Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Page 14

Fréttatíminn - 05.09.2014, Page 14
SprengigoS Gos undir jökli eða sjó mynda oftast sprengi- gos. Af þessum gosum stafar hætta vegna öskufalls, því gosefnin koma upp sem gjóska eða aska. Dæmi um sprengigos er gosið í Eyja- fjallajökli 2010. Af gosum undir jökli stafar líkar hætta af jökulhlaupum og eru sandarnir undir Vatnajökli dæmi um afleiðingar þeirra. Bárðarbunga gæti gosið í 10 ár Bárðarbungueldstöðin er sú víðáttumesta á landinu og ein sú öflugasta. Í henni verða oft miklar goshrinur og úr einni þeirra varð Þjórsárhraunið til, en það er stærsta hraun jarðarinnar úr einu gosi á nútíma. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Heimildir: Íslandseldar, Ari Trausti Guðmundsson. Eldgos.is, höf. Óskar Haraldsson. BárðarBunga í Vatnajökli  Ein öflugasta og hættu- legasta eldstöð Íslands.  Í eldstöðinni verða oft miklar goshrinur utan jökulsins, til suðvesturs inn á hálendinu milli Vatnajökuls og Mýrdals- jökuls eða til norðausturs í átt að Dyngjufjöllum.  Víðáttumesta eldstöð lands- ins, 200 kílómetra löng og 25 kílómetra breið.  Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist jökulfyllt askja.  Bárðarbunga er 2009 metra há og því næst hæsta fjall landsins.  Stærsta hraun landsins, og jarðarinnar, úr einu gosi á nútíma er úr Bárðarbungu. Það er Þjórsárhraunið mikla sem rann fyrir 8500 árum.  Bárðarbungu–Gríms- vatna öxullinn er miðja möttulstróksins sem er undir landinu og er annar af tveimur stærstu í heimi. Hinn er undir Hawai. HraungoS Kröflueldar, 1975-1984, mynduðu hraungos, líkt og núverandi gos í Holu- hrauni, og er það nefnt svo því gosefnin koma upp sem hraun. Stundum er talað um flæðigos þegar þunnfljótandi kvikan rennur og myndar helluhraun. 870 1477 1480 1701-1740 1780 1797 1862-1864 1910 2014 Vatnaöldugosið, gjóskan úr því myndaði hið svokallaða „landnámslag“. Stórgos í Bárðarbungu, undir jökli, líklegast í öskjunni. Veiðivatnaeldar, gos undir jökli. Goshrina i jöklinum, flest í Dyngjujökli. Gos i Dyngjujökli. Gos á sama stað og nú, Holuhraun varð til. Gos á Dyngjuhálsi, Tröllahraun varð til. Gos í Bárðarbungu, undir jökli. Gos í Holuhrauni og lítið gos sunnan við Bárðarbungu- öskjuna sem ekki náði að komast í gegnum ísinn.BárðarBungueldStöðin frá landnámi ASkjA 14 fréttir Helgin 5.-7. september 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.