Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Side 25

Skessuhorn - 02.07.2014, Side 25
25MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Írskir dagar SK ES SU H O R N 2 01 4 Fimmtudaginn 3. júlí kl. 14:00 sögubíllinn Æringi kemur í heimsókn og verður við Bókasafn akraness, dalbraut 1. sóla sögukonan tekur á móti börnunum og segir ævintýralegar sögur. Öll börn velkomin www.listasetur.is Kirkjuhvoll Listasetur Opið hús fimmtudaginn 3. júlí kl. 16.00 – 18.00 í tilefni opnunar Gistiheimilisins Kirkjuhvols Gestum gefst kostur á að skoða húsið og njóta sýningar á verkum listakonunnar Veru Líndal Heitt á könnunni Allir velkomnir! Gistiheimilið Kirkjuhvoll SK ES SU H O R N 2 01 4 Fyrirtæki í ferðaþjónustu komast ekki lengur upp með neitt fúsk Rætt við Bjarnheiði Hallsdóttur sem á langan feril að baki í ferðaþjónustu Bjarnheiður Hallsdóttir frá Akra- nesi hefur starfað við ferðaþjón- ustu í nánast 20 ár og rekur hún nú þrjú fyrirtæki í greininni ásamt Pétri Óskarssyni. „Árið 1997 stofnum við Pétur Katla Travel GmbH sem sérhæfir sig í ferðum frá Þýskalandi til Íslands. Árið 2002 stofnum við nýtt fyrirtæki sem kall- ast Viator ehf. sem miðl- ar sumarhúsum í eigu ís- lenskra fjölskyldna til er- lendra ferðamanna. Árið 2003 stofnum við svo Katla DMI ehf. þar sem við bjóðum upp á skipu- lagningu hóp- og ein- staklingsferða um Ís- land. Auk þess sem boðið er upp á ferðir íslenskra hópa til Þýskalands og hefur sú starfsemi farið vaxandi að undanförnu,“ segir Bjarnheiður í spjalli við Skessuhorn. Margþætt ástæða fyrir vexti Bjarnheiður segir að þá sprengingu sem orð- ið hefur í fjölda ferða- manna sem koma til Ís- lands síðustu árin megi rekja til tveggja meg- in þátta. „Á Íslandi hafði ferðamannastraumurinn verið að aukast hægt og rólega síðan um miðja tuttugustu öld. Ísland hafði alltaf verið einn dýrasti áfangastaður sem fólk gat valið sér auk þess sem landsins gæði voru lítt þekkt úti í hinum stóra heimi. Þetta breyt- ist svo þegar hér varð efnahagshrun árið 2008 og krón- an veiktist svo um munaði. Þá varð allt í einu miklu ódýrara fyrir er- lenda ferðamenn að fara til Íslands og dvelja hér. Ofan á það varð hér stórt og frægt eldgos í Eyjafjalla- jökli árið 2010. Það setti Ísland rækilega á kortið og ég tel að þessir tveir þættir hafi haft mestu áhrifin á þann vöxt sem við erum að upp- lifa núna í ferðaþjónustu.“ Komast ekki upp með fúsk Ferðaþjónusta hefur breyst mikið síðan Bjarnheiður steig sín fyrstu skref í bransanum. „Þetta er allt öðruvísi en þegar ég var að byrja. Nú eru allir nettengdir og sam- skiptaleiðir viðskiptavina við fyrir- tæki og hver við annan orðnar mun styttri. Þá hefur fagmennska í ferða- þjónustu stóraukist en starfsfólk í greininni er orðið mun menntaðra og þjálfaðra en áður. Fyrirtæki í ferðaþjónustu komast ekki lengur upp með neitt fúsk, allavega ekki til langs tíma litið. Bæði hafa kröf- ur ferðamanna aukist jafnt og þétt og svo gerir netvæðingin það að verkum að ferðamenn eru fljótir að tjá skoðun sína, sérstaklega ef hún er neikvæð. Þetta heldur starfs- mönnum ferðaþjónustunnar á tán- um þar sem þeir eru berskjaldaðir fyrir gagnrýni sem getur haft skað- leg áhrif á starfsemi þeirra. Stærsti hluti ferðaþjónustunnar á Íslandi er þó enn seldur utan netsins þar sem salan er gjarnan háð persónulegri þjónustu og klæðskerasaumuðum lausnum. Sem dæmi eru ferðir til Íslands bæði dýrar og flóknar og því þarf oft að aðstoða við skipu- lagningu ferðarinnar.“ Bjarnheiður segir að Íslending- ar hafi fæstir rétta mynd af því sem er að gerast í ferðaþjónustu og það sé varhugavert. „Það er mikill mis- skilningur að Ísland sé nú orðinn einn vinsælasti áfangastaður ferða- manna í heiminum. Við höldum að hér sé allt svo fullt af ferðamönn- um að færri komist að en vilji og að útlendingar bíði hreinlega í röð- um til að komast til landsins. Þetta er ekki rétt. Á bakvið hvern ferða- mann sem kemur til landsins ligg- ur mikil vinna og markaðskostn- aður. Fjöldi ferðamanna til Íslands hefur vissulega stóraukist síðustu ár en hann er samt sem áður enn mjög lítill miðað við önnur vestræn ríki. Ef við miðum okkur við sam- bærileg lönd, sem við berum okk- ur gjarnan saman við, sjáum við að Ísland er með allra minnstu ferða- mannalöndunum.“ Þurfum að undirbúa okkur betur Bjarnheiður telur að aukin að- sókn erlendra ferðamanna til Ís- lands sé af hinu góða en hins veg- ar séu mikil og stór verkefni fram- undan. „Vandamálið er að við vor- um ekki nógu vel undirbúin til að taka á móti svona miklum fjölda fólks. Það hefur lengi verið opin- ber stefna stjórnvalda að fá fleiri ferðamenn til landsins og auka vöxt og arðsemi í greininni. Þegar fjöld- inn jókst svo hraðar en gert var ráð fyrir komumst við að því að það var margt sem við vorum ekki búin að hugsa fyrir. Það vantar heild- stæða stefnu stjórnvalda ef ekki á illa að fara. Við þurfum að hugsa um framhaldið og hefja undirbún- ing strax. Náttúran á Íslandi er sér- stök og í raun og veru eina sölu- varan sem ferðaþjónustan hefur hér á landi. Því þarf fyrst og fremst að vernda hana ef við viljum halda áfram að fá ferðamenn til landsins.“ Bjarnheiður kallar eftir því að ferða- þjónustan fái hreinlega meira vægi innan stjórn- sýslunnar því þar séu brýn málefni. „Ferðaþjónusta aflar nú meiri gjaldeyris- tekna en sjávarútvegur og því þarf að móta stefnu frá hinu opinbera til að tryggja atvinnuveginn. Ég er þeirra skoðunar og hef talað fyrir því að setja eigi hógvært komu- og brottfarargjald fyrir þá ferðamenn sem hing- að koma. Það væri að mínu mati skárri kostur en hinn svokallaði nátt- úrupassi sem hefur verið í undirbúningi hjá ferða- málayfirvöldum. Með honum tel ég að náttúru- upplifun og frelsistilfinn- ing gesta okkur skerðist of mikið.“ Margt mjög jákvætt ­ en einnig græðgi Bjarnheiður telur að það sé margt gott sem fjölg- un ferðamanna til Íslands hefur haft í för með sér en hún varar þó við okri og græðgi sem nokkuð hefur verið rætt um síð- ustu daga. „Verklags- háttur manna hefur stór- lagast og mun meiri fagmennska er kominn í ferðaþjónustuna. Fleiri eru farnir að vinna við ferðaþjón- ustu allt árið um kring og mennt- un, þjálfun og auðvitað reynsla starfsmanna hefur aukist. Þá hafa skemmtileg fyrirtæki sprottið upp og margar góðar hugmyndir t.d. í samanbandi við afþreyingu ferða- manna orðið að veruleika. Ný- sköpun hefur því aukist og þjónust- an orðin vandaðri og betri.“ Mikið hefur verið rætt um verðlagningu ferðamannastaða á Íslandi og segir Bjarnheiður verðlagningu erfiða og menn verði að passa sig að ganga ekki of langt. „Okur í verði er aldrei af hinu góða og menn verða að fara mjög varlega í að verðleggja hlutina. Ef verðið er of hátt miðað við gæði getur það endað með því að Íslendingar verðleggi sig útaf ferðaþjónustumarkaðinum.“ Bjarnheiður er bjartsýn á fram- tíðina og segir að Ísland hafi vissu- lega margt fram að færa til að land- ið verði sambærilegt öðrum lönd- um í ferðaþjónustu. „Við á Íslandi eigum alveg að geta tekið á móti mörgum milljónum ferðamanna á ári ef við kjósum að fara þá leið. Við þurfum bara að undirbúa okk- ur miklu betur, þ.e. landið, inn- viðina, stjórnsýsluna, umhverfið og íbúana. Þetta er stórt og flókið verkefni en ef við bregðumst strax við og hefjum vinnuna af einbeitni og alvöru eru okkur allir vegir fær- ir,“ segir Bjarnheiður að lokum um ferðaþjónustu á Íslandi. jsb Bjarnheiður Hallsdóttir hefur áralanga reynslu í ferðaþjónustu og rekur nú þrjú fyrirtæki í greininni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.