Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2002, Page 51

Læknablaðið - 15.07.2002, Page 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAMHALDSNÁM LÆKNA námstíma ásamt samningi um að taka við unglækn- um til framhaldsnáms, í því efni munu kennslu- áætlanir auðvelda samanburð íslenskra og erlendra deilda. Samvinna af þessu tagi skapast oftast fyrir vinnu einstakra sérfræðinga sem hafa getið sér gott orð við erlenda læknaskóla og hafa sambönd við yfir- menn. Framhaldsmenntunarráð hvetur yfirlækna deilda og stjórnendur LSH til að rækta slík sambönd. Framhaldsmenntunarráð mun byrja að safna og halda til haga upplýsingum um erlend tengsl og hvetj- um við lækna til þess að senda ráðinu upplýsingar um þau. Stefnt er að því að efna til málþings um erlend tengsl er varða framhaldsnám lækna á hausti kom- anda. Framhaldsnám í Bandaríkjunum Vegna formlegra og strangra prófa, lækningaleyfa, vegabréfsáritana og fleiri mála eru tengsl við banda- ríska háskóla þyngri í vöfum en við evrópska skóla. Ekki bætti úr skák það styrjaldarástand sem skapað- ist eftir árásirnar 11. september síðastliðinn. Þrátt fyrir þetta eiga Islendingar greiðan aðgang að fram- haldsnámi við öfluga háskóla og stofnanir vestanhafs eins og glæsilegur árangur unglækna í að fá náms- stöður á þessu ári ber vitni um. Við höfum nýlega átt viðræður við tvo bandaríska prófessora um þessi mál. Nils Hasselmo, forseti samtaka amerískra háskóla (Association of American Universities), telur að hið akademíska samfélag sé að byrja að jafna sig eftir áfallið í september og bendir á að samtök hans vinni sérstaklega að því að vernda alþjóðleg tengsl há- skóla. A hinn bóginn er ljóst að kennslu- og háskóla- starfsemi var misnotuð af hryðjuverkamönnum og verður slík starfsemi því óhjákvæmilega undir mun strangara eftirliti en áður. Michael W. Peterson, pró- fessor og kennslustjóri lungnalækninga við háskól- ann í Iowa, er kunnugur íslenskum aðstæðum. Hann kom hér árið 1997 og hélt námskeið um notkun margmiðlunar við kennslu í lyflækningum og hefur að auki haft íslendinga í læri. Hann hefur nú tekið við nýrri stöðu sem yfirmaður lyflækninga við Kali- forníuháskóla í Fresno. Hann hefur mikinn áhuga á að halda tengslum við Háskóla íslands og Land- spítala og telur ákjósanlegt að íslenskir unglæknar fái stöður á sinni deild. Við háskólann í Fresno er vönduð kennsla í lyflækningum með öflug tengsl við Kaliforníuháskóla í San Fransisco (UCSF) þar sem nemendur taka þátt í valmánuðum. Einnig var rætt við dr. Peterson um framhaldsnám í lyflækningum almennt. Sérstaklega um þann möguleika að Islend- ingar tækju hluta námsins hér á íslandi og annan ytra. Kostir þessa eru augljósir en ókostir því miður ýmsir. American Board of Internal Medicine (ABIM) krefst þess að nemendur ljúki formlegu námi á ákveðnum deildum í þrjú ár ytra áður en nemar fá leyfi til að þreyta sérfræðipróf („board eligible“ - leyfi til að taka sérfræðipróf, er formlegt menntunarstig). Við gætum sniðgengið þetta með því að hanna íslenskt sérfræðipróf sem menn tækju í lok námsdvalarinnar ytra og lykju þannig formlega þessu blandaða námi. Ljóst er að vinna við gerð slfks prófs yrði mjög mikil og þyrfti að huga vandlega að kostn- aði og framkvæmd. Verulegur ókostur við þessa lausn er sá að nám í undirsérgreinum (Fellowship) er aðeins unnt að hefja hafi menn lokið bandaríska sér- fræðiprófinu („board certified") í lyflækningum. Bland- aða námið gæti því aðeins nýst þeim til framdráttar sem hygðu ekki á frekara nám eða ætluðu sér í undir- sérgrein í Evrópu. Ef til vill er það ásættanlegt en með tímanum þyrfti að nást hagstæðara samkomulag við ABIM. Forystumenn Handlæknisdeildar hafa unnið ötul- lega að tengslum við erlenda háskóla. Margrét Odds- dóttir yfirlæknir hefur skipulagt vinnuheimsóknir deildarlækna frá skurðdeild Massachusettháskóla í Worcester þannig að þeir starfi hér á skurðdeild í mánuð í senn. Dvölin verður metin sem hluti af sér- námi þeirra. Þetta er mjög mikilvægt framtak og leggur grunn að raunverulegu og virku sambandi stofnana í stað samninga sem liggja í dvala í möppum. Stefnt er að því að íslenskir deildarlæknar geti unnið um hríð í Worcester. Til þess að slík námsdvöl nýtist sem best þarf því miður að yfirstíga nokkrar hindran- ir, sérstök viðamikil próf til lækningaleyfis og vanda- mál í sambandi við vegabréf. Samkvæmt heimildum okkar er hins vegar óvenju sterkur vilji ráðamanna við Massachusettháskóla til þess að ryðja sumum þessum hindrana úr vegi Islendinga. Forsvarsmenn bráðalæknisfræði á íslandi vinna einnig að auknum samskiptum við stofnanir erlendis með svipaðar vinnu- og námsdvalir í huga og lýst er hér að ofan. Víst er að aðilar innan mun fleiri greina en okkur er kunnugt um starfa að þessum málum og óskum við eftir að sem flestir tilkynni slíka starfsemi til Framhaldsmenntunarráðs svo unnt verði að sam- ræma aðgerðir. Aö lokum Innan Framhaldsmenntunarráðs er mikill áhugi á að gera tengsl við erlenda háskóla formlegri og virkari. í þessu tilliti eru viðurkenningar sem íslenskt nám í skurðlækningum, meinafræði og meinefnafræði hef- ur hlotið frá æðstu menntastofnunum í Bretlandi sér- lega ánægjulegar og til fyrirmyndar. Ekki verður ann- að séð en framhaldsnám í klínískum grunngreinum þar sem hluti náms fer fram á íslandi sé vænlegur kostur. Slíkt fyrirkomulag gæti eflt háskólasjúkrahús okkar mjög, meðal annars með því að fá til starfa þann kraftmikla hóp ungra lækna sem er að hefja framhaldsnám. Að auki yrðu tengsl okkar við er- lenda háskóla mun gagnlegri og lífvænlegri. Læknablaðið 2002/88 587

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.