Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2002, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.07.2002, Qupperneq 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NORRÆNT SAMSTARF Norræna læknaráðið Jón Snædal körinn formaður Jón Snœdal varaformaður Lœknafélags íslands og formaður Norrœna lœkna- ráðsins í góðum félagsskap við útskrift lœknastúdenta. Jóni á hœgri hönd er eigin- kona hans, Guðrún Karls- dóttir, en Ásdís Rafnar framkvœmdastjóri LÍ á þá vinstri. Þröstur Haraldsson Á fundi Norræna læknaráðsins sem haldið var í Osló í lok maímánaðar bar það til tíðinda að Jón Snædal var kosinn formaður ráðsins til næstu tveggja ára. Kosning hans tengist því að röðin er komin að íslandi að halda næsta fund ráðsins en þeir eru haldn- ir á tveggja ára fresti lil skiptis í löndunum fimm. Verður næsti fundur þess haldinn á Akureyri vorið 2004. Stjórn Norræna læknaráðsins hittist tvisvar á ári og er sameiginlegur vettvangur norrænu læknafélag- anna. Annað hvert ár er öllum stjórnarmönnum fé- laganna og ýmsum embættismönnum boðið til fund- ar í ráðinu sjálfu. Læknafélag íslands hefur þó aldrei sent fleiri en tvo eða þrjá fulltrúa á þessa fundi enda er þátttaka í þeim kostnaðarsöm fyrir félagið. Á þessum fundum ráðsins eru tekin fyrir ákveðin mál og reynt að kryfja þau til mergjar. Aðalmál fund- arins í Osló voru tvö: öryggi sjúklinga og skipulag og fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Jón sagði í samtali við Læknablaðið að það sem helst hefði komið mönnum á óvart í umræðum um öryggi sjúklinga hefði verið að rannsóknir í Danmörku bendi til þess að því sé ábótavant og að það sé minna en almennt er álitið. „Ég sé enga ástæðu til að ætla að þessu séu öðruvísi hagað hér á landi. Meðferð sjúklinga verður æ flóknari og þar með eru svo mörg atriði sem verða að ganga rétt. Mælingum, bæði sjálfvirkum og hand- virkum, hefur fjölgað og í þeim getur margt brugðist. Á fundinum var varpað fram þeirri spurningu hvort ekki væri rétt að taka upp sömu vinnubrögð og við- höfð eru í flugrekstri þar sem menn skoða öll atvik sem kalla má næstum því óhöpp og reyna að draga af þeim ályktanir til þess að auka öryggið. Einnig var bent á að öryggisleysi sjúklinga á sér ekki eingöngu rætur í mannlegum mistökum heldur valda því einnig kerfislægar ástæður," sagði Jón. Skipulag og fjármögnun heilbrigðisþjónustu er stöðugt til umræðu meðal norrænna lækna. Þar hafði Þórður Sverrisson framsögu fyrir hönd Læknafélags íslands en auk hans töluðu Finnar og Norðmenn. í Noregi hafa orðið miklar breytingar á uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og kom ýmislegt forvitnilegt fram í umræðunum sem of langt mál yrði að tíunda hér. Símenntun og kjaramál Auk þessara umræðna á ráðsfundum hefur stjórnin ýmis hagsmunamál lækna til umfjöllunar. Þar má nefna símenntun lækna sem oft er til umræðu. Þar er staða íslenskra lækna önnur og betri en kollega á Norðurlöndum hvað varðar rétt til að sækja nám- skeið og ráðstefnur því víðast hvar á Norðurlöndum fá eingöngu þeir sem halda fyrirlestra að sækja ráð- stefnur. Norræna læknaráðið fylgist með því hvaða þjón- ustu læknar sem starfa tímabundið í öðru aðildar- landi geta fengið hjá læknafélagi gistilandsins. Er hægt að sjá á heimasíðum læknafélaganna hver þessi þjónusta er og hvaða stuðnings menn geta vænst, svo sem í kjaramálum. Fyrir nokkru kom upp hugmynd um að gera samanburð á kjörum norrænna lækna en frá því var horfið vegna þess hversu ólík launakerfin eru og einnig störf lækna frá einu landi til annars. Nefna má að víða er farið að gera vinnustaðasamn- inga. Þá koma umræður um lækna í vanda ávallt til umræðu á fundum ráðsins af og til enda um sambæri- leg vandamál að ræða í öllum löndunum. Loks ber að nefna að vettvangi ráðsins og stjórnar þess er mótuð sameiginleg stefna norrænna lækna út á við. Norrænu læknafélögin reyna að tala sem mest einum rómi í samstarfi evrópskra lækna og í Alþjóða- félagi lækna og Norræna læknaráðið er kjörinn vett- vangur til þess að samstilla raddirnar. 584 Læknablaðið 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.