Læknablaðið - 15.07.2002, Qupperneq 29
FRÆÐIGREINAR / SJÓNLAGSAÐGERÐIR
lögun hornhimnu að komast í samt lag eftir að linsu-
notkun er hætt.
Ákvörðun um aðgerð byggist á vilja og raunhæf-
um væntingum einstaklingsins, að sjónlag, þykkt og
lögun hornhimnu sé þess eðlis að aðgerðin sé tækni-
lega framkvæmanleg og augnsjúkdómar eða aðrir
þættir geri aðgerðina ekki óráðlega.
Framkvæmd LASIK-aögeröa
LASIK-aðgerðir eru gerðar með deyfingu með augn-
dropum og gjarnan fá sjúklingar róandi lyf fyrir að-
gerð. Sjónlag einstaklingsins er sett inn í tölvu leysi-
tækisins sem reiknar út þá breytingu á lögun horn-
himnunnar sem framkvæma skal. Aðgerðin er fram-
kvæmd á dauðhreinsaðri skurðstofu, sperra sett á
milli augnloka og hornhimnuhefill (microkeratome)
notaður til að skera 150-180 micrometra þykkan flipa
framan á hornhimnunni. Flipinn er fastur á hjör og
má fletta honum til hliðar þannig að leysigeislarnir
komist að hornhimnuvefnum undir flipanum. Sjúk-
lingurinn starir á miðunarljós meðan leysigeislar
leika um hornhimnuvefinn og breyta lögun hans í
samræmi við þá sjónlagsbreytingu sem ætluð er
(mynd 2). Flipinn er síðan lagður aftur yfir sárið og
helst hann fastur innan fárra mínútna án nokkurra
sauma. Bólgueyðandi augndropar og sýklalyfjadrop-
ar eru gefnir eftir aðgerð. Sjúklingurinn fer heim að
lokinni aðgerð og kemur til skoðunar daginn eftir og
síðan venjulega einni viku, einum mánuði, þremur og
síðan sex mánuðum eftir aðgerð. Þetta er ákaflega
mikilvægt þar eð fylgikvillar geta komið upp jafnvel
nokkrum mánuðum eftir aðgerð en yfirleitt er hægt
að meðhöndla þá að fullu ef þeir eru greindir í tíma.
Brýnt er fyrir sjúklingum að þeir komi þegar í stað til
skoðunar ef þeir finna fyrir óþægindum, minnkaðri
sjón eða einhverjum bólgueinkennum.
LASIK-aðgerðir eiga ekki við hjá sjúklingum með
vissa hornhimnusjúkdóma, svo sem hrörnun í ystu
þekju homhimnunnar og eins er mikilvægt að hom-
himnan sé hæfilega þykk og ekki of flöt. Ef horn-
himnan er of flöt er meiri hætta á vandræðum með að
útbúa hornhimnuflipa og eins getur sjónskerpan
versnað ef hornhimnan verður of flöt eftir aðgerð.
Þetta þarf að meta fyrir aðgerð og útiloka sjúklinga
frá aðgerð ef hornhimnan er óæskilega flöt. Á sama
hátt er nauðsynlegt að homhimnan sé nægilega þykk
og er gjaman miðað við að hornhimnuvefurinn undir
flipanum sé að minnsta kosti 250 míkrómetrar eftir
leysiaðgerð (32-34).
Árangur LASIK-aðgerða
Árangur LASIK-aðgerða er góður og hefur farið
batnandi með bættri tækni undanfarinna ára. Um og
yfir 80% augna geta séð 6/6 án glerja eftir aðgerð og
um það bil 95% sjá 6/12 og betur eftir aðgerð (34).
Eftir viðbótaraðgerð aukast þessi hlutföll í 92% og
97%. Rétt er að ítreka að tölur um sjón sem hér eru
gefnar miðast við sjón án glerja en með glerjum er
sjón í um 98% tilvika 6/6 eða betri þremur mánuðum
eftir aðgerð.
Mynd 2. Excimer leysitœki
til sjónlagsaðgerða. Smásjá
er beint að auga sjúklings
og sjónlagsaðgerðin fram-
kvœmd með leysigeislum.
Fylgikvillar viö LASIK-aðgerðir
Alvarlegir fylgikvillar við LASIK-aðgerðir eru afar
fágætir en með því að milljónir aðgerða hafa verið
framkvæmdar hefur ýmsum fylgikvillum verið lýst
(34). Vandamál geta komið upp með homhimnuflip-
ann, hann getur verið óreglulegur, teygst til, losnað og
orðið fyrir bjúg, bólgu og einstöku sinnum sýkingu
(37-52). Fylgikvillar sem snúa beint að leysihluta að-
gerðarinnar geta verið of- eða vanleiðrétting á sjón-
lagi, að aðgerðin hliðrist á auganu eða framkalli sjón-
skekkju (28,38,40,45,48,53). Það er ekki óvenjulegt
að sjúklingar fái einhvern bjúg í flipann sem getur
truflað sjónina dálítið fyrstu vikurnar eftir aðgerð en
þetta gengur yfirleitt til baka. Sama gildir um glýju og
rosabauga kringum ljós og á þetta frekar við einstak-
linga sem hafa stór Ijósop. Augnþurrkur getur valdið
meiri einkennum fyrst eftir aðgerð og í einstaka sjúk-
lingi geta komið vandamál með að hornhimnuflipinn
grói fastur. Vandamál með hornhimnuflipann hafa
sýnt sig í einu til tveimur prósentum af tilvikum í ný-
legum rannsóknum (54-62). Homhimnubólga getur
orðið eftir LASIK-aðgerð og sést yfirleitt á fyrstu
dögum eftir aðgerð (52, 63, 64). Hana má yfirleitt
meðhöndla með bólgueyðandi augndropum.
Aðrar sjónlagsaðgeröir
Mikil og ör þróun hefur verið í aðgerðartækni við
sjónlagsgöllum og margs konar aðgerðartækni hefur
verið prófuð. Þessu verður ekki gerð tæmandi skil
hér en þó skal nefna aðgerðartækni þar sem hlutar úr
plexigler hringjum (polymethyl methacrylate hringj-
um) er smeygt inn í homhimnuvef til að breyta lögun
Læknablaðið 2002/88 565