinna nánar með sveitarfélögunum og fela þeim rekstur heilsugæzlustöðva og önnur að fela starfsmönnum reksturinn. Þar sem einstaklings- hyggja virðist atvinnusjúkdómur hjá flestum læknum, Læknablaðið 2001/87 563
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.