Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2002, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.07.2002, Qupperneq 12
/ RITST JORNARGREIIUAR um ofnæmisviðbrögðum til að grafast fyrir um orsak- ir þeirra og kanna hvort viðbrögðin við þeim séu full- nægjandi. Eðlilegast er að landlæknir láti útbúa eyðu- blöð í þessum tilgangi og sjái um dreifingu þeirra til allra starfandi lækna í landinu. Rannsóknir vegna hættulegra ofnæmisviðbragða gera miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins og kalla oft á þolpróf á sjúkling- unum sem ekki verða gerð af öryggi nema við bestu skilyrði og greiðan aðgang að neyðarþjónustu meðan á þolprófunum stendur. Flestir sjúklingar senr fengið hafa bráðalost ættu að bera á sér Medic Alert-merki en þó verður að meta gagnsemi þeirra í hverju einstöku tilfelli. Fimmtán ár eru síðan Medic Alert-merkin voru fyrst tekin í notkun á Islandi. Þau ættu að vera öllum lækn- um vel kunn og raunar öllum þeim sem vinna við heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Um þrjú þúsund manns ganga nú með slík merki. Nýlega fékk ég bréf frá skjólstæðingi mínum sem hafði orðið fyrir því að ekki var tekið mark á merkinu við heimsókn á bráða- móttöku. Slíkt má ekki koma fyrir. Adrenalín er fyrsta og mikilvægasta lyfið við með- ferð á bráðalosti. Það var mikil framför fyrir sjúk- linga sem eiga á hættu að fá bráðalost þegar á mark- aðinn komu adrenalínsprautur sem sjúklingarnir geta gefið sjálfir (EpiPen autoinjector 0,3 mg og EpiPen Junior autoinjector 0,15 mg). Aldrei verður nógsamlega brýnt fyrir þeim sem skrifa út EpiPen- sprautur mikilvægi þess að kenna sjúklingunum ræki- lega notkun þeirra og að þær séu aðeins ætlaðar til að fleyta sjúklingnum yfir þann tíma sem tekur að kom- ast á næstu bráðamóttöku eða heilsugæslustöð. Hafi læknir grun um að sjúklingur hans eigi á hættu að fá bráðalost ætti hann ekki að gefa honum þ-blokker- andi lyf nema að vandlega yfirlögðu ráði þar sem slík lyf eru talin auka hættuna á losti og draga úr áhrifum af meðferðinni (6). Sama á raunar einnig við um ACE blokkerandi lyf sem hægja á niðurbroti á brady- kíníni (7,8). Heimildir 1. Foucard T, Malmheden Yman I. A study on severe food reac- tions in Sweden - is soy protein an underestimated cause of food anaphylaxis? Allergy 1999; 54: 261-5. 2. Lenler-Petersen P, Hansen D, Andersen M, Sörensen HT, Bille H. Lægemiddelinducerede letale anafylaktiske shock i Dan- mark 1968-1990. Ugeskr Læger 1996; 158: 3316-8. 3. Pumphrey RSH, Stanworth SJ. The clinical spectrum of anap- hylaxis in north-west England. Clin Exp Allergy 1996; 26: 1364-70. 4. Lane SJ, Lee TH. Anaphylaxis. Kay AB ed. Allergy and Allergic Diseases, Blackwell Science, London 1997,1:1550-72. 5. Yocum MW, Butterfield JH, Klein JS, Volcheck GW, Schroe- der DS, Silverstein MD. Epidemiology of anaphylaxis in Olm- sted County: A population-based study. J Allergy Clin Immu- nol 1999; 104: 452-6. 6. Howard PJ, Lee MR. Beware beta-adrenergic blockers in patients with severe urticaria! Scott Med J 1988; 33: 344-5. 7. Wachtfogel YT, DeLa Cardena RA, Colman RW. Structural biology, cellular interactions and pathophysiology of the contact system. Thromb Res 1993; 72:1-21. 8. Inagami T. The renin-angiotensin system. Essays Biochem 1994; 28:147-64. Tilvitnun: 1. Dahlöf B, devereux RB, Kjedlsen et al. cardiovascular morbidity and mortality in the Losartan Intervention For Endpoint reduction in hypertension study(LIFE): A randomised trial against atanolol. Lancet 2002;359:995-1003 Cozaar MSD TÖFLUR; C 09 C A 01 Virkt innihaldsefni: Losartanum INN, kalíumsalt, 12,5 mg, 50 mg eða 100 mg. Abendingar: Háþrýstingur. Hjartabilun þegar meðfcrð með ACE hemlum er ekki lengur talin henta. Ekki cr mælt með að skipta yfir í meðferð með Cozaar ef hjartasjúklingar eru í jafnvægi á ACE hemlum. Skammtar og lyfjagjöf: SkammtastœrÖir handa fullorÖnum: Háþrýstingur: Venjulegur upphafs- og viðhaldsskammtur fyrir flesta sjúklinga er 50 mg einu sinni á dag. Hámarksblóðþrýstingslækkandi áhrif lyfsins nást 3-6 vikum eftir að meðferð er hafin. Hjá sumum sjúklingum næst aukinn árangur mcð því að auka skammtinn í 100 mg einu sinni á dag. Hjá sjúklingum með minnkað blóðrúmmál (t.d. þeim sem fá stóra skammta af þvagræsilyfjum) skal íhuga að hafa upphafsskammtinn 25 mg cinu sinni á dag (sjá Vamaðarorð og varúðarreglur). Ekki er þörf á að breyta upphafsskammti aldraðra sjúklinga eða sjúklinga með skerta nýmastarfsemi, þ.m.t. sjúklinga sem fá kvið- eða blóðskilun, en gefa sjúklingum með sögu um skerta lifrarstaifsemi lægri upphafsskammt (sjá Vamaðarorð og varúðarreglur). Lyfið má gefa með öðmm háþrýstingslyfjum. Hjartabilun: Upphafsskammtur lyfsins hjá sjúklingum með hjartabilun er 12,5 mg einu sinni á dag. Skammtinn ætti að auka vikulega (t.d. 12,5 mg á dag, 25 mg á dag, 50 mg á dag) upp í hinn venjulega viðhaldsskammt sem er 50 mg einu sinni á dag, háð þoli sjúklingsins. Lósartan er venjulega gefið samhliða þvagræsilyfjum og dígitalis. Skammtastœrðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Lyfið má gefa með eða án matar. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Varnaöarorð og varúðarreglur: Ofnæmi. Ofsabjúgur (sjá Aukaverkanir). Lágþrýstingur og truflun á jóna- og vökvajafnvcegi: Hjá sjúklingum með minnkað blóðrúmmál (þ.e. þeir sem mcðhöndlaðir eru með stórum skömmtum af þvagræsilyfjum) geta einkenni um lágþrýsting komið fyrir. Þennan vökvaskort á að leiðrétta fyrir gjöf lyfsins eða nota lægri upphafsskammt af því (sjá Skammtastærðir handa fullorðnum). Skert lifrarstarfsemi: Þar sem marktækt hærri blóðþéttni lósartans hefur komið fram í hjá sjúklingum með skorpulifur, skal íhuga að gefa sjúklingum sem hafa haft skerta lifrarstarfscmi minni skammta af lósartani (sjá Skammtar og Lyfjahvörf)- Skert nýmastarfsemi: Sem afleiðing af hömlun renín-angíótensín kerfisins, hafa brcytingar á nýmastarfsemi, þ.m.t. nýmabilun, sést hjá næmum cinstaklingum; þessar breytingar á nýmastarfscmi geta gengið til baka ef meðferð er hætt. Önnur lyf sem hafa áhrif á renín-angíótensín kerfið geta aukið þvagefni og kreatínín í sermi hjá sjúklingum með þrengsli í báðum nýmaslagæðum eða hafa eitt nýra og þrengsli í nýmaslagæðinni til þess. Svipuð áhrif hafa sést hjá losartani; þessar breytingar á nýmastarfsemi geta gengið til baka, ef meðferð er hætt. Milliverkanir: Ekki þekktar. Meöganga og brjóstagjöf: Cozaar á ekki að nota á meðgöngu og kona með bam á brjósti á ekki að nota Cozaar. Aukaverkanir: Lyfið þolist almennt vel. Almennt hafa aukaverkanir verið vægar og tímabundnar og hafa ekki orðið til þess að hætta hafi þurft meðferð. Hcildartíðni aukavcrkana sem sést hafa eftir notkun lyfsins hafa verið sambærilegar við lyfleysu. í klínískum samanburðarrannsóknum á háþrýstingi var svimi eina aukavcrkunin sem skráð var sem lyfjatengd aukaverkun, sem hafði hærri tíðni en þcgar lyfleysa var notuð, hjá > 1% sjúklinga sem fengu lósartan. Auk þess hafa skammtaháð áhrif á stöðutengdan blóðþrýsting komið fram hjá < 1% sjúklinga. Útbrot áttu sér stað í sjaldgæfum tilvikum, en tíðni þeirra í klínískum samanburðarrannsóknum var lægri en þegar lyfleysa var gefin. í þessum tvíblindu klínísku samanburðarrannsóknum á háþiýstingi, komu eftirfarandi aukaverkanir fram í tengslum við gjöf lyfsins hjá > 1% sjúklinga, án tillits til annarra lyfja. Tíðni þessara aukaverkana var yfirleitt svipuð og þegar lyfleysa var notuð. Almennar: Kviðverkir, máttleysi/þrcyta, brjóstverkur, bjúgur/þroti. Hjarta- og œðakerfi: Hjartsláttarónot, hraðtaktur. Meltingarfceri: Niðurgangur, meltingartruflanir, óglcði. Stoðkerft: Bakverkir, vöðvakrampar. Taugakerftlgeðrcen einkenni: Svimi, höfuðverkur, svefnleysi. Ondunarfceri: Hósti, nefstífla, hálsbólga, kvillar í ennis- og kinnholum (sinus disorder), sýking í efri loftvegum. Lyfið hefur almennt verið vel þolað í klínískum rannsóknum á hjartabilun. Aukaverkanir voru þær sem við var að búast hjá þessum sjúklingahópi. Algengustu aukaverkanimar tengdar töku lyfsins voru svimi og lágþrýstingur. Eftirfarandi aukavcrkanir hafa einnig sést eftir almenna notkun lyfsins: Ofncemi: Bráðaofnæmi, ofsabjúgur þ.á m. þroti í barkakýli og raddböndum sem lokar öndunarveginum og/eða þroti í andliti, vörum, koki og/eða tungu, hafa í sjaldgæfum tilvikum sést hjá sjúklingum á lósartan meðfcrð. Sumir þessarra sjúklinga hafa áður fengið ofsabjúg af völdum annarra lyfja, þ.á m. ACE hemla. Æðabólga hefur sjaldan sést, þar með talið purpuralíki sem svipar bæði til puipuralíkis Henochs og Schönleins, með kviðverkjum, maga- og gamablæðingum, liðvericjum og nýmabólgu. Meltingarfceri: Lifrarbólga (sjaldgæO, truflanir á lifrarstarfsemi. Blóð: Blóðleysi. Stoðkerfi: Vöðvaverkir. Taugakerfilgeðrcen einkenni: Mígreni. Öndunarfceri: Hósti. Húð: Ofsakláði, kláði. Breytingar á blóðgildum: í klínískum samanburðarrannsóknum á háþrýstingi komu klínískt mikilvægar breytingar í sjaldgæfum tilvikum fram á stöðluðum rannsóknagildum í tengslum gjöf lósartans. Hækkað kalíum í blóði (>5,5 mmól/1 (ca 1,5%)); væg hækkun á lifrarensímum kom sjaldan fyrir, og gekk venjulega til baka ef meðferð var hætt. Afgreiösla: Lyfseðilsskylda. (ireiðsluþátttaka: B. Pakkningar og verö (aprfl, 2002): Töflur 12,5 mg: 28 stk 2459 kr. Töflur 50 mg: 28 stk. 3825 kr; 98 stk. 11160 kr. Upphafspakkning 12,5 ing og 50 mg: 35 stk. 3825 kr. Töfiur 100 mg: 28 stk. 5790 kr, 98 stk. 17176 kr. Handhafi markaösleyfis: Merck Sharp & Dohme B.V., Haarlem, Holland. Umboösaöili á Islandi: Farmasía ehf, Síðumúla 32, 108 Reykjavflc. Uppbygging LIFE rannsóknarinnar: Framsækin, fjölstöðva, tvíblind, samanburðarannsókn, þar sem sjúklingar með háþrýsting (höfðu verið í meðfcrð eða ekki) og stækkaðan vinstri slegil metið út frá EKG voru slembivalin í tvo hópa og fengu lósartan eða atonólól í minnst 4 ár. Meginmarkmið: Að bera saman langtíma verkun af lasartani og atanólóli m.t.t. áfalla og dauða (dauða af völdum hjarta- eða æðasjúkdóma, hjarta- eða heilaáföll). Þátttakendur voru 9193 menn og konur á aldrinum 55 - 80 ára. 548 Læknablaðið 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.