Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Síða 67

Læknablaðið - 15.06.2001, Síða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GJALDSKRÁRKERFI Gjaldskrárkerfi sem stýringartæki heilbrigðisyfirvalda Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum og starfar í Noregi. Vel útfærða gjaldskrá má nota sem tæki til að stýra heilbrigðisþjónustunni. Jafnframt tryggja þjónustu fyrir þá sjúklinga sem þurfa mest á henni að halda. Hindrað ofnotkun hjá sjúklingum með minni- háttar kvilla og beint þeim annað. Sé hún vel samin getur hún einnig aukið samfélagsvitund stéttarinnar, starfsánægju og bætt afköst. Hér um árið urðu heilsugæslulæknar leiðir á akkorðskerfi því sem þeir höfðu unnið eftir svo árum skipti. Hér á ég við harkið um grænu seðlana í dagvinnu sem allir þekkja og mörgum leiddist, en varð þó til að launin og afköstin toguðust heldur upp á við. Þrátt fyrir að tiltölulega lítið væri á þessum rukkunarseðlum að græða létu menn sig hafa þetta fyrirkomulag sem virkaði eins og akkorðsgulrót af minni gerðinni. Það var eins og grænmetið kæmist aldrei nokkurn tíma upp í kjaftinn þótt nálægt nefinu væri. Svo skiptu menn um skoðun og fannst nóg komið. Menn þreyttust heldur meir á þessu harki en nauðsynlegt var. En ég held að læknar hafi á sínum tíma verið nokkuð samdóma um að það væri best að vera laus við þetta kerfi, enda var þetta ekkert orðið í krónum talið fyrir hvert viðtal. Þá virtist nærtækasta hugmyndin að vera bara á föstum launum og losna við pressuna sem fylgdi akkorðinu. Þessa sögu þekkjum við öll. Sagan er barn síns tíma en það sem mér finnst nú eiginlega merkilegast við hana nú nokkrum árum seinna er að hún er eitthvað svo óíslensk og í mikilli andstöðu við það sem aðrar menntaðar stéttir hafa barist fyrir í gegnum árin. Mér liggur við að segja að í henni sé undirtónn af uppgjöf. Flestar stéttir í landinu hafa séð sér hag í að frá greitt eftir afköstum. Það á sér djúpar rætur í atvinnulífi til dæmis sjómanna og bænda frá örófi að fá umbum í hlutfalli við það sem unnið er og að vera sinn eigin herra. Verkfræðingar, arkitektar og iðnaðarmenn svo dæmi séu nefnd, komu sér upp uppmælingartöxtum fyrir áratugum síðan, réðu sér aðstoðarmenn í hin léttari verkin, stofnuðu fyrirtæki og unnu eins og hugur bauð. En læknir- inn? Nei, hann hugsar einhvern veginn allt öðru vísi. Ekki spyrja mig hvers vegna. Hvar eru Sumarhús heimilislækna? Ekki hvet ég til einyrkjabúskapar að hætti Bjarts, en hvers vegna byggja menn sér ekki sitt eigið hús að hætti sjálfstæðra manna? Það segir mér nú enginn að þessi breyting yfir í afkastahvetjandi kerfi hinna ýmsu stétta hafi almennt reynst þjóðhagslega skaðlegt. Þrátt fyrir þessa jákvæðu mynd verður nú varla á móti mælt að afkastahvetjandi kerfi getur bitnað á heilsu manna og einnig komið niður á gæðum vinnubragðanna. Þessu er til að svara að menn verða að sakast við sjálfan sig ef þeir vinna óvandaða vinnu vegna tímapressu. Þetta er á endanum siðferðisleg spurning sem starfsmaður- inn verður að gera upp við sig. Gjaldskrárkerfi krefst því nokkurs sjálfsaga og eftirlits ef það á að lukkast. Sjúklingurinn er sá aðili sem á að geta veitt að- hald í þessu efni. Fái hann ekki eðlilegan tíma og athygli læknisins er það hans að láta vita, kvarta eða að hverfa á braut ef hann hefur annan valkost. Og oftast hefur hann valkost. Slíkt aðhald er eðli góðrar þjónustu og hún getur ekki batnað án þessarar víxlverkunnar milli þess sem veitir hana og þess sem þiggur. Virkt gæðakerfi byggir á þessarri staðreynd: að fá svörun við þjónustunni. Gæðaaðhaldið verður fyrst og fremst að koma frá kúnnanum. En einnig í vissu mæli frá greiðandanum (TR) og að auki samtökum lækna. Þessar hugleiðingar eru til að benda á að það geti verið ástæða til að taka upp í frumheilsu- gæslunni innheimtu taxta fyrir unnin verk. Eftir fyrirmynd frá sérgreinalæknum, þrátt fyrir þá annmarka sem áður greinir. í það minnsta sem valkost í sjálfstæðum rekstri. Öðrum sem hentar betur föst laun ætti að sjálfsögðu að bjóðast það. Valkostir eru nútíma- legir og auka starfánægju. Það er yfirvalda að setja leikreglur og ramma en okkar lækna að sjá um útfærsluna og tryggja endurbætur og prófun nýrra hugmynda í þjónust- unni. Annars sýnist mér við dæmdir til að staðna. Sé taxtakerfi á annað borð notað ætti tvímæla- laust að gilda jafnræðisregla um að líkt sé greitt fyrir sömu verk þeirra sem hafa hliðstæða mennt- un (og því gilda fyrir alla sérfræðinga), að því gefnu að rekstrarformið sé sambærilegt. Ekki sætta sig við annað. Allir sérfræðingar ættu til dæmis í dag að fá það Læknablaðið 2001/87 567
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.