Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2002, Page 55

Læknablaðið - 15.07.2002, Page 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÁLEFNI BUGL Hver má segja hvað við hvern um hvað? Deilur innan yfirstjórnar Landspítala snerta tjáningarfrelsi starfsmanna Yfirlýsing sú sem stjórn Læknafélags íslands sendi frá sér í byrjun júnímánaðar og birtist hér að neðan á sér nokkra forsögu. Hún er á þá leið að í lok maí rann út þjónustusamningur Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) við Barnaverndarstofu og SAA sem verið hafði í gildi í tvö ár en endurnýjun samningsins hefur enn ekki tekist. Sama dag og hann rann út var boðað til fundar af sviðsstjórum geðsviðs með yfirlækni og hjúkrunardeildarstjóra til að undir- búa nauðsynlegar ráðstafanir í ljósi þessarar stöðu, ráðstafanir sem beindust að fækkun og tilfærslu starfsfólks BUGL og þar með samdrátt í þjónustu. Um þetta varð nokkur fjölmiðlaumræða sem lykt- aði með því að ráðherra heilbrigðismála kvað upp úr með það að þjónusta BUGL yrði ekki skert og að gerður yrði nýr samningur afturvirkur til 1. júní. Par með ætti málið að vera úr sögunni en í umræðunni féllu orð sem margir áttu erfitt með að kyngja. Þeirra á meðal var stjórn LI. Málið skipti um farveg eins og títt er í íslenskri þjóðfélagsumræðu og breyttist úr því að fjalla um starfsemi einu barna- og unglingageð- deildar landsins í valdabaráttu stjórnenda spítalans. Hvaö varö um fjárveitinguna? Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir á BUGL rakti forsögu málsins í grein í Morgunblaðinu 4. júní þar sem hann greinir frá því að framkvæmd þjónustu- samningsins hafi í öllum aðalatriðum gengið mjög vel. Samningurinn gerði ráð fyrir talsverðri aukningu á fjárveitingum til BUGL og samstarfi við Barna- vemdarstofu og SAA með það markmið að gera þjónustu við börn og unglinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða betri og samhæfðari. Þrátt fyrir það að menn væru ánægðir með samn- inginn varð það niðurstaða Barnavemdarstofu að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara. Ástæður uppsagnar höfðu verið tilteknar en sú veiga- mesta verið sú að viðbótarfjármagn sem renna átti til BUGL samkvæmt samningnum virtist ekki skila sér. Þröstur Haraldsson Yfirlýsing stjórnar Læknafélags íslands vegna frétta af barna- og unglíngageðdeíld Landspítala háskólasjúkrahúss Margvísleg starfsemi á Landspítala háskólasjúkrahúsi er sú eina sinnar tegundar í landinu. Sameining stóru sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík í þessu eina sjúkrahúsi hefur leitt til þess, að landsmenn eiga ekki aðra kosti varðandi ýmsa sérhæfða með- ferð, en að njóta þeirrar þjónustu, sem þar er boðin. Því eru málefni sjúkrahússins viðkvæm þjóðinni allri og brýn nauðsyn að umræður um vöxt þess og viðgang séu opnar og byggðar bestu fáanlegu upplýsingum á hveijum tíma. Mikilvægi þess að læknar sjúkrahússins taki þátt í þessari um- ræðu, miðli af reynslu sinni og veiti tafarlaust upplýsingar um þjónustu, sem á undir högg að sækja, hlýtur að liggja í augum uppi. Þar standa almannahagsmunir sérsjónarmiðum fram- kvæmdastjórnar spítalans langtum framar. Þau sjónarmið, sem sett eru fram af yfirlækni barna- og unglingageðdeildarinnar í Morgunblaðsgrein í dag, styðja það svo ekki verður um villst. ítrekað hefur það gerst, að læknar eru snupraðir fyrir að tjá sig um málefni sjúkrahússins og raunar heilbrigðisþjónustunnar undir því yfirskyni, að það sé annarra hlutverk. Virðast þær snuprur byggjast á þeim djúpa og hættulega misskilningi, að að- finnslur lækna, meðal annars í yfirlæknisstöðum, séu fram- kvæmdastjórn sjúkrahússins til óþurftar og trufli störf hennar. Þessu mótmælir stjórn Læknafélags íslands af ástæðum sem að ofan eru tilgreindar. Framkvæmdastjórn Landspítala og yfirlæknar sjúkrahússins eiga miklu fremur samleið, þegar til almannahagsmuna er litið. Mikilvægt er, að framkvæmdastjórnin og læknar sjúkrahússins sýni háttvísi og varúð í öllum ummælum sínum og skapi ekki óþarfa efasemdir um góða stjórnsýslu á sjúkrahúsinu. Stjórn Læknafélag íslands ítrekar þá skoðun sína, sem áður hefur komið fram, að réttur Iækna til að tjá sig um þróun heil- brigðisþjónustunnar og brotalamir á henni, hvort sem er á eigin vinnustað eða annars staðar, eigi að vera óheftur. Skiptir þá ekki máli hvort læknar eru í stöðum yfirmanna eður ei. Það er farsælt þegar til lengri tíma er litið. Um þetta sjónarmið mun stjórn Læknafélag íslands standa dyggan vörð. Kópavogi 4. júní, 2002 F.h. stjórnar Læknafélags íslands, Sigurbjörn Sveinsson formaður L Læknablaðið 2002/88 591

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.