Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Síða 4

Fréttatíminn - 05.09.2014, Síða 4
Demantshringur 0.70ct Verð 680.000.- siggaogtimo.is Sveinn Andri krefur DV um tíu milljónir 10 milljónir Krafa SveinS andra SveinSonará hendur dv veður Föstudagur laugardagur sunnudagur StrekkingS VinDur V-lAnDS og þAr SkýjAð, en heiðríkt eyStrA. höfuðborgArSVæðið: SKýjað með Köflum, en þurrt. hlýtt. Smá VætA V- og nV-lAnDS, en bjArt nA- og A-lAnDS. höfuðborgArSVæðið: þurrt og Sól framan af, en Smá væta SíðdegiS. rigning og Strekkingur V- og nV-til, en áfrAm þurrt A- og nA-lAnDS. höfuðborgArSVæðið: þungbúið og rigning með Köflum. Sannkallaður sumarauki fyrir austan um helgina er spáð eindregnum Sv-vindi, milt loft ættað úr suðri beinist yfir landið þar sem háþrýstingur suður undan ræður ríkjum. þá verður gjarnan allhvasst á vest- fjörðum og vestantil á norður- landi, ekki úrkoma, nema í litlum mæli vestanlands. hins vegar verður einkar hlýtt eystra og suðaustanlands og ekki loku fyrir það skotið að hiti komist í 20°C á laugardag. á sunnudag er spáð rigningu um landið vestanvert. 11 11 14 16 11 11 10 15 18 11 10 10 13 16 11 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is u m þriðjungi alls matar sem framleiddur er í heiminum á ári hverju, eða um 1.3 milljarði tonna, er hent í ruslið. Þetta á ekki aðeins við um hinn stóra heim heldur líka Ísland. Á laugardaginn verður blásið til stórrar hátíðar í Hörpu þar sem fjallað verður um hinar ýmsu hliðar matarsóunar. Hátíðinni er ætlað að vekja fólk til umhugs- unar og ekki síst vekja athygli á því að á meðan við hendum heilu tonnunum af mat hér á Íslandi er til hópur fólks sem á ekki til hnífs og skeiðar. Bjarni Geir Alfreðsson þekkir vel til þess vanda en hann hefur séð um kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni síðastliðið ár, þar sem tekið er á móti fólki í mat frá níu til þrjú alla daga vikunnar, allan ársins hring. „Við fáum um tvö hundruð heimsóknir hingað á dag. Af þessum tvö hundruð manns eru um hundrað sem borða heitan mat í hádeginu en hinir eru í kaffi og samlokum og því sem liggur hér á hlaðborðinu hjá okkur,“ segir Bjarni. Allur matur sem Bjarni eldar og sá sem liggur á hlaðborðinu í Samhjálp eru matargjafir frá fyrir- tækjum og umfram matur frá ein- staklingum. dóra stýrir upplýsinga- skrifstofu eSb dóra magnúsdóttir hefur tekið stöðu framkvæmdastjóra evrópustofu, upplýs- ingaskrifstofu eSb á íslandi. hún var áður almannatengill og viðburðastjóri skrifstofunnar. birna þórarinsdóttir var áður framkvæmdastjóri evrópustofunnar. Stofan lokaði í ágúst í sumar og fór sá kvittur á kreik að stofan heyrði sögunni til hér á landi. dóra segir það fjarri sanni. Simmi og Jói yfirgefa Stórveldið Sigmar vilhjálmsson og jóhannes ás- björnsson, Simmi og jói, eru ekki lengi eigendur að Stórveldinu. þeir áttu samtals tæplega 40% eignarhlut í félaginu. „við vorum sammála um að þetta væri ágætur tímapunktur til að færa félagið aftur í fyrra horf,“ segir hugi halldórsson, einn eigenda og stofnandi Stórveldisins. hugi hefur keypt eignarhlut Simma og jóa. Kaup- verðið er trúnaðarmál. brimborg selur bílaleigubíla fyrstu bílaleigubílarnir frá dollar thrifty eru komnir í sölu hjá brimborg. bílarnir eru af árgerðum 2014, 2013 og 2012 og eru því flestir í ábyrgð. 10 sóttu um stöðu þjóðleikhússtjóra umsóknarfrestur um embætti þjóðleik- hússtjóra rann út 1. september og bárust mennta- og menningarmálaráðuneyti tíu umsóknir, frá þremur konum og sjö körlum. Skipað verður í stöðuna til fimm ára frá 1. janúar. umsækjendur eru: ari matthíasson, halldór einarsson laxness, hávar Sigurjónsson, hilmar jónsson, marta nordal, melkorka telka ólafsdóttir, ragnheiður Skúladóttir, reynir freyr reynisson, rúnar guðbrandsson og trausti ólafsson.  vikan sem var Sveinn Andri Sveinsson lögmaður hefur krafið DV, reyni traustason, ritstjóra blaðsins og viktoríu hermannsdóttur blaðamann um 10 milljónir króna vegna umfjöllunar um sig í helgarblaði dv í byrjun ágúst. Telur Sveinn Andri að þar hafi verið vegið með alvarlegum hætti að friðhelgi einkalífs hans.  matarsóun Þriðjungi alls matar er hent Eldar úr umfram mat Í kaffistofu Samhjálpar koma um 200 manns í mat á dag. Bjarni Geir Alfreðsson, kokkur í kaffistofunni, eldar þar hvern einasta dag, allan ársins hring fyrir þá sem ekki eiga til hnífs og skeiðar. Allt hráefnið sem Bjarni eldar úr eru matargjafir frá fyrirtækjum og umfram matur frá einstaklingum. bjarni segist taka við næstum öllum umfram mat því hann og hans starfsmenn geti nýtt nánast hvað sem er. bjarni geir Alfreðsson, eða bjarni Snæðingur eins og hann er alltaf kallaður, eldar úr matargjöfum og umfram mat frá ein- staklingum í kaffistofu Samhjálpar í borgartúni. hann ætlaði að vera í stutta stund en ílengdist, því þar er svo gott að vera fyrir hjartað.Ljósmynd/Hari „Við erum líka með gjafaborð hérna frammi þar sem við setjum brauð og annað sem við fáum gefins úr bakaríunum og fólk má taka með sér heim. Það eru mikið af einstaklingum sem gefa mat hingað, sérstaklega er það áberandi fyrir hátíðar, en það er meira og minna alla vikuna sem við erum að fá eitthvað. Fólk sem er að hreinsa úr frystikistunum, fólk sem á mikinn rabbarbara eða sultu eða til dæmis fólk sem er að fara í frí. Svo kemur hingað oft umfram matur úr veislum og afmælum. Það má koma með allt hingað í kaffistofuna, nánast hvað sem er. Hversu lítið sem það er eða stórt þá eigum við eftir að geta nýtt það,“ segir Bjarni sem nýtur aðstoðar sjálfboðaliða og fanga í eldhúsinu. Bjarni er búinn að halda utan um kaffistofuna í rúmt ár en ætlaði í upphafi að koma inn í þrjá mánuði. „Ég kom hérna inn bara til að laga til en ílengdist. Mér þykir svo gott að vera hér. Þetta er gott fyrir hjartað.“ Áhugasömum um málefnið er bent á hátíð um matarsóun í Hörpu, á morgun, laugardaginn 6. september. halla harðardóttir halla@frettatiminn.is fyrirtæki sem gefa mat til Samhjálpar eru meðal annars heitt og kalt, aðföng, Ban- anar ehf., Björnsbakarí, Bónus, danól, hagkaup kringlunni, h.s. kleinur, Íslensk ameríska, kaffi kosý, sölufélag garðyrkju- manna, Ora, vr, ölgerðin og fleiri. Stofnanir og samtök sem taka við mat Fjölskylduhjálp Íslands, reykjavík og reykjanesbæ: Mat- væli í umbúðum. hjálpræðisherinn: Þurrmatur, frystivara og umfram matur út veislum. rauði krossinn: Matur í umbúðum, frystivara, þurrmatur og umfram matur úr veislum. samhjálp: Frystivara, matur í umbúðum og umfram matur. laut, akureyri: Þurrmatur, frysti- vara og allt sem nýtist til eldamennsku. 4 fréttir helgin 5.-7. september 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.