Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2002, Síða 32

Læknablaðið - 15.07.2002, Síða 32
Við hjá Lundbeck höfum valið að einbeita okkur að rannsóknum og þróun nýrra lyfja til meðhöndlunar á sjúkdómum í miðtaugakerfinu. Milljónir sjúklinga hafa haft not af uppfinningu okkar Cipramil® citalopram. En við látum ekki staðar numið hér. Við viljum halda áfram á framfarabraut. Aðeins með þanniggetum við vaenst þess að baeta lífsgaeði þeirra sjúklinga sem þjást af alvarlegu þunglyndi. Umboð á fslandi: Austurbakki hf. • Köllunarklettsvegi 2 • 104 Reykjavík Okkur hefur tekist þetta áður og okkur mun takast þetta aftur sfmi: 563 4000 • Fax 563 4090 ■ www.austurbakki.is Cipramil® citalopram Cipramil Lundbeck, 880074 TÖFLUR; N 06 A B 04 R B Hver tafla inniheldur: Citalopramum INN, hýdróbrómíð, samsvarandi Citalopramum INN 10 mg, 20 mg, 30 mg eða 40 mg. Töflurnar innihalda laktósu og litarefnið títantvíoxíð. Ábendingar: Alvarlegt þunglyndi (ICD - 10: Miðlungs til alvarleg geðdeyfðarlota). Fyrirbyggjandi meðhöndlun vegna síendurtekinna þunglyndiseinkenna. Felmtursröskun (panic disorder). Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir: Þunglyndi: ( upphafi 20 mg daglega. Tekið skal mið af svörun sjúklings en skammta má auka, að hámarki í 60 mg á dag. Aldraðir: Ráðlagður dagsskammtur er 10-20 mg á dag. Tekið skal mið af svörun sjúklings en skammta má auka, að hámarki í 40 mg á dag. Felmtursröskun: ( upphafi 10 mg daglega. Eftir einnar viku meðferð er skammtur-inn aukinn í 20 mg á dag. Algengur skammtur er 20-30 mg á dag. Tekið skal mið af svörun sjúklings en skammta má auka, að hámarki (60 mg á dag. Börn: Lyfið er ekki ætlað börnum. Skert lifrarstarfsemi: Ekki á að nota hærri skammta en 20-30 mg á dag. Skert nýrnastarfsemi: Við væga eða miðlungs skerðingu á nýrnastarfsemi er hægt að nota hefðbundna skammta. Reynslu skortir þegar um alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi er að ræða (kreatínín klerans< 20 ml/mínútu). Meðferðarlengd: Ceðdeyfðarleysandi verkun og verkun gegn felmtursröskun koma fram 2-4 vikum eftir að meðferð er hafin. Meðferð með þunglyndislyfjum er einkennameðferð og á að vara ( nægjanlega langan tíma, venjulega í 6 mánuði eða lengur til að fyrirbyggja bakslag. Lyfjagjöf: Cipramil töflur eru teknar inn einu sinni á dag. Lyfið má taka inn hvenær sem er sólarhringsins óháð máltíðum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir cítaloprami. Varnaðarorð og varúðarreglur: Cipramil má ekki taka inn ásamt lyfjum úr flokki mónóamín oxidasa hemla (MAO-hemla) eða fyrr en 2 vikum eftir að gjöf MAO- hamlandi lyfs hefur verið hætt. Meðferð með MAO-hemla má hefja 7 dögum eftir að gjöf Cipramil hefur verið hætt. Þegar felmturs-röskun er meðhöndluð með þunglyndislyfjum getur kvíði orðið meira áberandi hjá einstaka sjúklingi, í upphafi meðferðarinnar. Þessi þverstæðu áhrif í upphafi eru mest áberandi allra fyrstu daga meðferðarinnar og þau hverfa við áframhaldandi meðferð. Milliverkanir: Ef MAO-hamlandi lyf er notað samtímis getur það orsakað hættulega blóðþrýstingshækkun. Crunur leikur á að lyf af þessum flokki auki á serótónínllk áhrif sumatriptans. Þar til frekari upplýsingar liggja fyrir er ráðlagt að gefa ekki sumatriptan og Cipramil samtímis. Címetidín olli miðlungs aukningu á meðaltals blóðþéttni gildum af cítaloprami við jafnvægi. Því er ráðlegt að viðhafa varúð þegar stórir skammtar af Cipramil eru notaðir samtímis háum skömmtum af címetidíni. Meðganga og brjóstagjöf: Lyfið á ekki að nota. Akstur: Engin áhrif. Aukaverkanir: Algengasta aukaverkunin er ógleði allt að 7%. Algengar (> 1%): Almennar: Höfuðverkur. sviti, þreyta, slen, titringur, breytingar á þyngd og svimi. Æðakerfi: Þungur hjartsláttur. Miðtaugakerfi: Svefntruflanir, skyntruflanir og órói. Meltingarfæri: Ógleði, breytingar á hægðavenjum, meltingar-óþægindi og þurrkur í munni. Þvagfæri: Erfiðleikar við að tæma þvagblöðru. Augu: Sjónstillingarerfiðleikar. Sjaldgæfan (0,1%-1%): Almennan Almenn lasleikatilfinning. Geispar. Miðtauga-kerfi: Æsingur, rugl, erfiðleikar við einbeitingu, minnkuð kynhvöt ogtruflun á sáðláti. Meltingarfæri: Aukið munnvatnsrennsli. Húð: Útbrot. öndunarfæri: Nefstífla. Augu: Stækkað Ijósop. Mjög sjaldgæfar (< 0,1%): Miðtaugakerfi: Oflæti (mania). Aukaverkanir eru oft tímabundnar og ganga yfir enda þótt meðferð sé haldið áfram. Ofskömmtun: Einkenni: Ógleði, handskjálfti, svimi, slen - skerðing á meðvitund. Hraðtaktur (sinus tachycardi). Meðhöndlun: Einkennameðferð. Útlit: Töflur 10 mg: Hvítar kringlóttar, merktar „C-N“, 0 6 mm. Töflur 20 mg: Hvítar, aflangar, ávalar, með deilistriki, merktar „C-N", lengd 8 mm. Töflur 30 mg: Hvítar, aflangar, ávalar, með deilistriki, merktar „C-P“, lengd 10 mm. Töflur 40 mg: Hvítar, aflangar, ávalar með deilistriki. merktar „C- R“, lengd 11,5 mm. Pakkningar og verð (júni 2002): Töflur 10 mg: 28 stk. (þynnupakkað) kr. 2655.-; 100 stk. kr. 7607.- Töflur 20 mg: 28 stk. (þynnupakkað) kr. 4359.-, 56 stk. (þynnupakkað) kr. 7804.-; 100 stk. kr. 12.847.- Töflur 30 mg: 28 stk. (þynnupakkað) kr. 5978-; 100 stk. kr. 18.358.- Töflur 40 mg: 15 ml kr. 5641.-; 28 stk. (þynnupakkað) kr. 7519.-; 56 stk. (þynnupakkað) kr. 13.793.-; 100 stk. kr. 23.270. Hámarksmagn sem ávísa má með lyfseðli er sem svarar 30 daga skammti. Ath: Nánari upplýsingar í Sérlyfjaskrártexta

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.