Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Síða 71

Læknablaðið - 15.06.2001, Síða 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EVRÓPUSAMSTARF LÆKNA Fundir Comité Permanent í desember 2000 og apríl 2001 Katrxn Fjeldsted Höfundur er sérfræöingur í heimilislækningum og fulltrúi LÍ í Comité Permanent. í DESEMBER SÍÐASTLIÐNUM VAR HALDINN FUNDUR HJÁ Comité Permanent (CP) og sótti undirrituð hann sem fulltrúi Læknafélags íslands. Eins og fram hefur komið áður eru CP heildarsamtök evrópskra lækna og funda þau að jafnaði tvisvar til þrisvar árlega, yfirleitt í Brússel. Fjármál samtakanna settu tals- verðan svip á desemberfundinn. Fyrirtækið Price- WaterhouseCoopers hafði verið fengið til að endur- skoða fyrri ársreikninga og gerði miklar athuga- semdir við ársuppgjör fyrir 1998 og 1999 og virtist sem ekki væru til næg gögn um tæplega fimm milljón króna greiðslur alls. Af þeirri upphæð var ekki ljóst hvert rúm milljón hefði runnið. Þetta varð til þess að reikningarnir fengust ekki samþykktir og var afgreiðslu þeirra frestað til aprílfundar, svo og ákvörðun um árgjald aðildarfélaga. Dagana 26.-28. apríl í vor var svo farið yfir málin að nýju. Gjaldkeri CP, prófessor Vilmar og endurskoðandi félagsins, portúgalski læknirinn dr. Pedro Nunes, stóðu í ströngu fyrir fundinn og á honum en talið var að vafaatriði hefðu þá skýrzt nægilega og voru fyrri ársreikningar loks samþykktir. Ljóst má telja að breytingar þær sem gerðar hafa verið á starfsemi samtakanna í tíð núverandi stjórnar, þar sem beitt hefur verið aðhaldi, sem og ytri og innri endur- skoðun, verði til þess að óreiða af þessu tagi megi teljast úr sögunni. Á desemberfundinum voru Pólland og Eistland tekin formlega inn í samtökin og eru því aðildarlöndin orðin 19. CP hefur fylgzt með viðræðum um stækkun Evrópusambandsins og Rainer Brettenthaler verið fulltrúi framkvæmda- stjórnar CP. Mikilvægt er að hafa náið samstarf við kollega í væntanlegum ESB löndum svo að tryggja megi gagnkvæma viðurkenningu á réttindum og sambærilega heilbrigðisþjónustu í aðildarlönd- unum. Verklag hjá CP Fyrstu tvo dagana koma undirnefndir CP saman og fara yfir verkefni sín, fella eða mæla með málum sem síðan koma til kasta aðalfundar (General Assembly) síðasta daginn en þar eru þau endanlega afgreidd. Þetta er nokkuð seinlegt fyrirkomulag en þó tryggir það að mál séu vel unnin. Mér var sagt áður en ég fór á minn fyrsta CP fund vorið 2000 að það gæti jafnvel tekið mörg ár að breyta kommusetningu í skjölum og samþykktum CP, en með nýju verklagi gengur vinnan mun greiðar en áður. Skjöl eru send út fyrirfram og telst mér til að þau hafi verið um hálft hundrað sem ég fékk í tölvupósti í vor og svo bættust nokkur við á fundinum sjálfum. í nefnd um fyrirbyggjandi læknisfræði og umhverfið (Preventive Medicine and Environment Subcommittee) er verið að fjalla um nýstofnaðan vettvang fyrir heilbrigðismál (European Health Forum, CP 2001/005), tóbak og ekki sízt þá fjármuni sem varið er til að styrkja tóbaksframleiðslu sem búgrein (CP 2001/044), Matvælastofnun og öryggi matvæla (Food Safety Authority, CP 2001/039 og fleira) til dæmis vegna díoxíneitrunar, kúariðu og erfðabreyttra matvæla (en þótt 100 manns hafi látist út kúariðu í Evrópu deyja 10.000 í Þýzkalandi árlega úr inflúensu og enginn talar um að skylt þyrfti að vera að bólusetja, sagði Zollner frá UEMS), næringu, atvinnusjúkdóma, öryggi í umferðinni (42.000 deyja og umferðarslysin kosta 160 milljón evrur árlega sagði dr. Haehnel frá Frakklandi), börn og áfengi (CP Info 14-2001, Svíar hafa skorið upp herör gegn áfengisneyzlu ungmenna og áhugi er fyrir því að fleiri aðildarríki geri slíkt hið sama), svo eitthvað sé nefnt. í nefnd um læknanám og framhaldsmenntun (Professional Training, CME and Medical Audit Subcommittee, nafninu var reyndar breytt þannig að CPD kemur í staðinn fyrir CME) bar mest á umræðu um gagnkvæma viðurkenningu á læknanámi og prófskírteinum, en einnig var rætt um framtíð ACMT (Advisory Committee on Medical Training, sem var læknisfræðileg ráð- gjafanefnd fyrir Evrópuframkvæmdastjórnina (European Commission) en nýtur ekki lengur fjárstuðnings og hefur ekki komið saman í tvö ár. Ekkert hefur formlega komið í staðinn en ef til vill ætti CP að sinna slíku hlutverki. Ákveðið var að setja vinnuhóp í málið). Einnig hafa læknar í mörgum löndum áhyggjur af nýliðun í læknisfræði, einkum í vissum sérgreinum þótt offramleiðsla á læknum sé í sums staðar, til dæmis í Þýzkalandi. I Bretlandi vantar 10.000 heimilislækna og þótt stjórnvöldum hafi árum saman verið gert það ljóst, vantar enn fjármagn fyrir ný störf. Þriðja nefndin sinnir skipulagi heilbrigðis- þjónustu, almannatryggingum, heilsuhagfræði og lyfjaiðnaði (Organisation of Health Care, Social Security, Health Economics and Pharmaceutical Industry Subcommittee). Þar var meðal annars Læknablaðið 2001/87 571
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.