Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Síða 26

Skessuhorn - 04.06.2014, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Búdrýgindi ehf. kvikmyndagerð. 1.000.000 kr. Verkefni sem spannar allt Vesturland. Hið blómlega bú, kvikmyndaþættir. Búdrýgindi ehf. / menningarmyndband fyrir Markaðsstofu Vesturlands. 600.000 kr. Markaðssetning menningarstaða, framhaldsverkefni á kynningarstarfi menningartengdra verkefna á Vesturlandi. Ungir - gamlir tónleikar á Akranesi. 600.000 kr. Vandaðir tónleikar grunnskólanna, tónlist- arskólans á Akranesi og reyndra tónlistarmanna og kennara. Is Nord tónlistarhátíðin. 600.000 kr. Tónlistarhátíð. Áhersla á íslenska og norræna tónlist og unga tónlistarmenn af Vesturlandi. Reykholtshátíð. 600.000 kr. Árleg tónlistarhátíð. Snorrastofa. 600.000 kr. Fyrirlestrar í héraði og námskeið í Snorrastofu. Eldfjallasafnið Stykkishólmi. 600.000 kr. Fróðleikur um eldvirkni á þessu sérstaka eldfjalla- svæði fært í app. Vitbrigði Vesturlands. 600.000 kr. Listir og samstarf skapandi greina, atvinnusköpun ungra listamanna til þess að skapa verkefni og samvinnu á Vesturlandi. Ferðaþjónustan Fljótstungu. 500.000 kr. Vinnustofur og samstarf með listamönnum / Lista- smiðja í Fljótstungu. Félag nýrra Íslendinga. 500.000 kr. Alþjóðleg menningarhátíð á Vesturlandi. Þjóðahátíð. Frystiklefinn, leikhús á Rifi. 500.000 kr. Leiksýningar á íslensku og ensku á sumrin. Stefnumót við Skagamenn. 500.000 kr. Myndbandsviðtöl við eldri Akurnesinga. Haraldur Bjarnason og Friðþjófur Helgason. Hollvinasamtök Þórðar Halldórssonar. 500.000 kr. BROT, kvikmynd um Þórð Halldórsson lífskúnstner frá Dagverðará. Markaðsstofa Vesturlands. 500.000 kr. Safnadagurinn 24. apríl / öll söfn á Vesturlandi vinna saman. Menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar. 500.000 kr. Sturluþing í Dölum. 800 ár frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar. Northern Wave. Dögg Mósesdóttir. 500.000 kr. Alþjóðleg stuttmyndahátíð í Grundarfirði, tónlistarmyndbönd, lokahátíð. Sigurður Sigurbjörnsson. 500.000 kr. Menningarsmiðja og samtímaskráning fyrir Dala- byggð. Tónlistarskólinn á Akranesi. 500.000 kr. Ævintýri í tónum og tali haustið 2014. Sýning í Bíóhöllinni. Leir7, leirlistarverkstæði og sýningarstaður. 450.000 kr. Atvinnuskapandi verkefni, nýsköp- un, hönnun, listsýningar. Byggðasafnið Görðum. 400.000 kr. Listsýning í samstarfi við Nýlistasafnið. Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum. 400.000 kr. Skráning borgfirskra örnefna í miðlægan kortagrunn. Grundarfjarðarbær. 400.000 kr. Samstarf Grundarfjarðar, LbhÍ og erlends vinabæjar. Kór Akraneskirkju. 400.000 kr. Eternal light sálumessa, Howard Goodall. Markaðsstofa Vesturlands. 400.000 kr. Kynning á menningarverkefnum og menningarstöð- um á Vesturlandi. Penna sf, Nýpurhyrna. 400.000 kr. Listsýning, Dalir og hólar. Sýningar hófust árið 2008. Í ár eru litir svæðisins til skoðunar. Áhugaverð kynning á sérstöku svæði og listamönnum. Stórsveit Snæfellsness. 400.000 kr. Þátttaka í „Rock og Ages“ og samstarfi við hljóðfæraleik- ara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. TónVest, Tónlistarskóli Borgarfjarðar. 400.000 kr. TónVest samstarf allra tónlistarskóla á Vesturlandi og víðar. Blús og Djassfélag Akraness. 300.000 kr. Þriggja daga blús og djasshátíð á Akranesi. Byggðasafnið Görðum. 300.000 kr. Samstarf félags eldsmiða og Byggðasafnsins í Görðum. Hilmar Sigvaldason. 300.000 kr. Fimm turna tal, óhefðbundinn menningarviðburður. Inga S. Ragnarsdóttir. 300.000 kr. Leirlist, sýning og saga um Dalaleir í Leifsbúð, Búðardal. Júlíana, félagasamtök. 300.000 kr. Hátíð sögu og bóka / Júlíönuhátíðin í Stykkishólmi. Kalman-listafélag. 300.000 kr. Mánaðarlegir viðburðir og sumartónleikar. Landnámssetur Íslands. 300.000 kr. Sturluverkefni á 800 ára afmæli Sturlu Sighvatssonar. Listvinafélag Stykkishólmskirkju. 300.000 kr. Fjölbreytt menningardagskrá í Stykkishólmi. Nemendafélag FVA Akranesi. 300.000 kr. Gauragangur. Leiksýning í samstarfi við Vini Hallarinnar. Snæfríður, ungt fólk á Snæfellsnesi. 300.000 kr. Að gera Snæfellsnes enn skemmtilegra fyrir ungt fólk. Standa fyrir viðburðum og kynningum um atvinnulíf og mannlíf á Snæfellsnesi. Steinunn Guðmundsdóttir / Borghildur Jósúadóttir. 300.000 kr. Námskeið til að efla list- greinar ungra og fullorðinna. Tónlistarfélag Borgarfjarðar. 300.000 kr. Fjölbreyttir tónleikar um allan Borgarfjörð. Norska húsið. 270.000 kr. Listamenn vinna listaverk út frá fornum munum á safninu. Safnahús Borgarfjarðar. 270.000 kr. Listamenn vinna listaverk úr fornum munum á safninu. Átthagastofa Snæfellsbæjar. 250.000 kr. Sjávarútvegssýning í samstarfi við Fiskasafnið, und- irbúningsvinna. Lúðrasveit Stykkishólmi. 250.000 kr. Tónleikar, samstarf, gestgjafar Landssambands lúðra- sveita í Stykkishólmi. Bókasafn Akraness. 200.000 kr. Sögubíllinn Æringi á Írskum dögum. Saga Jarðvangur, Ferðaþjónusta Húsafelli. 200.000 kr. Í spor Ásgríms. Sögustígur um Ás- grím Jónsson í Húsafelli. Jón Hilmarsson, ljósmyndari. 200.000 kr. Lifandi ljósmyndasýning með tónlistarlegum stuðningi sem styður þema myndefnisins í Hvalfjarðarsveit. Rósa Björk hönnuður. 200.000 kr. Hönnun fyrir Menningarmyndband Markaðsstofu Vest- urlands. Saga Jarðvangur. 200.000 kr. Kynningarefni, undirbúningur. Tónlistarskóli Stykkishólms. 200.000 kr. Vegleg dagskrá vegna 50 ára afmælis skólans. Vitinn, félag áhugaljósmyndara á Akranesi. 200.000 kr. Námskeið og sýning fyrir unga áhugaljósmyndara. Norska húsið, Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. 185.000 kr. Veðrun og viðsnúning- ur, sýning, áhersla á listsköpun ungs fólks. K. Hulda Guðmundsdóttir, Kristín Jónsdóttir. 150.000 kr. Eyðibýli í Skorradal, ljósmynd- ir og saga. Myndsmiðjan sf. Guðni Hannesson ljósmyndari. 150.000 kr. Guðni Hannesson og Ágústa Friðriksdóttir sýning á Vökudögum. Árni G. Aðalsteinsson. 100.000 kr. Ljósmyndasýning, ferðir á leynda staði á Snæfellsnesi. Byggðasafnið Görðum. 100.000 kr. Undirbúningur að samstarfi milli landa um gelískan / keltneskan menningararf. Elsa Kristín Sigurðardóttir og Sara Gills. 100.000 kr. Samstarf tveggja ungra listamanna, frá Stykkishólmi og Dölum. Gunnsteinn Sigurðsson. 100.000 kr. Leiklistarsmiðja í Snæfellsbæ fyrir 14 – 16 ára. Gunnsteinn Sigurðsson. 100.000 kr. Leikræn tjáning, námskeið fyrir börn á skólaaldri. Leikskólinn Vallarsel. 100.000 kr. Listrænn tónlistarstuðningur við sýningu í leikskólum. Reynir Hauksson. 100.000 kr. Ungir tónlistarmenn á Vesturlandi. Hljómsveitar tónleikar. Samtals kr. 21.375.000. Úthlutanir menningarstyrkja Menningarráðs Vesturlands 2014 Menningarráð Vesturlands hafði nýverið sína árlegu úthlutun úr sjóðnum. Þetta var í níunda sinn sem ráðið úthlutar styrkjum en það var stofnað í árslok 2005 á grund- velli samnings á milli sveitarfélaga á Vesturlandi og ríkisins, en starfsemi Menningarráðs byggir á þessum samningi. Miklar tafir urðu á því að hægt væri að úthluta styrkjum þetta árið og var því ákveðið að halda ekki úthlutunarhátíð í ár. „Við hörmum hversu seint afhending menningar- styrkjanna varð þetta árið. Ástæð- an fyrir þessum töfum var að samn- ingar frá ráðuneytinu bárust svona seint til okkar en síðasti samning- ur rann út í lok síðasta árs. Þetta kom sér verulega illa fyrir marga sem sinna menningarviðburðum í landshlutanum,“ segir Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri SSV í samtali við Skessuhorn. Starfshlutfall menn- ingarfulltrúa minnkað Heldur færri umsóknir bárust til menningarráðs í ár en árið á undan. Alls fengu 63 úthlutað styrkjum að þessu sinni. Voru þeir á bilinu 100 þúsund krónur og upp í eina millj- ón króna. Framlög Mennta- og menningarmálaráðuneytisins voru að þessu sinni rétt rúmar 24 millj- ónir króna sem er lækkun um þrjár milljónir frá árinu 2013. Atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytið lagði hins vegar sex og hálfa millj- ón króna til ráðsins sem er hækk- un um eina og hálfa milljón frá árinu áður. Framlag sveitarfélag- anna á Vesturlandi hélst óbreytt milli ára, ellefu og hálf milljón. Nú komu til úthlutunar rúmlega 21,3 milljónir króna. „Mikil ánægja hef- ur verið með mörg þessara verk- efna sem hafa hlotið styrki und- anfarin ár. Menningarviðburðum hefur fjölgað og mikil ánægja hef- ur verið með þessa samninga. Við höfum séð marga skemmtilega við- burði verða að veruleika. Það seg- ir okkur hversu mikilvægir þessir samningar eru,“ segir Hrefna. Hún segir menningarfulltrúa hafa sinnt ráðgjöf við hin ýmsu verkefni og menningarviðburði en nú sé starfs- hlutfall menningarfulltrúa minnk- að niður í 50%. „Hlutur menn- ingarmálaráðuneytis er 10% lægri en hann hefur verið. Með því að minnka starfshlutfall menningar- fulltrúa niður í hálft starf náum við að lækka launakostnað um rúmar þrjár milljónir á ársgrundvelli. Það má segja að sú lækkun komi á móti skertum tekjum. Þar með hefur út- hlutun styrkja verið svipuð og var á árinu 2013. En minna starfshlutfall þýðir hins vegar minni ráðgjöf og eftirfylgni verkefna.“ Ráðstefna með haustinu Hrefna segir að fyrst úthlutun- arhátíð hafi ekki verið haldin í ár séu uppi hugmyndir um að halda ráðstefnu um framtíð menning- arsamninga og nýja menningar- stefnu í lok sumars. „Það hefur komið til tals að halda stutta ráð- stefnu með haustinu þar sem sagt verður frá spennandi verkefnum á Vesturlandi. Þar myndi skapast tækifæri fyrir fólk til að hittast og vera hreykið af því sem er að ger- ast, því vissulega er margt að gerast. Þá myndi fólk ná að hittast, spjalla og mynda sambönd. Það var miss- ir af því að hafa enga athöfn núna þar sem fólk hafði tækifæri til þess,“ segir Hrefna B. Jónsdóttir að lok- um. grþ Kvikmyndafyrirtækið Búdrýgindi ehf. fékk úthlutað alls 1,6 milljón króna til verkefna árið 2014. Hér eru Bryndís Geirsdóttir ásamt Guðna Páli Sæmundssyni leikstjóra Hins blómlega bús og Árna Ólafi Jónssyni þáttarstjórnanda en þau standa að Búdrýgindum. Árlegu tónleikarnir Ungir – gamlir eru samstarf grunnskólanna og Tónlistar- skólans á Akranesi og reyndra tónlistarmanna og kennara. Verkefninu voru veittar 600 þúsund krónur í styrk frá Menningarráði Vesturlands. Menningarráð úthlutaði 21,3 milljónum króna til menningarmála á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.