Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Qupperneq 33

Fréttatíminn - 05.09.2014, Qupperneq 33
27 fyrirlestrar eru í boði og glæsilegt lokahóf. Kynntu þér dagskrána á advania.is og finndu þá fyrirlesara sem þig langar mest að hlusta á. Þrjár meginlínur eru í boði: Dagskrá og skráning í fullum gangi á advania.is/haustradstefna Ávinningur af tækni framtíðarinnar Hvert förum við með tæknina? Hvert fer tæknin með okkur? Tu­ugasta Haustráðstefna Advania er helguð framtíðinni. Þar fara fyrirlesarar á heimsmælikvarða yfir hvert upplýsingatæknin stefnir og hvaða áhrif sú stefna hefur á líf okkar og störf. Stjórnun og reynsla Nýsköpun Öryggi og tækni Þú smíðar þína dagskrá Magnús Scheving Frumkvöðull Þorsteinn B. Friðriksson Plain Vanilla Jim Grubb Cisco Systems Theódór Gíslason Syndis Halla Helgadóir Hönnunarmiðstöð Íslands  Jesper Ritsmer Stormholt Google Sérfræðingar spá í framtíðina Haustráðstefna Advania í Hörpu 12. september 2014 Íris Dröfn Árnadó ir Meistaranemi í heilbrigðisverkfræði  Ætlar þú að missa af þessu? Hélt ekki. tíma. Kennararnir í FG voru samt frábærir og gamli skólastjórinn minn, hann Þorsteinn, líka. Mér var sagt að Garðaskóli hefði sent bréf um mig þar sem mælst var til þess að losna við mig sem fyrst úr skólanum. Það var áður en ég hóf nám þar. Skólastjórinn og kennar- arnir reyndust mér samt vel. Þeir hrósuðu mér þegar ég gerði vel og reyndu allt sem þau gátu til að gera mig að manni. Því miður hafði ég ekki þroska til að hlusta. Anna Sjöfn, kennari í FG, benti mér líka á fyrst manna að ég væri örugglega með námsörðugleika sem hægt væri að greina og það kom á dag- inn, 15 árum síðar, þegar ég loksins fór og lét kanna það,“ segir Máni sem lauk stúdentsprófi á afmælis- daginn sinn 2012 og var sama dag skipaður í skólanefnd skólans. „Ég er mjög stoltur af því að hafa útskrifast úr FG. Enda mætti ég galvaskur með húfuna í útskriftina lang elstur,“ segir Máni „Ég ritstýrði skólablaðinu í FG árin 95-96 ásamt Frosta og fleiri snillingum og við vorum bara að ögra. Við fjölluðum um skaðsemi íþrótta, tókum viðtal við morðingja frá Noregi sem brenndi kirkjur og þar fram eftir götunum. Ég var búinn að vera í nemendafélaginu og í gríðarlegri óreglu, þrátt fyrir að koma frá mjög reglusömu heimili, ég vann í Lottóinu þegar mér var úthlutað foreldrum við fæðingu. En þetta endaði með því að mér var vikið úr skólanum. Það var mér mikið áfall. Maður getur alltaf haft einhverjar hugmyndir um að gera eitthvað í lífinu, en þeir gerast ekki af sjálfu sér. Maður getur setið inni í herbergi og reykt hass og hugsað um allskonar hluti sem maður ætlar að afreka í framtíðinni en það er alger misskilningur að halda það að einhver sé að fara að banka upp á og segi „nú átt þú að meika það, við vorum bara að spá í það og nú er komið að þér.“ Lífið er ekkert Nígeríubréf. Ef þú ætlar að afreka eitthvað getur þú bara treyst á sjálfan þig og þú verður að standa upp og gera eitthvað. Á þessum árum gat ég klúðrað öllu. Ég meira að segja klúðraði því að vinna í kex- verksmiðju eftir að mér var vikið úr skólanum. Þá fór ég í meðferð, 20 ára gamall. Ég fann hvað ég var með mikið andlegt mein og bilaður á mörgum sviðum. Síðan eru að verða 18 ár og ég hef aldrei stigið feilspor.“ Kvíðinn bankar upp á Máni hefur unnið sem umboðs- maður fyrir margar hljómsveitir og listamenn eins og Ólaf Arnalds, Ensími, BangGang, Erp, Diktu og lengst af var hann umboðsmaður harðkjarnasveitarinnar Mínus, sem fóstbróðir hans, Frosti, var með- limur í. „Ég hef alltaf haft gríðarlega skoðun á músík og eins og margir sem verða umboðsmenn þá hef ég aldrei kunnað neitt á hljóðfæri og gæti ekki bjargað lífi mínu með söng. Margir héldu að það yrði minn fallstígur að vinna í þessum bransa og vera með Mínus, en það hafa allir borið mikla virðingu fyrir minni edrúmennsku,“ segir Máni. „Margir spurðu hvort það yrði ekki erfitt að vera edrú á tónleikaferða- lagi eða á þjóðhátíð? Ég hafði aldrei verið fullur á þjóðhátíð, svo það var eðlilegra fyrir mig að vera edrú. Þetta var aldrei vandamál, eigin- lega þvert á móti. Á Mínustíma- bilinu stofnaði ég umboðsskrifstofu sem ég nefndi Paxal, í höfuðið á kvíðalyfjum sem ég var kunnugur á þeim tíma. Svo kvíðinn hefur aldrei verið langt undan.“ Máni hefur þurft að glíma við margan djöfulinn í gegnum tíðina og einn af þeim er kvíðinn. Hann er þó að mestu búinn að vinna bug á honum, en veit að hann er alltaf nálægt. „Kvíði er algengur hjá þeim sem halda að þeir geti gert betur í lífinu. Þegar ég fann fyrir kvíða fyrst þá var ég kapítalisti að selja auglýsing- ar með betri laun en foreldrar mín- ir, menntað fólkið. Allt gekk rosa- lega vel en ég var 100 kíló og leið illa. Ég var kapítalisti og kunni bara ekki vel við það. Það gaf mér ekki neitt. Svo byggði ég skápa heima hjá mér sem voru allir rammskakk- ir en mér leið miklu betur að fást við það, svo ég sagði upp. Ég upp- lifði einnig mikinn kvíða þegar ég fékk stærsta hlutverk lífsins og varð faðir. Þá fékk ég kvíðakast í bæði skiptin,“ segir Máni sem á tvo syni, þá Pétur Mána 14 ára og Róbert Frosta 9 ára. „Þegar sá eldri kom og ég lá við hlið hans fékk ég kvíðakast. Lífið breyttist, þú ert ekki lengur það mikilvægasta sem heimurinn hefur skapað. Ég fattaði hvað er mikilvægast í lífinu. Það er hægt að klúðra öllum störfum, en ekki foreldrastarfinu. Mér er alveg sama um að vera rekinn og alveg sama hvað fólki finnst, en ef maður klúðrar uppeldi barnanna sinna þá er þetta búið.“ Duglegur að rífa kjaft Árið 1998 byrjaði Máni í útvarpinu og árið 2008 byrjuðu þeir Frosti með þáttinn Harmageddon. „Þátturinn var búinn að vera 4 mánuði íloftinu þegar Geir Haarde bað guð um að blessa Ísland. Við vorum reknir í hruninu 2008. Við vildum samt ekki gefast upp og tók- um þá ákvörðun um að fara ekki. Við sömdum við yfirmenn okkar um að greiða okkur lágmarkslaun, til þess að geta borgað af íbúðunum okkar og hófumst handa við að byggja upp stöðina. Við fórum bara að búa til tekjur utan vinnunnar. Ég var í umboðsmennskunni og Frosti fór í Háskólann. Síðan höfum við margfaldað tekjur stöðvarinnar og laun og fólk var bara mjög ánægt með þetta framtakið og í rauninni þakklátt fyrir það. Ágúst Héðinsson dagskrárstjóri var okkur hliðhollur og studdi við bakið á okkur,“ segir Máni. Er einhver sem þú getur ekki rifið kjaft við? „Nei, það er enginn, ég get alltaf fundið einhvern flöt sem ég get rifið kjaft um, það er mjög auðvelt. Ég hef bara gaman af því að rífa kjaft. Ég er alinn upp í móður- og föðurfjölskyldum þar sem er mikið rökrætt og rifist, þó í bróðerni. Allir bræður hans pabba halda með sitt hverju fótboltaliðinu og kjósa sitt hvern flokkinn í pólitík svo það er hægt að rífast endalaust. Báðar mínar fjölskyldur eru mikið rökfærslufólk. Sumir halda að ég sé miklu reiðari en ég er. Oft er ég bara að skrifa eitthvað á Twitter eða Facebook sem mér finnst kaldhæðnislegt eða fyndið og það er ekkert betra en að segja eitthvað sem æsir fólk upp.“ Er ekki erfitt að vera alltaf kominn upp við vegg? „Ég upplifi það ekki, ég upplifi að ég sé búinn Framhald á næstu opnu viðtal 33 Helgin 5.-7. september 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.