Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Side 18

Skessuhorn - 20.08.2014, Side 18
18 Menntastoðir stórt verkefni Menntastoðir eru einnig stórt verkefni sem Símenntunarstöðin mun bjóða upp á nú í haust í dreif- námi, en það verður þá þriðji hóp- urinn sem fer í gegnum slíkt nám. „Við útskrifuðum fyrsta hópinn í Menntastoðum sl. vor og margir hverjir ætla að halda áfram námi. Menntastoðir er nám fyrir þá sem hafa ekki lokið stúdentsprófi en stefna á nám í frumgreinadeildum háskólanna eða nám innan fram- haldsskólanna. Þetta nám nær yfir tvær annir, staðarlotur eru að jafn- aði einu sinni í mánuði, og síðan er kennt í gegnum fjarkennslukerfi.“ Stóriðjuskólinn kominn til að vera „Stóriðjuskólinn í Norðuráli er kominn til að vera, hann hefur verið starfræktur síðan í byrjun árs 2012. Nú hefur einn hópur lokið grunn- námi í Stóriðjuskólanum og annar hópur mun klára grunnnámið nú í desember og fyrsti hópurinn mun útskrifast úr framhaldsnámi. Fjöl- brautaskóli Vesturlands tekur þátt í þessu verkefni með okkur og ég held að það séu allir á einu máli um að þessi samvinna hafi gefist vel,“ segir Inga Dóra. Tómstundanámskeiðin skipa stóran sess Eins og áður skipa tómstunda- námskeiðin stóran sess í starfi Sí- menntunarmiðstöðvarinnar, en næstu daga mun námsvísirinn detta inn um bréfalúguna hjá íbú- um á Vesturlandi. Inga Dóra seg- ir starfsfólk auðvitað hvetja alla til að skoða hann vel. „Tómstunda- námskeiðin eru einnig komin inn á vefinn okkar www.simenntun.is Í námsvísinum eru flestöll okkar tómstundanámskeið á önninni, en þess ber þó að geta að þar er að- eins hluti allra námskeiða sem við höldum á hverri önn. Við sérsníð- um fjölda námskeiða fyrir fyrirtæki og stofnanir, tökum þátt í þróunar- verkefnum innanlands sem erlend- is og veitum náms- og starfsráðgjöf sem hefur farið mjög vaxandi und- anfarin ár.“ Menntun fyrir fólk með fötlun Símenntun er með samning við Fjölmennt; símenntunar- og þekk- ingarmiðstöð fyrir fólk með fötlun. Þetta samstarf hefur verið farsælt og segir Inga Dóra að mikill metn- aður sé lagður í að bjóða upp á fjöl- breytt námskeið og þróa lengra nám sem byggist á þessum samn- ingi. „Við erum m.a. að vinna að námskrá fyrir listnámsbraut, en við vinnum þetta verkefni í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands.“ Vaxandi starfsemi Eins og fram hefur komið hefur starfseminni vaxið fiskur um hrygg að undanförnu. „Nú á haustönn erum við sjö sem störfum hjá Sí- menntunarmiðstöðinni, auk fjölda verktaka. Við rekum þrjár starfs- stöðvar á Vesturlandi, þ.e. á Akra- nesi, í Borgarnesi og í Ólafsvík, en erum auk þess mikið á ferð- inni í landshlutanum. Við hjá Sí- menntun förum því glöð inn í nýtt starfsár og hlökkum til að þjónusta íbúana í landshlutanum og takast á við fjölda skemmtilegra verkefna,“ segir Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri að lokum. bgk Harpa Dögg Heiðarsdóttir, 8 ára Hitta krakkana í bekknum mínum á hverjum degi og læra stærðfræði. Íris Birta Heiðarsdóttir, 10 ára Hitta krakkana í skólanum aftur og læra stærðfræði. Kolbrún Inga Sigmarsdóttir, 10 ára Hitta alla vini aftur eftir sumarið og læra íslensku. Benedikt Þórðarson, 4 ára Mér finnst skemmtilegast að lita með hinum krökkunum. Hvað finnst börnum skemmtilegast við það að byrja í skólanum? (Spurt í Grundarfirði) abc Spurning vikunnar Hvað finnst þér skemmti- legast við það að byrja í skólanum? (Spurt í Stykkishólmi) Spurning vikunnar Kristján Ásgeir Svavarsson, 13 ára Hitta krakkana í bekknum eftir sumarið og fara í íþróttatíma með þeim. Steinþór Emil Svavarsson, 11 ára Hitta vini mína á hverjum degi í skólanum og fara í smíðatíma. Andrea Rós Sigurbjörnsdóttir, 12 ára Læra stærðfræði og hitta kennarann og krakkana í bekknum aftur. Viktoría Ósk Georgsdóttir, 6 að verða 7 ára Læra íslensku og hitta krakkana í skólanum aftur. Inga Dóra Halldórsdóttir er fram- kvæmdastjóri Símenntunarstöðvar Vesturlands. Hún segir framhalds- fræðsluna skemmtilega því þar séu ólík verkefni og margar áskoran- ir. „Starfsemi Símenntunarmið- stöðvarinnar hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin misseri og við horfum björtum augum til fram- tíðar.“ Í haust verður lögð aukin áhersla á að heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Vesturlandi og kanna hug þeirra til að bjóða upp á sí- og endurmenntun fyrir sitt starfsfólk. „Okkur hjá Símenntun finnst vera aukinn áhugi hjá atvinnurekendum til að styrkja starfsfólkið með því að bjóða upp á markvissa fræðslu,“ segir Inga Dóra. Tilraunaverkefni um hækkun menntunarstigs Í haust ber hæst hjá Símenntun- arstöðinni þátttaka í tilraunaverk- efni um hækkun menntunarstigs í Norðvesturkjördæmi. „Í þessu verkefni felst m.a. að við leggjum aukna áherslu á raunfærnimat, að þjónusta fyrirtæki og greina þarfir þeirra m.t.t. sí- og endurmenntun- ar og síðan er hluti af verkefninu að kenna íslensku fyrir útlendinga, en með fjölbreyttari aðferðum en ver- ið hefur.“ Raunfærnimat felur í sér gríðarleg tækifæri Raunfærnimat er tiltölulega nýtt af nálinni en í því felast gríðarleg tækifæri fyrir fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskólaprófi en verið á vinnumarkaði um nokkurt skeið. Raunfærnimat er komið hvað lengst í iðngreinum en nú er byrj- að að raunfærnimeta einstaklinga í fleiri atvinnugreinum. Í sem stystu máli þá felst raunfærnimat í því að samanlögð færni sem fólk hefur náð með ýmsum hætti, svo sem starfs- reynslu, starfsnámi, frístundanámi, námi í skóla, félagsstörfum og fjöl- skyldulífi. Inga Dóra segir reynslu af raunfærnimati mjög góða. „Hún hefur hvatt marga þeirra sem hafa farið í raunfærnimat til að halda áfram í menntabrautinni, en raun- færnimat er framkvæmt í samstarfi við framhaldsskólana. Nú í haust munum við leggja áherslu á raun- færnimat fyrir félagsliða, leikskóla- liða og stuðningsfulltrúa, en einnig bjóðum við upp á raunfærnimat í málmsuðu, vélstjórn og vélvirkjun. Við hvetjum fólk til að hafa sam- band við okkur til að fá nánari upp- lýsingar um raunfærnimat, en hér geta falist tækifæri fyrir marga til að koma sér af stað aftur í nám eft- ir langt hlé.“ Símenntunarstöðin á Vesturlandi Ýmis verkefni og margar áskoranir í framhaldsfræðslunni Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Símenntunarmið- stöðvar Vesturlands. Námsmannakort Strætó gildir aðeins á höfuðborgarsvæðinu Sala á námsmannakortum Strætó bs. fyrir komandi skólaár hófst í síðustu viku. Kortið kostar 42.500 krónur og gildir til 31. ágúst 2015. Sé miðað við tvær ferðir á dag, fimm sinnum í viku á tímabilinu, kostar hver ferð aðeins 82 krónur. Nemendur geta því sparað sér um- talsverðan pening þar sem stök ferð í strætó kostar að jafnaði 350 krón- ur. Kortið gildir þó aðeins á ferðum strætisvagna sem eru á gjaldsvæði eitt, eða á höfuðborgarsvæðinu. Námsmenn sem eru skráðir í nám hjá framhaldsskólum eða háskólum á höfuðborgsvæðinu geta engu að síður sótt um kortið. Þetta þýðir að þeir nemendur sem eiga lögheimili á Vesturlandi, en stunda framhalds- eða háskólanám á höfuðborgar- svæðinu, geta nýtt sér kortið til að komast ódýrara á milli áfanga- staða innan gjaldsvæðis eitt, þ.e. innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar gildir kortið ekki fyrir ferðir á milli staða sem ná út fyr- ir gjaldsvæði eitt, svo sem til Akra- ness, Borgarness eða á Snæfellsnes. Á Akranesi og í Borgarnesi býr tals- verður fjöldi nemenda sem ferðast til Reykjavíkur daglega til að stunda nám. Hægt er að sækja um kortið á vefsíðu Strætó bs, http://www. straeto.is. jsb Afsláttur sem fylgir nemendakorti Strætó bs. fæst aðeins á höfuðborgar- svæðinu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.