Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2002, Side 17

Læknablaðið - 15.07.2002, Side 17
FRÆÐIGREINAR / OFNÆMISLOST Mynd 2. Einkenni ofnœmislost eflir geitungabit. Myndir leknar með nokkurra mínútna millibili. Mynd 2a. Geitungur að stinga sjúkling. Mynd 2b. Nœrmynd af stungustað. Hér að neðan sést greinilega byrjandi ofsakláðaútbrot (wheal). Mynd 2c. Ofsakláðaútbrot Mynd 2d. Ofnœmislost - (wheal and hive) dreifa sér. tárabjúgur sést greinilega. Orsakir ofnæmislosts A. Efni sem vulda IgE miðluðu ofnæmislosti IgE miðlað ofnæmi er algengasta orsök ofnæmislosts. Ofnæmisræsing á sér stað þegar IgE á yfirborði mast- frumna eða basofíla þekkja ofnæmisvald (allergen). Það virkjar frumurnar með skyndilegri losun boðefna eins og histamíns, tryptasa, leukotriene-C4 og prostaglandíns-D2. Þessi efni valda æðavíkkun með roða, blóðþrýstingsfalli og örum hjartslætti. Auk þess valda þau samdrætti á sléttum vöðvum í berkj- um og meltingarvegi (ógleði, uppköst, kviðverkir, niðurgangur), auk slímmyndunar. Tryptasi hindrar einnig blóðstorknun með því að hamla virkni fíbrínó- gens og með losun á heparíni. Algengustu ofnæmis- valdar í þessum flokki eru fæða, sýklalyf, latex og skordýrabit (6,13,18-21). A (i) Fœða Fæða getur valdið svæsnu eða lífshættulegu ofnæmis- losti hjá næmum einstaklingum. Oftast eru það jarð- hnetur (peanuts), trjáhnetur (til dæmis valhnetur, heslihnetur, möndlur), fiskur, skelfiskur og soja, að viðbættum eggjum og mjólk hjá börnum (4,18,20,22). Sumir eru það viðkvæmir að það eitt vera staddir í húsi þar sem verið er að sjóða fisk getur valdið ofnæmis- losti. Sem dæmi um aðrar ofnæmisvaldandi fæðu- tegundir má nefna grænar baunir, fræ (sesam, sinneps, psyllium) og ávexti. Sjúklingar með fæðuofnæmi verða að lesa innihaldslýsingar vandlega. Fari þeir á veitingahús verður að tryggja að maturinn hafi ekki orðið fyrir neinni mengun (nægir þá míkrógramma magn). Dæmi um þetta er ís með hnetutoppi þar sem hnetan hefur verið fjarlægð ofan af, eða þegar sama áhald er notað við matreiðslu á rækju og öðrum mat. Sjúklingur er kominn með nefstíflu og rennsli, auk andþyngsla. Læknablaðið 2002/88 553

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.