Skessuhorn - 21.05.2014, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
Grundaskóli á Akranesi var í hópi
tólf skóla sem mættust í úrslita-
keppni Skólahreysti sem fram fór
sl. föstudag í Laugardalshöllinni.
RÚV sýndi beint frá keppninni.
Þetta er í þriðja sinn sem Grunda-
skóli er fulltrúi Vesturlands í
keppninni. Keppendur skólans að
þessu sinni voru þau Helgi Arnar
Jónsson sem keppti í upphífing-
um og dýfum. Saman í hraðaþraut
voru Eiður Andri Guðlaugsson
og Júlía Björk Gunnarsdóttir.
Loks keppti Birna Sjöfn Péturs-
dóttir í armbeygjum og hreysti-
greip. Ungmennin stóðu sig vel,
en blönduðu sér ekki í hóp efstu
liða.
Skólarnir sem kepptu til úrslita
auk Grundaskóla eru: Fellaskóli í
Fellabæ, Grunnskólinn á Þingeyri,
Heiðarskóli og Holtaskóli í Reykja-
nesbæ, Hvolsskóli á Hvolsvelli,
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ, Síðu-
skóli á Akureyri, Seljaskóli í Reykja-
vík, Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi,
Vallaskóli á Selfossi og Varmahlíð-
arskóli.
Leikar fóru þannig að Heiðar-
skóli í Reykjanesbæ bar sigur úr
býtum þetta árið. Í öðru sæti varð
Holtaskóli og Seljaskóli þriðji. mm
Framfarafélag Borgfirðinga hyggst
halda sína fyrstu Rabarbarahátíð í
Reykholti í Borgarfirði 21. júní
næstkomandi. Dagsetning hátíð-
arinnar er vel við hæfi, en 21. júní
eru sumarsólstöður og hefð fyrir
því að nýta fyrstu rabarbaraupp-
skeruna á þeim tíma. Er stefnt að
því að bjóða upp á fjölbreytta dag-
skrá. Verður meðal annars keppt
í rabarbaramatreiðslu af ýmsum
toga og munu þjóðþekktir dóm-
arar velja sigurvegara þar sem veg-
leg verðlaun verða í boði. Einnig
verða þar sölubásar þar sem vörur
unnar úr rabarbara eða honum
tengdar verða til sölu. Þá mun Vil-
mundur Hansen garðyrkjumaður
og rithöfundur verða á staðnum
og segja frá ýmsum fróðleik varð-
andi rabarbara.
Hátíðin er hluti af herferð til að
vekja athygli á hvernig hægt sé að
nýta afurðir úr héraði líkt og rab-
arbara. Á hverju ári er flutt inn til
landsins á milli 50 og 60 tonn af
rabarbara og vilja aðstandendur
hátíðarinnar meina að þar sé verið
að sækja vatnið yfir lækinn. Eru all-
ir hvattir til að mæta hvort sem það
er til að selja, keppa eða skoða.
Öll vinna við hátíðina er unnin
af sjálfboðaliðum en þeir sem hafa
áhuga á að vera með í undirbúningi
hátíðarinnar geta haft samband við
Jóhönnu Sjöfn Guðmundsdóttur
á Grímsstöðum. Áhugasamir um
bása og sölu á hátíðinni eru beðn-
ir um að hafa samband við Eddu
Arinbjarnar í Húsafelli. Hægt er
að nálgast frekari upplýsingar og
fylgjast með gangi mála af hátíð-
inni í gegnum Facebook síðuna,
Markaðshópur Framfarafélags
Borgfirðinga.
jsb/fréttatilkynning
Nú á vormánuðum 2014 hill-
ir undir að vélaskemma Golf-
klúbbsins Leynis verði fullkláruð
og tilbúin til notkunar. Það var um
haustið 2011 sem skrifað var undir
framkvæmdasamning milli Akra-
neskaupstaðar og Golfklúbbsins
Leynis um byggingu vélaskemmu
á Garðavelli. Í samkomulaginu var
m.a. getið um að GL myndi alfar-
ið sjá um byggingu á 500 fm húsi
á þremur árum sem áætlað var að
kostaði um 52 milljónir króna.
Akraneskaupstaður styrkti
klúbbinn með 20 milljóna króna
framlagi á fyrsta framkvæmda ári
og GL setti á móti um 20 millj-
ónir í peningum auk sjálfboða-
vinnu og með því náði GL að gera
vélaskemmuna fokhelda á fyrsta
ári. Þegar þessum áfanga var náð
var gerður nýr framkvæmdasamn-
ingur við Akraneskaupstað um að
GL fengi 8 milljónir á ári á næstu
þremur árum til að fullklára bygg-
inguna. Kostnaður bæjarins vegna
hússins er þá 44 milljónir auk nið-
urfellingar á byggingaleyfis-, fast-
eigna- og gatnagerðargjöldum sem
reiknast um 15 milljónir.
Skipuð var byggingarnefnd úr
röðum félagsmanna GL sem kom
saman reglulega á fyrstu mánuðum
verksins og lagði grunn að bygg-
ingu þessa glæsilega húss með sam-
spili verktaka á Akranesi og sjálf-
boðaliða úr röðum GL. Ákveðið
var að byggja 500 fm hús úr for-
steyptum einingum frá Smellinn
og BM Vallá.
Þeir verktakar og birgjar sem
komu að byggingu þessa húss eru
Skóflan, PK pípulagnir, Smellinn,
Viðar og Magnús múrarameistar-
ar, BM Vallá, Orkuveita Reykja-
víkur, Sjammi ehf., Rafþjónusta
Sigurdórs, Ískraft, Borgarplast,
Húsasmiðjan, Reykjafell, Smith
& Norland, Vagnar og Þjónusta
og Steinteppi. Er þessum verktök-
um og birgjum hér færðar bestu
þakkir fyrir gott samstarf. Arki-
tekta teikningar voru unnar af
Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt sem
gaf alla sína vinnu við hönnun og
teikningu skemmunnar og færir
byggingarnefnd GL honum bestu
þakkir.
Félagsmenn GL hafa unnið um
það bil 3000 klst. í sjálfboðavinnu
við byggingu skemmunnar. Allt
frá því að byrjað var að moka upp
fyrir grunni hússins og til lokafrá-
gangs. Félagsmenn hafa m.a. unn-
ið við gröft og fyllingar á grunni
undir húsið, reisingu húss, frágang
þaks og þakkanta, gluggasmíði og
gluggaísetningu, járnabindingu
fyrir gólfplötu, steypuvinnu við
plön og gólf, málun, smíði milli-
veggja, hurðaísetningu, pípulagna-
vinnu, raflagnavinnu, uppsetningu
innréttinga og fl. Þá má geta þess
að verknámsdeild rafiðnaðar FVA
lagði hluta af raflögnum í hús-
ið og eru þeim færðar þakkir fyr-
ir óeigin gjarnt starf.
Mikil breyting verður nú á
starfsmannaaðstöðu, viðgerðarað-
stöðu og geymslu tækja GL sem
hafði um árabil verið í miklum
ólestri. Byggingarnefnd GL óskar
félagsmönnum og Akraneskaup-
stað til hamingju með nýju véla-
skemmuna og þakkar öllum þeim
sem lagt hafa hönd á plóginn við
byggingu þessa glæsilega húss.
Akranesi 4. maí 2014
F. h. byggingarnefndar véla-
skemmu GL:
Guðmundur Sigvaldason fram-
kvæmdastjóri GL
Halldór Hallgrímsson byggingar-
stjóri og formaður byggingarnefndar
Hörður Kári Jóhannesson
Alfreð Þór Alfreðsson
Kristvin Bjarnason
Jón Einarsson
Jóhann Þór Sigurðsson
Hlynur Sigurdórsson
Sigurður Ragnarsson
Haukur Þórisson
Árni Geir Sveinsson
Guðjón Viðar Guðjónsson.
Frá markaði framfarafélagsins í fyrrasumar.
Rabarbarahátíð haldin
í Borgarfirði í júní
Keppendur frá Grundaskóla á Akranesi.
Grundaskóli í
úrslitum Skólahreysti
Þakkarbréf vegna byggingar vélaskemmu Leynis
Fyrsta skóflustungan tekin fyrir vélaskemmunni. Búið að reisa veggeiningar og ánægður hópur félaga og sjálf-
boðaliða sem vann við það verk.
Búið að stúka af rými.
Unnið við starfsmannaaðstöðu. Margir sjálfboðaliðar hafa komið að byggingu vélaskemmunnar. Vélaskemman fullbyggð.