Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2002, Side 47

Læknablaðið - 15.07.2002, Side 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚTSKRIFT KANDÍDATA landlæknir, Örn Bjarnason læknir afhenti bókar- gjöf frá Hollvinafélagi Læknadeildar, Oddur Steinarsson unglæknaforingi, og að lokum Óskar Einarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur. Kandídatar fengu yfir sig mikla holskeflu tilvitn- ana og játninga frá ræðumönnum; Aristóteles, Hippókrates, Steinn Steinar, Sigurður Nordal, Halldór Laxness, Tolstoy, Oscar Wilde, Voltaire, ýmis nöfn voru nefnd og margir voru kallaðir til svo ræðumenn gætu stutt mál sitt og sett rök undir sínar margvíslegu skoðanir á því úr hverju góður læknir væri öðru fremur búinn til, hvaða eiginleiki yrði að búa innra með þeim sem gætu kallast góðir læknar: árvekni, dómgreind, samhygð, samúð, hógværð og lítillæti, yfirburða klínísk þekking, sú mannúð og þau heilindi að reynast börnum sínum tiltækt foreldri og fjölskyldunni traustur ástvinur í bráð og lengd, láta vinnuna ekki gleypa sig, og láta hvorki hroka né metnað leiða sig á villigötur. Þar að auki fengu kandídatar ýmsar lífsreglur og margvísleg hollráð í vegarnesti, efnið spannaði allt frá björgun mannslífa til skoskra viðmiða sem hafa á að leiðarljósi við viskídrykkju, og svo að lokum innilegar árnaðaróskir. Þetta var glæsilegur og sólríkur dagur, vel fall- inn til þess að ganga formlega í lið með læknum eftir margra ára strit við nám og lestur. Við hæfi um sumarsólstöður þegar dagurinn er lengstur, nokkrum dögum fyrr hafði haustfýla lagst yfir landið með krappri lægð og úrhelli, en kandídatar mættu brosandi og keikir til leiks, enda öll hektó- pasköl komin í samt lag og almenn áhyggjuefni þeirra greinilega ekki ofarlega í huga á þessum tímamótum. tírn Bjamason, Hildur Harðardóttir, Óskar Ein- arsson, Sigurður Björns- son, Rakel Valdimarsdóttir og fleiri boðsgestir. Það er ekki á hverjum degi sem tvíburabrœður út- skrifast sem lœknar en það gerðist að þessu sinni þegar brœðurnir Fjölnir og Fjalar Elvarssynir bœttust í hóp íslenskra lœkna. Symbicort Turbuhaler INNÖNDUNARDUFT, R03AK (Sérlyfjaskrártexti) Innihaldslysing: Hver skammtur inniheldur: Budesonidum INN 160 míkróg og Formoterolum INN, fúmarat tvíhýdrat, samsvarandi Formoterolum INN 4.5 míkróg og Lactosum. Ábendingar: Til reglulegrar meöferðar á astma þegar samsett lyfjameöferö (barksteri til innöndunar og langvirkur betaörvi) á viö þegar ekki næst full stjórn á sjúkdómnum með barkstera til innöndunar og stuttverkandi beta2-örva til innöndunar eftir þörfum, eða þegar full stjórn hefur náðst á sjúkdómnum meö bæði barkstera til innðndunar og langverkandi beta2-örva. Skammtar og lyfjagjöf: Lyfið er ekki ætlað til upphafsmeðferðar á astma. Skömmtun virku efnanna í lyfinu er einstaklingsbundin og henni á að breyta til samræmis við alvarleika sjúkdómsins. Skammti skal breyta að lægsta skammti sem heldur einkennum sjúkdómsins niðri. Skammtastærðir handa tullorðnum: 1-2 innandanir tvisvar sinnum á sólarhring. Venjulega þegar stjórn á einkennum hefur náðst með gjðf lyfsins tvisvar sinnum á sólarhring, getur skammtaminnkun að lægsta virka skammti leitt til þess að unnt verði að gefa lyfið einu sinni á sólarhring. Skammtastærðir handa bömum (yngri en 12 ára): Lyfið er ekki ráðlagt bömum yngri en 12 ára. Sérstakir sjúklingahópar: Ekki þarf að breyta skömmtum hjá öldruðum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir búdesóníði, formóteróli eða innönduðum mjólkursykri. Varnaöarorö og varúöarreglur: Ráðlagt er að minnka skammta smám saman þegar meðferð er hætt. Ef sjúklingur telur að meðferð skili ekki viðunandi árangri eða að hann þurfi meira en núverandi skömmtun samsetts lyfs, verður hann að leita læknis. Aukin notkun berkjuvíkkandi lyfs (bráðatilvikum (rescue bronichodilatores) bendir til versnunar á undirliggjandi ástandi og krefst endurmats á astmameðferðinni. Skyndileg og áframhaldandi versnun á stjórn astma getur verið lífshættuleg og brýnt er að endurmeta meðferðina. í slíkum tilvikum skal hafa í huga þörf á aukinni meðferð með barksterum eða hvort gefa þurfi að auki bólgueyðandi lyf til inntðku, eins og kúr með barksterum eða sýklalyfjameðferð ef sýking er til staðar. Almenn einkenni geta komið fram við notkun hvaða barkstera til innöndunar sem er, sérstaklega við stóra skammta sem eru gefnir til langs tíma. Þessar verkanir koma miklu siður fram við meðferð til innöndunar heldur en þegar barksterar eru teknir inn. Hugsanlegar almennar verkanir eru m.a. bæling nýrnahettna, seinkun á vexti hjá börnum og unglingum, minnkun á beinþéttni, vagl á auga og gláka. Það er þess vegna mikilvægt að skammtur af innönduðum barksterum sé sá minnsti sem heldur einkennum niðri. Lyfið á að gefa með varúð sjúklingum með ofstarfsemi skjaldkirtils, krómfiklaæxli (phaeochromocytoma), sykursýki, ómeðhöndlaðan kalíumskort, hjarlavöðvakvilla með þrengingum og hjartavöðvastækkun (hypertrophic obstmctive cardiomyopathy), sjálfvakin neðanósæðarþrengsli (idiopathic subvalvular aortic stenosis), alvarlegan háþrýsting, slagæðagúlp eða aðra alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma, eins og blóðþurrðarhjartasjúkdóm, hraðsláttartruflanir eða alvarlega hjartabilun. Hætta á alvarlegum kaliumskorti er hugsanleg eftir stóra skammta af beta2-örvum. Samtfmis meðferð með lyfjum sem geta valdið kalíumskorti getur aukið möguleikann á blóðkaliumlækkandi verkun við stórra skammta af beta2-örvum. Sérstök varúð er ráðlögð við bráðan alvarlegan astma þar sem vefildisskortur getur aukið hættuna. Blóðkalíumlækkandi áhrif geta aukist við samtímis gjóf xantín-afleiða, stera og þvagræsilyfja. Ráðlagt er að fylgjast með þéttni kalíums í sermi við meðferð á bráðum alvarlegum astma. Eins og við á um alla beta2-örva, ætti að hafa í huga að auka tíðni blóðsykursmælinga hjá sykursjúkum. Lyfið inniheldur mjólkursykur (<1 mg/innöndun). Þetta magn hefur venjulega ekki vandamál i för með sér hjá einstaklingum með mjólkursykuróþol. Milliverkanir viö lyf og annaö: Milliverkanir vegna lyfjahvarla: Ketókónazól 200 mg einu sinni á dag sexfaldaði að meðaltali plasmagildi búdesóníðs (einn 3 mg skammtur) sem gefið var samtímis. Milliverkanir vegna lyfhrifa: Betablokkar geta dregið úr eða hamlað verkun formóteróls. Lyfið skal því ekki gefa samtímis betablokka (þ.m.t. augndropum) nema brýna nauðsyn beri til. Meöganga og brjóstagjöf: Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins eða samtímis meðferðar með formóteróli og búdesóniði á meðgöngu. Fullnægjandi upplýsingar um notkun formóteróls hjá þunguðum konum liggja ekki fyrir. Upplýsingar benda ekki til aukinnar hættu á vansköpun vegna notkunar búdesóníðs til innöndunar. Á meðgöngu ætti einungis að nota lyfið þegar væntanlegur ávinningur vegur þyngra en hugsanleg hætta. Nota ætti lægsta skammt af búdesóníði sem gefur viðunandi stjórn á astma. Ekki er vitað hvort formóteról og búdesóníð berast í brjóstamjólk. Eingóngu ætti að gefa konum með barn á brjósti lyfið ef væntanlegur ávinningur móður er talinn meiri en hugsanleg hætta fyrir barnið. Aukaverkanir: Algcngar (>1/100): Miðtaugakerfi: Höfuðverkur. Hjarta- og æðakerfi: Hjartsláttarköst. Stoðkerfi: Skjálfti. Öndunarvegur: Sveppasýkingar í munni og koki, væg erting I hálsi, hósti, hæsi. Sjaldgæfar (0,1-1%): Hjarta- og æðakerfi: Hraður hjartsláttur. Stoðkerfi: Vöðvakrampar. Miðtaugakerfi: Æsingur, eirðarleysi, taugaveiklun, ógleði, sundl, svefntruflanir. Mjög sjaldgæfar (<1/1.000): Húð: Útbrot, ofsakláði, kláði. Öndunarvegur: Berkjukrampi. Afar sjaldgæfar aukaverkanir, þar af geta sumar verið alvarlegar eru m.a.: Búdesóníð: Geðræn einkenni eins og depurð, hegðunartruflanir (aðallega hjá börnum), merki og einkenni um almenna barkstera verkun (þ.m.t. vanstarfsemi nýmahettna), snemm- eða siðkomið ofnæmi (þ.m.t. húðbólga, ofsabjúgur og berkjukrampi), marblettir. Formóteról: Hjartaöng, blóðsykurshækkun, truflanir á bragðskyni, breytingar á blóðþrýstingi. Ofskömmtun: Ofskömmtun formóteróls myndi líklega valda verkunum sem eru einkennandi fyrir beta2-adrenvirka örva: skjálfti, höfuðverkur, hjartsláttarköst og hraður hjartsláttur. Lágþrýstingur, efnaskiptablóðsýring, kalíumskortur og blóðsykurshækkun geta einnig komið fram. Bráð ofskömmtun með búdesóníði, jafnvel í stórum skömmtum, er ekki talið klínískt vandamál. Lyfhrif: Lyfið inniheldur formóteról og búdesóníð. Verkunarmáti þessara efna er mismunandi, en þau hafa samleggjandi verkun við að draga úr versnun astma. Upplýsingar um verkunarhátt hvors lyfjaefnis um sig eru hér á eftir. Búdesóníð: Búdesóníð gefið til innöndunar I ráðlögðum skömmtum hefur barkstera bólgueyðandi verkun í lungum sem dregur úr einkennum og versnun astma og hefur minni aukaverkanir I för með sér en þegar barksterar eru gefnir óstaðbundið. Nákvæmur verkunarháttur þessara bólgueyðandi áhrifa er óþekktur. Formóteról: Formóteról er sértækur beta2-adrenvirkur örvi sem veldur slökun á sléttum vöðvum i berkjum hjá sjúklingum með tímabundna teppu í öndunarvegum. Berkjuvíkkun hefst fljótt, innan 1-3 mín. eftir innöndun og verkunarlengd er 12 klst. eftir einn skammt. Pakkningar: Symbicort Turbuhaler: Innöndunarduft 160/4,5 míkróg/innöndun: 120 skammtar, 360 skammtar (3 x 120). Verö: sjá lyfjaverðskrá. Afgreiðslumáti: R. Greiösluþátttaka: B. Desember 2001. Markaösleyfishafi: AstraZeneca A/S, Albertslund, Danmark. Umboö á íslandi: Pharmaco hf., Hörgatúni2, Garðabæ. Nánari upplýsingar er aö finna f Sérlyfjaskrá Læknablaðið 2002/88 583

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.