Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 32
www.skessuhorn.is
Á þriðja þúsund síður af efni á ári – um 160.000 fréttir, tilkynningar, greinar og annað efni af Vesturlandi
Þetta allt færðu í Skessuhorni – hvergi annars staðar
Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi?
Áskriftarsíminn er 433-5500 og á heimasiðunni: www.skessuhorn.is
Mánudaginn 12. maí síðastliðinn
varði Gyða S. Björnsdóttir meist-
aranemi í umhverfis- og auðlinda-
fræði við Háskóla Íslands, loka-
verkefni sitt sem ber heitið „Sýnir
sauðfé við Hvalfjörð merki um líf-
fræðilegt álag af völdum mengun-
ar?“ Til þess að meta hvort bænd-
ur hafi orðið varir við einhver nei-
kvæð heilsufarseinkenni hjá sauðfé
vegna hugsanlegrar mengunar frá
iðjuverunum á Grundartanga, var
send spurningakönnun á alla bæi
þar sem voru tíu kindur eða fleiri.
Könnunin var send til bænda í
Kjósarhreppi, Hvalfjarðarsveit og
Borgarbyggð, alls á 222 bæi. Einnig
var stuðst við gögn úr gæðastýringu
í sauðfjárrækt og tekin viðtöl við
bændur í Hvalfjarðarsveit. Svörum
var skipt eftir því hvort býli voru í
14 km fjarlægð eða nær iðjuverun-
um annars vegar eða í meira en 14
km fjarlægð hins vegar.
Niðurstöður spurningakönn-
unar leiddu í ljós almenna ánægju
bænda með heilsufar sauðfjár og
reyndist ekki munur á svörum hóp-
anna. Fleiri bændur fjær iðjuver-
unum eru þátttakendur í gæða-
stýringu og skrá marktækt fleiri at-
riði sem tengjast heilsu sauðfjár. Af
þeim sem eru þátttakendur í gæða-
stýringu reyndust marktækt fleiri
bændur í nágrenni iðjuveranna hafa
orðið varir við bletti á framtönnum
sauðfjár og lélega ull, en rannsóknir
hafa sýnt að hvoru tveggja geti ver-
ið afleiðing of mikils flúors í fóðri.
Ekki reyndist munur hvað varðar
önnur neikvæð heilsufarseinkenni
sem spurt var um.
Fleiri geldær nær
iðjuverunum
Marktækt fleiri eldri ær en vetur-
gamlar voru geldar á svæðinu nær
iðjuverunum á Grundartanga á ár-
unum 2007-2012, að jafnaði 4% til
móts við 2,6% á svæðinu fjær. Ekki
er mikill munur á afurðatölum á
milli svæða þegar á heildina er litið.
Þróun þeirra á milli ára er þó ólík
eftir svæðum og nær iðjuverunum
verður rúmlega 6% samdráttur á
milli áranna 2007 og 2009. Seg-
ir Gyða í niðurstöðum verkefnis-
ins að þetta sé athyglisvert í ljósi
þess að heildarflúorlosun hafi auk-
ist um 172% á Grundartanga milli
áranna 2005 og 2008 vegna stækk-
unar Norðuráls. Árið 2012 eru af-
urðatölur frá svæðinu að jafnaði
aftur orðnar sambærilegar því sem
þær voru árið 2007. Marktækt hæst
hlutfall geldra eldri áa, að meðaltali
7,4%, og lægstar afurðatölur, eru á
bæjum suðvestanmegin við iðjuver-
in, á því svæði þar sem flúor hefur
á undanförnum árum mælst einna
hæstur í kjálkabeinum sauðfjár.
Áhrifa virðist síst gæta í afurðatöl-
um frá svæðinu suður og suðaustur
af iðjuverunum.
Veiku fé slátrað heima
Mælingar á flúor í kjálkabein-
um sauðfjár fara fram á 13 bæjum
í Hvalfjarðarsveit og Kjósarhreppi
í tengslum við vöktun iðjuveranna
á Grundartanga. Vöktun á flúor í
sauðfé fer þannig fram að sláturhús
senda fjóra hausa af lömbum og fjóra
hausa af eldra fé frá hverjum vökt-
unarbæ í mælingar á Tilraunastöð-
ina að Keldum. Rannsóknir sýna að
styrkur flúors í beinum er líklegri
til að mælast hærri hjá einstakling-
um sem eru veikir fyrir og of mikið
flúor í fóðri eða drykkjarvatni get-
ur auk þess haft áhrif á ónæmiskerf-
ið og á frjósemi. Viðtöl við bænd-
ur leiddu í ljós að fé sem veikist er
oftast slátrað heima á bæjunum og
þeir töldu að ekki svari kostnaði að
fá dýralækna til að skoða féð. Erf-
itt getur því verið fyrir bændur að
meta ástæður veikinda. Ekki eru
gerðar flúormælingar á því fé sem
veikist þar sem það fer að öllu jöfnu
ekki í sláturhús. Í viðtali við bónda
suðvestanmegin við iðjuverin kom
fram að töluverð afföll höfðu orð-
ið á sauðfé á bænum á undanförnu
ári. Gyða segir í niðurstöðunum að
í ljósi þessa væri æskilegt að veikt
fé væri ekki undanskilið umhverfis-
vöktun. Haldið yrði utan um skrán-
ingar á veikindum og afföllum og
bændur á svæðinu, sérstaklega þar
sem mesta mengunarálagsins er
að vænta vegna ríkjandi vindátta,
hefðu aðgang að dýralæknum sér
að kostnaðarlausu. Að öðrum kosti
væri hætta á að umhverfisvöktun-
in gefi ekki fullnægjandi mynd af
heilsufari búfjár á svæðinu. þá
Frá Hvalfirði.
Varði meistararitgerð um áhrif mengunar
á sauðfé við Hvalfjörð
Gyða S Björnsdóttir varði meistararit-
gerðina á dögunum.