Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 32
M áni, Þorkell Máni Pétursson, er fæddur árið 1976 og er alinn upp í Garðabæ. Sem er eiginlega mjög í mótsögn við skoðanir hans. „Ég er fæddur og uppalinn í Garðabæ, þó að mitt fyrsta lögheimili hafi verið á Austurey á Laugarvatni. Ég flutti í Kópavoginn í tvö ár sem ungbarn, en leið aldrei vel þar,“ segir Máni kíminn. „Mamma segir mig hafa grátið stanslaust þann tíma og nú er það sama að gerast með systurson minn, honum líður heldur ekki vel í Kópavogi. Hann grætur mikið en róast þegar hann kemur í Garðabæinn.“ Máni gekk í grunnskóla og gagnfræðaskóla í Garðabænum en segist aldrei hafa liðið vel sem krakki innan skóla- kerfisins. „Skólaganga mín var eintóm leiðindi. Ég var bara ör og kvíðinn sem krakki í barnaskóla. Ég hafði samt alveg frábæran skólastjóra sem leyfði mér að tala mínu máli,“ segir Máni sem gekk í Hofsstaðaskóla sem þá var stýrt af Hilmari Ingólfssyni, fyrrverandi bæjar- fulltrúa Alþýðubandalagsins í Garðabæ. „Ég var oft skammaður en alltaf gat ég farið til hans og rökrætt og staðið fyrir mínu máli, 8-9 ára pjakkur. Þegar ég kom heim þá var hann búinn að hringja í móður mína og hrósa mér fyrir að standa á mínu. Ég var og er með mikla réttlætiskennd. Hún er ekkert að hjálpa manni endilega í skólakerfinu þegar maður á sök á 90% af öllu sem maður er sakaður um en gerir allt vitlaust út af hinum 10% sem maður er saklaus af.“ Máni gekk svo í Garðaskóla og vandræðin héldu áfram. „Mér leið bara alls ekki vel í Garðaskóla, bara hræðilega. Það voru margar ástæður fyrir því, kannski var ég kominn upp á kant við of marga, ég var mjög ör, var með mikil læti. Ég átti í miklum útistöðum við yfir- menn skólans og það var eingöngu vegna þess að ég taldi mig meiri karl en ég var. Þetta endaði bara á þann veg að mér var vikið úr skólanum. Móðir mín fékk nóg af óréttlætinu og heimtaði að ég yrði sendur til sálfræð- ings og í gáfnapróf. Mér skilst að ég hafi staðist þau öll með sóma. Hún lét samt heyra það mikið í sér að á end- anum voru sumir yfirmenn skólans farnir að forðast mig. Mér sveið samt lengi undan því að oft var ég látinn taka á mig sök á hlutum sem ég kom ekkert nálægt. Það gerði ég bara til að fá frið. Þetta var örugglega bara leiðinlegur tími hjá öllum. Krakkar í skólanum höfðu áhuga á allt öðrum hlutum en ég á þessum tíma. Ég var 14 ára þegar mér fannst Sjálfstæðisflokkurinn glataður, og það gengur eiginlega ekki upp í Garðabæ.“ Ertu ekki bara alinn upp í kolröngu bæjarfélagi? „Sumir vilja meina það, en ég er ekki á því. Menn halda að þetta sé einsleitur bær, en þarna eru margir af mögnuðustu karakterum sem ég hef kynnst og gríðar- legur kraftur í fólki. Allir mínir kærustu vinir eru Garðbæingar. Garðabær hefur mótað mig og gert mig að því sem ég er. Ég veit samt ekki hvað mömmu gekk til að flytja í Garðabæinn. Hún þurfti sem ung stúlka að læsa sig inn í skólastofu til þess að forðast æsta ung- linga í Sjálfstæðisflokknum eftir að faðir hennar hafði hent einum þeirra út af þingi. Ég hef oft grínast með það að hún ætli mér að klára það sem gamli karlinn gerði ekki og baða sýslumanninn.“ Klúðraði vinnu í kexverksmiðju og fór í meðferð Eftir gagnfræðaskóla fór Máni í Fjölbrautaskólann í Garðabæ. „FG er frábær menntastofnun. Ég var að vísu rekinn úr skólanum vegna lélegs námsárangurs og hegðunar en ég var í mikilli vímuefnaneyslu á þeim WWW.LEIKHUSID.IS WWW.LEIKHUSID.IS Ég þarf að hafa mikið fyrir því að vera ekki fáviti Á útvarpsstöðinni X-ið 977 eru tveir menn sem ráða ríkjum. Þeir Frosti Logason og Þorkell Máni Pétursson, eða Máni eins og flestir þekkja hann. Saman stjórna þeir morgunþættinum Harmageddon, þar sem frjálslega er fjallað um pólitík, samfélagsmál og trúmál og allt þar á milli. Oftar en ekki eru þáttastjórnendur ósammála viðmælendum sínum og oft finnst manni þeir vera ósammála öllum. En hver er þessi Máni sem talar tæpitungulaust um allt og alla, lætur sig allt varða, hefur sterkar skoðanir á samfélaginu og hefur hátt um það? Það er hægt að klúðra öllum störfum, en ekki foreldrastarfinu. Ljósmyndir/Hari 32 viðtal Helgin 5.-7. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.