Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Síða 2

Fréttatíminn - 05.09.2014, Síða 2
Oslóarbúar senda áfram tré N ú hefur verið sett á legg söfnunarsíða fyrir geiturnar hennar Jóhönnu Berg-mann á Háafelli á netinu þar sem biðlað er til fólks um að bjarga geitunum úr Game of Thrones og þar með íslenska geita- stofninum. Game of Thrones er vinsælasta sjónvarpssería sjónvarpsrisans HBO frá upp- hafi, með 20 milljón áhorfendur um heim all- an og má því gera ráð fyrir að stór hluti þeirra rúmlega átta miljóna króna sem nú þegar hafa safnast sé kominn frá aðdáendum seríunnar. Margt smátt gerir eitt stórt „Söfnunarmarkmiðið á síðunni er 10,5 millj- ónir króna því það er eiginlega lágmarkið til að geta farið og samið við bankann. En svo veit ég auðvitað ekkert hvernig hann mun bregðast við,“ segir Jóhanna en það var vin- kona hennar, blaðamaður frá New York, sem setti söfnunarsíðuna í gang. „Hún hefur oft komið til Íslands og heillaðist af geitaræktinni okkar hér á Háafelli. Vinir hennar hönnuðu lógó, barmmerki, bolla og töskur sem hægt er að kaupa á síðunni og setja þannig pening í söfnunina. Þau bara sjá um þetta allt saman og það eina sem ég þarf að gera er að redda sápum úr geitamjólk og að taka á móti fólki sem getur komið í heimsókn. Kraftur inter- netsins er alveg ótrúlegur og það hefur svo sannarlega sýnt sig að margt smátt gerir eitt stórt.“ Barátta fyrir framtíð stofnsins Nú hafa rúmlega átta milljónir safnast til styrktar geitunum og tæplega 80.000 manns skrifað undir viljayfirlýsingu til íslenskra stjórnvalda um að bjarga stofninum, sem er sá elsti í heimi. Jóhanna er mjög hrærð yfir við- brögðum alls þess fólks sem hefur lagt henni lið, sem kemur alls staðar að úr heiminum. „Svo var ég á matarmarkaðinum í Hörpu um síðustu helgi og þar kom fólk upp að mér til að hvetja mig áfram og bara faðma mig og segja mér að gefast ekki upp. Fólki virðist alls ekki standa á sama um geiturnar. Auðvitað snýst þessi barátta ekki bara um mig, heldur um eitthvað miklu meira. Við erum að berjast fyrir aðra geitaeigendur líka og alla þá sem vilja stunda geitarækt í framtíðinni,“ segir Jóhanna. Söfnunarsíða: https://www.indiegogo. com/projects/save-the-icelandic-goat-from- extinction Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  LögregLumáL Kæra var Lögð fram vegNa birtiNgar KyNfæramyNda í KirKju Lögreglan rannsakar myndbirtingarnar  LaNdbúNaður átta miLLjóNir hafa safNast fyrir ísLeNsKu geitiNa Game of Thrones aðdáendur til bjargar Geiturnar hennar Jóhönnu á Háafelli hlutu ekki góð örlög í Game of Thrones sjónvarpsseríunni. Þar hlupu þær undan eldspúandi dreka sem náði svo að klófesta eina þeirra á flugi. Nú lítur út fyrir að hinn sami eldspúandi dreki sé á ný orðin örlagavaldur í lífi geitanna hennar Jóhönnu og þar með úrslitavaldur í framtíð íslenska geitastofnsins. Fréttatíminn sagði síðastliðinn vetur sögu eina geitaræktanda landsins, Jóhönnu Bergmann á Háafelli. Þá leit út fyrir að allur hennar geitastofn færi í slátrun nú í september sökum fjárhagserfiðleika búsins. Jóhanna er bjartsýn á að vandi fjölskyldunnar og þar með íslenska geitastofnsins muni leysast, þrátt fyrir að ráðamenn landsins og bankinn vilji ekki semja. Aðdáendur sjón- varpsþáttanna Game of Thrones virðast ætla að koma geitunum til bjargar. Samsett mynd/Hari „Það ríkir almenn ánægja með fermingarfræðsluna,“ segir Guðbjartur Ólason, skólastjóri Vallaskóla á Selfossi og faðir verðandi fermingarbarns. Fréttatíminn greindi frá því í síðustu viku að æskulýðspresturinn, Ninna Sif Svavarsdóttir, hefði fengið kynfræðinginn Sigríði Dögg Arnardóttur til að ræða við verðandi fermingarbörn í Selfosskirkju og að hluti af fyrirlestri hennar hefði falist í því að sýna myndir af kynfærum til að endurspegla fjöl- breytileika þeirra. Daginn eftir greindi dv.is frá því að presturinn hefði verið kærður fyrir brot á barnaverndar- lögum og almennum hegningarlögum er varða blygðun- arsemi. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, staðfestir að málið sé til skoðunar hjá lög- reglunni og vonast hann eftir að niðurstaða fáist í málið sem fyrst. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst hefur sá sem lagði fram kæruna engin tengsl við fermingar- börnin. Árni Svanur Daníelsson, prestur og verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu, segist ekki hafa heyrt af öðru en ánægju frá þeim kirkjum sem hafa fengið Sigríði Dögg til að halda erindi. „Það fyrsta sem þarf að hafa í huga í þessu sambandi er að fermingarfræðslan er alltaf skipulögð og framkvæmd í kirkjunum á hverjum stað,“ segir hann. Þjóðkirkjan á landsvísu leggur til fræðslustefnu og námsskrá. „Innan þeirra rúmast lífsleiknifræðsla sem tekur meðal annars til samskipta kynjanna.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Lögreglan á Sel- fossi hefur á borði sínu kæru vegna myndbirtinganna í Selfosskirkju og vonast til að niðurstaða fáist í málið sem fyrst. ... þar sem biðlað er til fólks um að bjarga geitunum úr Game of Thrones og þar með ís- lenska geitastofn- inum. Setur Hróa hött upp á Broadway Gísli Örn Garðars- son, leikari og leikstjóri, hefur verið ráðinn til að setja upp Hróa hött á Broadway í New York. Verkið verður frumsýnt í mars á næsta ári. Þetta kom fram í Kastljósi í vikunni. Jóhannes í dómsmálin og Lilja í forsætið Ákveðið hefur verið að Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráð- herra, muni fyrst um sinn jafnframt gegna embætti aðstoðarmanns dómsmálaráð- herra og hafa aðstöðu í innanríkisráðu- neytinu, að því er fram kemur í tilkynningu forsætisráðuneytisins. Þar segir enn fremur að Lilja D. Alfreðsdóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri á skrifstofu bankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabanka Íslands, hafi verið ráðin tímabundið sem verkefnis- stjóri í forsætisráðuneytinu. Lilja kemur til starfa á grundvelli tímabundins vista- skiptasamnings við Seðlabanka Íslands og verður í leyfi frá bankanum á meðan samningurinn varir. - jh Hæsta verðið í Víði Verðlags eft ir lit ASÍ gerði verðkönn un á mat vöru í lág vöru verðsversl un um og stór mörkuðum á mánu dag inn. Hæsta verðið var oft ast að finna í versl un Víðis Garðatorgi og lægsta verðið var oft ast að finna í versl un Bón us Ný býla vegi. Allt að 132 prósent verðmunur var á milli versl ana. Breytingar á Frétta- tímanum Sigríður Dögg Auðuns- dóttir skiptir um starf hjá Morgundegi ehf., út- gáfufélagi Fréttatímans. Hún lætur af störfum sem ritstjóri blaðsins og tekur í staðinn að sér starf þróunarstjóra Morgundags ehf. Sig- ríður Dögg hefur unnið að vefverkefninu ispiral.ly í sumar í sam- starfi við Startup Reykjavík. Verkefnið hefur gengið vel og mun Sigríður Dögg áfram vinna því brautargengi ásamt því að vinna að nýjum og spennandi verkefnum sem fram undan eru hjá Morgundegi ehf. Eftir breytingarnar verður Jónas Haraldsson einn ritstjóri blaðsins. Fréttatíminn þakkar Sigríði Dögg frábær störf sem ritstjóri um leið og hún er boðin velkomin til nýrra starfa. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, þróunarstjóri Morgundags ehf. Oslóarborg mun áfram færa Reykjavíkurborg jólatré að gjöf. Þetta er staðfest í bréfi borgar- stjórans í Osló, Fabian Stang, til kollega síns í Reykjavík, Dags B. Eggertssonar. Eimskip mun áfram flytja tréð hingað til lands án þess að rukka fyrir. Talsverð umræða spratt upp síðasta vetur þegar til- kynnt var að Oslóarborg hefði ákveðið að hætta að gefa Reykjavíkurborg tréð en sú ákvörðun hefur nú verið dregin til baka. 2 fréttir Helgin 5.-7. september 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.