Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 22
WWW.LEIKHUSID.IS É g er eiginlega bara að upp-götva það núna að þetta er í fyrsta sinn í næstum tíu ár sem ég leik svona stórt og umfangs- mikið hlutverk. Í fyrsta sinn síðan ég lék Piaf. Ég hef auðvitað leikið alls- konar hlutverk en þau voru annars eðlis. Ég var mjög glöð að þjóðleik- hússtjóri skyldi bjóða mér þetta hlut- verk. Ég heillaðist af sögunni því auk þess að fjalla um manneskjuna, fjallar hún líka um sögu kvenna á tuttug- ustu öldinni og allar þær breytingar sem henni fylgdi. Þetta er auðvitað mjög áhugavert efni og það er mikið af sterkum konum í bókinni. Móðir Karítasar, til dæmis, siglir hringinn í kringum landið frá Vestfjörðum með fimm börn til að koma þeim til mennta á Akureyri. Þetta sýnir svo vel seigluna og hvert menn ætluðu og hvert menn fóru. Þegar ég segi menn þá auðvitað meina ég konur,“ segir Brynhildur. „Konur sátu auðvitað engan veginn við sama borð á þessum tímum, og gera kannski ekki enn. En vonandi munu þessi litlu lóð sem við leggjum á vogarskálarnar breyta því.“ Sjúklega hlægilegt að vera manneskja Brynhildur Guðjónsdóttir, leik- kona og leikskáld, ákvað að gefa öryggið í Þjóðleikhúsinu upp á bátinn þegar hún tók sig upp og fór í framhalds- nám í leikritun í Yale. Í vetur frumsýnir hún afrakstur þessa lærdómsríka árs, Fíl, sitt persónulegasta verk til þessa. Brynhildur leikur auk þess Karítas í samnefndu verki, en á milli æfinga í leikhúsinu er hún upptekin við tökur á fimmtu seríunni af Stelpunum, sem í fyrsta sinn er einungis skrifuð af stelpum. Líður best heima Annað sem heillaði Brynhildi við sögu Kristínar Marju Baldursdóttur voru lýsingarnar á landinu. „Ég fór í fyrsta sinn á ævinni á Borgarfjörð eystri í sumar, þar sem hluti sög- unnar gerist, og það var alveg stór- kostlegt. Ég fékk svona líkamlega tilfinningu þegar við komum yfir fjallið og ég horfði til baka yfir Hér- aðsflóann. Gvuuð minn góður!! Mig langaði bara að æpa á móti þessu opna hafi,“ segir hún og reynir eftir fremsta megni að koma tilfinning- unum yfir fegurðinni í orð. „Sólrok og tryllingur. Bara stórkostlegt!“ Brynhildur var samt ekki í sumar- fríi fyrir austan heldur í vinnuferð. Hún var í tónleikaferð með Bergþóri Pálssyni þar sem þau sungu frönsk lög í samkomuhúsum víðsvegar um landið. „Það var alveg dásamleg ferð,“ segir Brynhildur sem leyfði sér þó að taka þrjá frídaga í sumar, þegar hún, Heimir, sambýlismaður hennar, og Rafnhildur, dóttir henn- ar, fóru í tjaldferð vestur á firði. „Við höndlum þessar vinnutarnir alveg, erum orðin vön þessum rytma. Við reynum bara að vera dugleg að fara út að borða þess á milli, gera vel við okkur og eitthvað skemmtilegt með okkar fólki. Annars er ég mjög heimakær. Mér líður eiginlega best hérna í húsinu mínu.“ Húsið hennar, gamalt og fallegt timburhús, er yfirfullt af fallegum hlutum sem margir hverjir tengj- ast leikhúsinu og hennar fjölmörgu ferðalögum um heiminn. Um tré- gólfin lallar Mjáll, örugglega stærsti köttur í Reykjavík og þó víðar væri leitað, eins og kóngur í ríki sínu. Þar sem við sitjum við eldhúsborðið og horfum út um gluggann blasir Þjóð- leikhúsið við okkur í öllu sínu veldi. Það er ekki langt í vinnuna fyrir Brynhildi. Stolt af Stelpunum Hún segir leikárið fram undan vera spennandi en þar verður lögð áhersla á sögur um og eftir konur. „Það er skemmtilegt og viðeigandi að það sé lögð svona mikil áhersla á konur. Það er fullt að gerast. Þetta er auðvitað alltaf sama tuggan, kon- ur verða að láta til sín taka. Kannski er nauðsynlegt að handstýra því á einhvern hátt, en það verður jafn- framt að gera það á fallegan hátt. Það er ekki nóg að segja bara; „ok, gerum núna eitthvað fyrir stelp- urnar og finnum eitthvað leikrit með fullt af konum í.“ Það verður að koma frá réttum stað, kreatívum stað.“ Á milli æfinga í Þjóðleikhúsinu er Brynhildur í tökum á fimmtu seríunni af Stelpunum. „Hingað til hefur alltaf verið karlmaður í hand- ritahópnum og yfir honum, en mér finnst þessi hérna síða í handritinu rosalega flott,“ segir Brynhildur og sýnir mér stolt upphafssíðuna þar sem höfundanöfn Stelpnanna eru skrifuð: Brynhildur Guðjónsdóttir yfirhandritshöfundur, Ilmur Krist- jánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, María Reyndal og Maríanna Clara Lúthersdóttir. „Þessar fjórar fyrstu hafa allar skrifað frá upphafi en svo fengum við Maríönnu með okkur núna, frábæra leikkonu og bókmenntafræðing. Það var stór- kostlegt að fá hana. Það er bara svo gaman að vinna með bráðgreindu fólki sem kann að bulla. Mér finnst Stelpurnar eldast mjög vel, þó ég segi sjálf frá. Þetta er sama bullið og alltaf, sem er svo skemmti- legt. Öll skrítnu fjölskyldutengslin og bara ruglið sem fólk segir við mann út í búð, sem getur verið fárán- lega fyndið. Eða allt þetta fólk sem er með allan fókusinn í klofinu,“ segir Brynhildur og skellir upp úr. „Við erum auðvitað flest öll koxrugluð og það er eiginlega bara sjúklega hlægi- legt að vera manneskja.“ Dagdraumar og krísur í Yale Brynhildur útskrifaðist úr leiklist- arnámi í London vorið 1998 og var fastráðin ári síðar hjá Þjóðleikhús- inu. Auk þess að hafa leikið fjöldann allan af hlutverkum og hlotið verð- laun og viðurkenningar fyrir, hef- ur hún einnig skrifað verkið Brák, sem hún hlaut hún Grímuverðlaun- in fyrir, og Frida, viva la vida. Hún var því ekki lengi að hugsa sig um þegar henni bauðst að fara á styrk sem rannsóknarnemi í leikritun í Yale, en það er þriggja ára nám sem hún fékk að taka á einu ári, sökum reynslu og fyrri starfa. „Ég bara ákvað að fara þó svo að ég vissi í raun ekkert hvert ég væri að fara,“ segir Brynhildur. „Það krafðist al- veg gífurlegs hugrekkis fyrir mig að segja bless við öryggið. Þegar maður er búinn að vera í fastri vinnu 22 viðtal Helgin 5.-7. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.