Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. Sólbakka 8 • Borgarnesi • ejiehf@simnet.is Eiríkur 894 5151 • Ingólfur 892 8610 Sumarhús • Gluggar • Hurðir • Fög S ke ss uh or n 20 13 Í fyrrahaust óskaði Akraneskaup- staður eftir hugmyndum um nýja starfsemi í hinu sögufræga húsi, Kirkjuhvoli, eftir að ákveðið var að hætta að reka þar listasetur. Í framhaldinu tók fyrirtækið Skaga- ferðir ehf. húsið á leigu og hyggst reka þar gistihús auk þess að vera með menningartengda viðburði í húsinu. Kirkjuhvoll er byggður árið 1923 sem prestsbústaður en í húsinu rak Akraneskaupstaður listasetur frá 1995 til 2013. Húsið hafði fyrir þann tíma verið endur- gert og er bæjarprýði. Skagaferðir ehf. er í eigu Elinbergs Sveinsson- ar, Hafdísar Bergsdóttur og Hildar Björnsdóttur. Síðastliðinn föstu- dag undirrituðu eigendur Skaga- ferða og Regína Ásvaldsdóttir bæj- arstjóri á Akranesi húsaleigusamn- ing til þriggja ára vegna leigu á Kirkjuhvoli. „Við ætluðum upphaflega að vera líka með kaffihús í húsinu en það mun ekki verða af því, að minnsta kosti ekki fyrsta árið. En við bjóðum upp á gistingu með morgunmat og opnum gistiheim- ilið næstkomandi fimmtudag,“ segir Hafdís í samtali við Skessu- horn. Þau tóku við húsinu tómu um miðjan júnímánuð og hafa því haft í nógu að snúast undanfarn- ar tvær vikur. „Við erum búin að mála og gera ýmislegt fleira hérna inni en vorum búin að vinna tölu- verða undirbúningsvinnu þann- ig að það gekk eftir að klára að gera tilbúið tímanlega fyrir Írska daga. Þetta eru átta herbergi sam- tals en til að byrja með verðum við með fjögur í notkun. Í ágúst verða fjögur herbergi til viðbótar tekin í notkun. Búið er að opna fyrir bók- anir á booking.com og við stefnum á að vera með allt fullbókað um Írsku dagana,“ segja þær Hafdís og Hildur. Gistiheimilið er snyrti- legt og fallega innréttað. Nöfnin á herbergjunum eru fengin úr nán- asta umhverfi, svo sem Kalmansvík og Garðalundur. Í miðrými húss- ins er sýning á verkum Veru Lín- dal. Á fimmtudaginn verður opið hús í Kirkjuhvoli frá kl. 16 - 18. Þá verður opnuð myndlistarsýning með verkum Veru Líndal Guðna- dóttur og bæjarbúum boðið að koma og sjá þær endurbætur sem hafa átt sér stað í húsinu. Skipulagðar ferðir um Akranes Skagaferðir koma víða við og eru ekki einungis að opna gistiheim- ili. Fyrirtækið býður einnig upp á skipulagðar ferðir um Akranes og nærsveitir fyrir erlenda ferðamenn undir nafninu „Taste Iceland.“ Þar er lögð áhersla á upplifun ferða- mannsins og kynni af atvinnuhátt- um og menningu heimamanna með áherslu á matarmenningu. „Hjá Taste Iceland gefst ferða- manninum einstakt tækifæri til að kynna sér menningu, sögu og at- vinnuhætti á svæðinu á persónu- legan hátt í gegnum bein kynni af heimamönnum, sögu þeirra og menningu. Nýnæmið okkar felst í áherslum okkar á menningu og af- urðir svæðisins fremur en útivist þó að upplifunin á náttúru Íslands sé órofinn hluti af ferðum um land- ið,“ segir Hildur um Taste Iceland. Hún segir ferðirnar meðal annars ætlaðar þeim sem eru í vikustoppi á Íslandi eða skemur. „Þetta hent- ar vel fyrir þá sem kjósa að fara í styttri ferðir í nálægð við Reykja- vík. Við bjóðum upp á hálfsdags, heildags og tveggja daga ferðir þar sem blandað er saman sögu, menningu og náttúru svæðisins og lögð áhersla á persónulega þjón- ustu,“ segir hún. Hægt er að kynna sér þjónustuna betur á heimasíð- unni tasteiceland.is en verkefnið er unnið í samstarfi við Þórisstaði og Bjarteyjarsand. Að auki sér þríeykið um Skemmtismiðjuna, sem er sumar- námskeið ætlað unglingum í 7. - 10. bekk. Þar er boðið upp á fjöl- breytta dagskrá þar sem saman fer útivist, afþreying og skemmtun fyrir ungmennin. Það verður því nóg að gera hjá eigendum Skaga- ferða í sumar. grþ Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað félagið Stert ehf. í Borg- arnesi af kröfu Sigurbjörns Bárð- arsonar um endurgreiðslu á kaup- verði stóðhestsins Borgars frá Strandarhjáleigu. Sigurbjörn krafðist sex milljóna króna, að við- bættum vöxtum, gegn því að skila hestinum þar sem hann stóð ekki undir væntingum. Héraðsdóm- ur hafnaði öllum kröfum Sigur- björns og gerði honum að greiða Sterti 800 þúsund krónur í máls- kostnað. Sigurbjörn keypti Borgar af Sterti haustið 2012 og um leið hestinn Hróð frá Laugabóli og greiddi fyrir 11,9 milljónir króna. Hann hugðist nota Borgar sem reið- og keppnishest en væntingar hans gengu ekki eftir. Þegar Sig- urbjörn keypti Borgar var hann í vörslu Alexanders Hrafnkelssonar og Ólafar Guðmundsdóttur í Mos- fellsbæ. Björgvin Þórisson dýra- læknir skoðaði báða hestana þann 28. ágúst 2012. Stóðst Hróður þá skoðun en Borgar ekki. Stefn- andi tók við hestinum 2. septem- ber 2012. Í dómsgögnum segir m.a. „Sann- að er í málinu með vottorðum og skýrslum vitnanna Björgvins Þór- issonar, Guðmars Albertssonar og Susanne Braun að hesturinn Borgar frá Strandarhjáleigu verð- ur ekki notaður sem keppnis- eða reiðhestur svo sem stefnandi hefur haldið fram. Á hinn bóginn er þess að gæta að stefnanda var það kunn- ugt þegar 28. ágúst 2012 að hest- urinn stóðst ekki þá skoðun dýra- læknis sem þá fór fram og hafði því ekki þá kosti sem til mátti ætlast.“ Kaupandi greiddi 2/3 kaupverðs fyrir Borgar í desember 2012 og síðan barst lokagreiðslan í febrú- ar 2013. Í dómsgögnum segir m.a. að það tjói stefnanda heldur ekki að bera það fyrir sig að greiðslur þessar hafi verið inntar af hendi að óvilja hans. Með greiðslunum hafi forsvarsmaður stefnda, Sterts ehf, mátt ætla að uppgjöri vegna sölu hans á hestinum væri lokið. Til- mæli stefnanda, Sigurbjörn, frá 20. mars 2013 og riftunaryfirlýsing lögmanns hans frá 27. maí sama ár eru því haldlausar, segir í niður- stöðum dóms Héraðsdóms Vestur- lands. þá Sýknað af kröfu Sigurbjörns Bárðarsonar Gengið var frá leigusamningi um Kirkjuhvol sl. föstudag. F.v. Hildur Björnsdóttir, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Hafdís Bergsdóttir. Gistiheimili opnað í Kirkjuhvoli Foreldrar eru bestir í for vö rn um . Forvarnarhópur Borgarbyggðar Sumarið er tíminn Saman í sundi, saman í tjaldi, saman að ganga, saman að grilla, saman að veiða, saman að spila, saman að syngja, saman í sportinu, saman á hestbaki. Samver a foreldra og ung linga er besta forvörnin S K E S S U H O R N 2 01 3 ÚTBOÐ Orku veita Reykja vík ur • Bæj ar hálsi 1 • 110 Reykja vík Sími 516 6000 • Fax 516 6308 www.or.is/um-or/utbod Orkuveita Reykjavíkur – veitur ohf. óska eftir tilboðum í verkið: AÐVEITUÆÐ HITAVEITU FRÁ DEILDARTUNGU Jarðvinna, urðun, lagnir, og yfirborðsfrágangur: Útboðsverkið felst í endurnýjun á 730 metra kafla af DN450 asbestlögn með DN400/560 stálpípu í landi Varmalækjar í Borgarbyggð. Grafa skal upp og urða um 730 metra af eldri DN450 asbestlögn, einangraðri með steinull og jafna lagnastæðið og sá í það. Verklok framkvæmdaverks að undanskilinni sáningu eru 15. nóvember 2014. Verklok heildarverks eru 10. júní 2015. Verkkaupi gerir kröfu um lágmarks meðalveltu og eiginfjárstöðu bjóðenda síðustu þrjú ár, sjá nánar í útboðsgögnum. Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu frá og með föstudeginum 27. júní 2014 á vefsíðu Orkuveitunnar www.or.is/um-or/utbod. Verkinu er nánar lýst í útboðsgögnum ORV-2014-05 Tilboð verða opnuð hjá Orkuveitu Reykjavíkur – veitum ohf. Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, föstudaginn 11. júlí 2014 kl. 11:30 ORV-2014-05 26.06.2014

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.