Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2002, Page 50

Læknablaðið - 15.07.2002, Page 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAMHALDSNÁM LÆKNA Framhaldsnám - straumar og stefnur Ólafur Baldursson Bjarni Þjóðleifsson Það hefur lengi verið aðalsmerki íslenskra lækna að leita framhaldsmenntunar á fremstu stöðum í mörgum löndum og bera til íslands það besta úr læknisfræði ýmissa landa. Eftir heimkomu hefur samvinna lækna með ólíka þjálfun og viðhorf enn frekar auðgað íslenska læknisfræði. Það er hins vegar megin veikleiki greinarinnar að ekki hefur tekist að koma á fót skipulegu framhaldsnámi í læknisfræði hérlendis. Astæður fyrir því eru margar og verða þær raktar hér og einnig ræddar leiðir til úrbóta. Stjórn framhaldsnáms A Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH) stýra kennslustjórar og sviðsstjórar náminu sem er undir yfirstjórn framkvæmdastjóra kennslu, rannsókna og þróunar sem einnig sér um ráðningu unglækna. A öðrum sjúkrahúsum (FSA og Akranesi) stýra yfir- læknir og kennslustjórar náminu. Framhaldsnám í heimilislækningum er undir stjórn kennslustjóra í þeirri grein. Framhaldsmenntunarráð á að skipu- leggja og hafa eftirlit með framhaldsnámi lækna og setja staðla um þær deildir sem eru hæfar til að kenna. Ráðið hefur sérstakan framkvæmdastjóra og er skipað fulltrúum sjúkradeilda þar sem framhalds- nám er viðurkennt, fulltrúa heimilislækna, Læknafé- lags íslands, Læknadeildar, Félags læknanema, Fé- lags ungra lækna og áheyrnarfulltrúum. þarf að fara saman ábyrgð unglækna og eftirlit sér- fræðinga í réttum hlutföllum eftir stigi námsins. Kennsla verður ekki útfærð á framhaldsmenntun- arstigi nema allir sérfræðingar deildanna leggi sitt af mörkum. Skyldur sérfræðinga með tilliti til klín- ískrar kennslu hafa hvorki verið skilgreindar á stúdentsstigi né á framhaldsstigi. I nýjum sam- starfssamningi LSH og Háskólans er bætt úr þessu og þar er einnig lagður grunnur að framgangi sér- fræðinga í kennslu- og háskólastöður. 2. Kennsluáætlanir hafa verið vanþróaðar en Fram- haldsmenntunarráð hefur síðastliðinn vetur unnið að gerð kennsluáætlana fyrir flestar sérgreinar læknisfræðinnar og liggja þær nú fyrir. 3. Aðstaða, svo sem aðgangur að tölvum, gagna- grunnum, rafrænum tímaritum og bókasöfnum, fundasölum og herbergjum, er nauðsynleg til að kennsla geti farið fram og gildir það jafnt fyrir stúdenta sem unglækna. Mikið hefur skort á þessa aðstöðu en þróunarsvið kennslu og fræða hefur gert verulegar umbætur. 4. Vinnuframlag ungra lækna er mjög veigamikið og illmögulegt er að reka sjúkrastofnanir án framlags þeirra. Það er enn fremur erfitt að útfæra kennsluáætlanir þegar aðeins um helmingur af stöðum unglækna er skipaður. 5. Samningar um launakjör kandídata, deildarlækna og stúdenta eru í uppnámi og hefur það haft veru- lega truflandi áhrif á þróun framhaldsmenntunar. Vinnumarkaður ungra lækna Bjarni Þjóðleifsson er formaður Framhalds- menntunarráðs Læknadcildar og Ólafur Baldursson er framkvæmdastjóri þess. Samkvæmt könnun Framhaldsmenntunarráðs Lækna- deildar eru 65-70 stöður fyrir nýútskrifaða lækna þegar saman eru taldar stöður í heilsugæslu og á sjúkrahúsum en þar að auki bjóðast ungum læknum störf hjá líftæknifyrirtækjum og á fleiri stöðum. Ár- lega útskrifast 30-40 læknar og þvf augljóst að nýút- skrifaðir læknar eru of fáir. Það liggur fyrir að næsta starfsár vanti í fjölmargar stöður unglækna á LSH. Til að öðlast lækningaleyfi þurfa kandídatar að ljúka 12 mánaða verknámi á viðurkenndum deildum eða stofnunum, þar af eru fjórir á handlæknisdeild, sex á lyflæknisdeild og þrír á heilsugæslustöð en þrír eru valfrjálsir. Á síðastliðnum vetri var til umræðu í Framhaldsmenntunarráði tillaga um að lengja kandí- datsárið í 15 eða 18 mánuði en sú tillaga var felld. Veikleikar framhaldsnáms á íslandi 1. Kennsla á framhaldsstigi krefst mikillar vinnu og skipulagningar. Kennslan er að stórum hluta verk- leg og felst í eftirliti og tilsögn sérfræðinga þar sem Sóknarfæri í framhaldsmenntun Við sameiningu deilda á LSH eru að skapast einingar sem hafa burði til að annast framhaldsmenntun ung- lækna í eitt til þrjú ár eftir kandídatsár og á það eink- um við um lyflæknis- og handlæknisdeildir og undir- greinar þeirra. Sameiningu er ekki að fullu lokið en það er skoðun greinarhöfunda að eftir eitt til tvö ár, þegar öldurót breytinganna lægir, verði veruleg sókn- arfæri í framhaldsmenntun. Jafnframt því að styrkja stoðir framhaldsmenntunar hér heima þarf að stofna til meiri samvinnu við erlenda læknaskóla. Nú þegar hafa nokkrar deildir fengið mat erlendra stofnana um hæfi til kennslu og má þar nefna að Handlæknis- deild LSH hefur fengið viðurkenningu Royal Col- lege of Surgeons í Bretlandi. Blóðmeinafræðideild LSH hefur fengið viðurkenningu Royal College of Pathology og Rannsóknarstofa í meinafræði fékk viðurkenningu frá sömu stofnun í Bretlandi. Sam- vinna við erlenda læknaskóla þarf að fela í sér sam- ræmingu í kennsluáætlunum og viðurkenningu á 586 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.